Færslur: dnb

Skýrslan ónákvæm en tengist Samherja ekki
Samherji segir skýrslu norska fjármálaeftirlitsins ónákvæma og gagnrýnir að ekki hafi verið haft samband við fyrirtækið við gerð hennar. Félagið tekur hins vegar einnig fram að efni skýrslunnar sé Samherja óviðkomandi og lúti eingöngu að málefnum norska bankans DNB.
Myndskeið
Refsað með risasekt
Norski bankinn DNB hefur verið sektaður um sem nemur sex milljörðum íslenskra króna fyrir slælegt eftirlit með peningaþvætti. Sektin er sú hæsta sem gefin hefur verið út síðan ný lög um varnir gegn peningaþvætti voru sett. Norska fjármálaeftirlitið segir að bankinn hafi leitt hjá sér fjölda viðvarana um mögulegt peningaþvætti, meðal annars í viðskiptum milli félaga Samherja.
Kveikur
Skýringar Samherja dugðu ekki DNB
Norski bankinn DNB sleit viðskiptum við Samherja fyrir þar sem skýringar fyrirtækisins á millifærslum til þriggja aflandsfélaga og félags tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu þóttu ófullnægjandi.
13.12.2020 - 19:07
Norski DNB-bankinn fær mögulega metsekt
Norska fjármálaeftirlitið skoðar nú að leggja sekt upp á 400 milljónir norskar krónur, um 5,7 milljarða íslenskra króna, á norska DNB bankann fyrir að hafa ekki fylgt regluverki um varnir gegn peningaþvætti.
07.12.2020 - 09:38
Erlent · dnb · Bankar
Björgólfur segir DNB leka upplýsingum um Samherja
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að rannsókn norsku efnahagsbrotadeildarinnar beinist að norska bankanum en ekki Samherja.
12.02.2020 - 19:48
DNB segir upp öllum viðskiptum við Samherja
Norski bankinn DNB hefur sagt upp öllum viðskiptum sínum við Samherja. Þetta staðfesta heimildamenn tengdir bankanum við RÚV. Ástæðan er aðkoma Samherja í spillingarmálum í Namibíu.
12.02.2020 - 16:41
Segist ekki trúa að nokkrum hafi verið mútað
„Ég trúi því ekki að nokkrum hafi verið mútað, né því að fyrirtækið hafi verið, eða tekið þátt í, ólögmætri starfsemi,“ segir Björgólfur Jóhanns­son, for­stjóri Sam­herja, í við­tali við norska við­skipta­blaðið Dag­ens Nær­ingsliv. „Afríka er annar heimur, en ég er viss um að við höfum fengið kvóta í samræmi við lög hvers lands.“
14.12.2019 - 21:31
Fjármálaráðherra vill að DNB leggi öll spilin á borðið
Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs, segist vænta þess að norski bankinn DNB leggi öll spilin á borðið varðandi samskipti sín við Samherja.
19.11.2019 - 12:51
Mál DNB og Samherja mikið hneyksli í Noregi
Samherjamálið er svo umfangsmikið að opinberrar rannsóknar er þörf, segir norskur skattasérfræðingur. Þá veki málið upp spurningar um öryggi norska bankakerfisins þegar kemur að peningaþvætti.
17.11.2019 - 19:09

Mest lesið