Færslur: Dóminíkanska lýðveldið
Minnst ellefu drukknuðu skammt frá Púertó Ríkó
Minnst ellefu manns fórust þegar bát þeirra hvolfdi skammt undan ströndum Púertó Ríkó síðdegis á fimmtudag. Ekki er vitað hversu mörg voru um borð, en bandaríska strandgæslan bjargaði rúmlega þrjátíu úr sjónum; 20 körlum og ellefu konum, og hefur fundið ellefu lík til þessa.
13.05.2022 - 01:53
Reisa múr á mörkum Haítí og Dóminíska lýðveldisins
Framkvæmdir eru hafnar við að reisa múr á landamærum Dóminíska lýðveldisins og Haítís. Múrinn, sem verður steinsteyptur, 20 sentimetra þykkur, fjögurra metra hár og um 400 kílómetra langur, er reistur af Dóminíkum og er ætlað að hindra smygl á eiturlyfjum, vopnum og hvers kyns varningi öðrum frá Haítí til Dóminíska lýðveldisins, en þó umfram allt ferðir Haíta yfir landamærin.
21.02.2022 - 05:55
Níu fórust í flugslysi í Dóminíkanska lýðveldinu
Sex bandarískir farþegar og þriggja manna áhöfn einkaflugvélar fórust í flugslysi á Las Americas flugvellinum við Santo Domingo höfuðborg Dóminíkanska lýðveldisins í gær.
16.12.2021 - 03:30