Færslur: Dóminíka

Þrír látnir vegna fellibylsins Elsu
Einn lést í Sankti Lúsíu og fimmtán ára drengur og kona á áttræðisaldri létust í Dóminíkanska lýðveldinu vegna fellibylsins Elsu sem ríður nú yfir Karíbahafið. 180 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín á Kúbu, þó krafturinn hafi aðeins dregist úr Elsu og hún teljist nú hitabeltislægð.
04.07.2021 - 23:25
Minnst 15 létust á Dóminíku vegna Maríu
Minnst 15 létu lífið þegar fellibylurinn María böðlaðist á karíbahafsríkinu Dóminíku á mánudag. 20 til viðbótar er enn saknað. Roosevelt Skerrit, forsætisráðherra Dóminiku, greindi frá þessu í sjónvarpsviðtali og segir það ganga kraftaverki næst að fleiri skuli ekki hafa farist í hamförunum. María var fimmta stigs fellibylur þegar hún skall á Dóminiku, þar sem 72.000 manns búa. Skerrit, sem flaug yfir eyjuna í gær til að skoða afleiðingarnar, sagði eyðilegginguna skelfilega.
22.09.2017 - 03:41