Færslur: Dominic Raab

Bretar gagnrýndir vegna brottflutnings frá Afganistan
Bresk stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd í vitnaleiðslum í breska þinginu í dag fyrir slælega framgöngu við að koma fólki úr landi í Afganistan þegar talibanar tóku völdin þar. Dominic Raab, sem þá var utanríkisráðherra, var sakaður um ákvarðanafælni og skilningsleysi. Margir þeirra sem leitað hefðu hjálpar hjá breskum yfirvöldum en ekki fengið hefðu verið myrtir.
„Líkt og að loka dyrunum eftir að hrossið er strokið“
Breytingar breskra stjórnvalda á ferðatakmörkunum koma of seint til að gagnast raunverulega gegn útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta er mat Mark Woolhouse prófessors í faraldsfræði sem er einn þeirra sem ráðlagt hefur ríkisstjórninni varðandi sóttvarnir.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Stjórnmál í Noregi og Bretlandi
Vinstriflokkar unnu sigur í kosningum til Stórþingsins í Noregi á mánudaginn. Jonas Gahr Støre tekur því að öllum líkindum við forsætisráðherraembættinu af Ernu Solberg. Hún hefur verið forsætisráðherra síðan 2013. Støre hefur hafið viðræður um stjórnarmyndun við leiðtoga SV, Sósíalíska vinstriflokksins, og Senterpartiet, Miðflokksins. Þetta var aðalumfjöllunarefni Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1.
Segir Breta standa í mikilli þakkarskuld við Afgani
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Bretland standa í mikilli þakkarskuld við þá Afgani sem störfuðu fyrir Atlantshafsbandalagið í heimalandinu. Utanríkisráðherra Bretlands svarar spurningum utanríkismálanefndar breska þingsins varðandi Afganistan á morgun.
Raab í sumarfríi meðan Kabúl féll
Dominic Raab, utanríkisráðherra Breta, sætir nú þrýstingi heima fyrir vegna þess hvernig hann hélt á málum í aðdraganda þess að Kabúl féll í hendur talíbana.
20.08.2021 - 12:57
Yair Lapid sakar Írani um mannskæða árás á olíuskip
Ísraelsstjórn sakar Írani um að hafa ráðist á olíuskip á Arabíuflóa í fyrradag þar sem tveir skipverjar létust. Bretar og Bandaríkjamenn lýsa yfir áhyggjum af þróun mála á svæðinu en sífellt hitnar í kolunum milli Írans og Ísraels.
Utanríkisráðherrar ræddu varnarmál og mannréttindi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands hittust á fundi í morgun og ræddu sameiginlega hagsmuni ríkjanna, mannréttindi og varnarmál.
Spegillinn
Leki yfirgnæfir stefnuræðu forsætisráðherra um stórmál
Forsíður bresku blaðanna í dag vísa í ýmsar áttir. Það eru Covid fréttir, framhaldssagan um átök í konungsfjölskyldunni og svo, á forsíðu Financial Times eru það varnar-, öryggis- og utanríkismálin. Það hefði mátt ætla að fyrirsögnin væri úr margboðaðri stefnuræðu forsætisráðherra í gær um þessi mál. En nei, þess í stað var fyrirsögnin um að orð Dominic Raabs utanríkisráðherra um viðskipti og mannréttindi bentu til undanlátssemi forsætisráðherra gagnvart Kína.
17.03.2021 - 17:35
Raab sannfærður um afdráttarlausa niðurstöðu kosninga
Dominic Raab utanríkisráðherra Bretlands kveðst sannfærður um að traust eftirlit stjórnarstofnana Bandaríkjanna hverrar með valdmörkum annarra tryggi afdráttarlausa niðurstöðu í forsetakosningunum vestra.
Bretar viðurkenna ekki niðurstöður forsetakosninga
Búist er við víðtækum innanlandsverkföllum næstu daga til stuðnings mótmælum gegn Lúkasjenkó forseta Hvíta Rússlands. Breska ríkisstjórnin viðurkennir ekki niðurstöður forsetakosninganna í landinu.