Færslur: Djúpivogur

Myndskeið
„Það er eins og fellibylur hafi farið yfir skóginn“
Aldrei hafa orðið eins miklar skemmdir á sjötíu ára gömlum skógi við Djúpavog, líkt og urðu í óveðrinu í upphafi vikunnar. Formaður skógræktarfélagsins segir að helmingur skógarins sé ónýtur og íbúar séu harmi slegnir yfir að missa þetta vinsæla útivistarsvæði.
28.09.2022 - 12:34
Enn bálhvasst á Austfjörðum og mikið foktjón
Mikið eignatjón varð í aftakaveðri sem gekk yfir landið í gær. Veðrið bitnaði einna verst á íbúum Austfjarða, þar sem enn er mjög hvasst og ekki hægt að meta umfang skemmdanna. Starfsemi Eimskips á Reyðarfirði liggur enn niðri og mikið foktjón varð hjá Alcoa Fjarðaáli.
26.09.2022 - 12:26
150 ár frá mannskæðasta sjóslysi á Djúpavogi
Í dag eru liðin 150 ár frá mannskæðasta sjóslysi sem orðið hefur við Djúpavog, þegar tíu manns fórust með bát þar skammt frá. Af þessu tilefni var minningarstund haldin við Æðarsteinsvita á Djúpavogi á dögunum.
22.09.2022 - 10:38
Mikil uppbygging fram undan á Djúpavogi
Norskir eigendur Laxa fiskeldis hafa keypt meirihluta í Fiskeldi Austfjarða og eiga því ráðandi hlut í öllu fiskeldi fyrir austan. Fyrirtækin áforma mikla uppbyggingu á Djúpavogi til að sinna auknu eldi og kallað er eftir því að flugbrautin á Egilsstöðum verði lengd til að hægt verði að fljúga með ferksan lax beint á erlenda markaði.
24.11.2020 - 09:44
Báturinn sem steytti á skeri kominn í höfn
Mannbjörg varð er leki kom að fiskibát þegar hann tók niðri á grynningu austur af Papey laust fyrir klukkan níu í kvöld. Var fjögurra manna áhöfninni bjargað um borð í annað skip og báturinn dreginn til Djúpavogs, þar sem hann lagðist að bryggju um miðnæturbil.
Spegillinn
Vald til heimastjórna í nýju sveitarfélagi
Búist er við að fimm flokkar bjóði fram í nýju sveitarfélagi á Austurlandi sem jafnframt verður stærsta sveitarfélag landsins að flatarmáli. Framboðsfrestur rennur út á morgun. Kosið verður 19. september og einnig í fjórar heimastjórnir sem fá vald til að afgreiða tiltekin mál í sinni heimabyggð.
Myndskeið
Djúp hola uppgötvaðist í þjóðveginum norðan Djúpavogs
Djúp hola uppgötvaðist í þjóðveginum í gær eftir að vegfarandi tilkynnti lögreglu um ójöfnu í veginum rétt innan við Djúpavog, norðan við bæinn. Eiður Ragnarsson, ásamt samstarfsmönnum, fékk beiðni frá Vegagerðinni um að athuga ójöfnuna.
22.08.2020 - 09:43
Eldur í íbúðarhúsi á Djúpavogi
Eldur kom upp í íbúð í parhúsi á Djúpavogi upp úr klukkan hálftíu í gærkvöld, laugardagskvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Austurlands var maður þar innan dyra þegar eldurinn kom upp en kom sér sjálfur út og fékk aðhlynningu á staðnum, en ekki fengust upplýsingar um líðan hans.
12.07.2020 - 00:22
Vilja reisa minnisvarða um fyrsta svarta íbúa landsins
Hans Jónatan var búsettur hér á landi frá 1802 og er talinn vera einn fyrsti svarti maðurinn sem settist að á Íslandi. Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að minnisvarði verði reistur til minningar um hann á Djúpavogi.
25.06.2020 - 11:34
Ég sagði „bíddu“ og „seinna“ of oft við börnin
Ágústa Margrét Arnardóttir er fimm barna móðir á Djúpavogi. Hún rak hönnunarfyrirtæki þangað til hún settist í 3. bekk með syni sínum fyrir tveimur árum. Eftir tæpa fjóra mánuði í skólanum segir hún að hugsunarháttur hennar gagnvart fjölskyldunni og uppeldi barna hennar hafi gjörbreyst. Nú undirbýr Ágústa útgáfu barna- og ungmennatímaritsins Hvað.
11.02.2019 - 15:14
Viðtal
Sameining til skoðunar á Austurlandi
Nýtt fimm þúsund manna sveitarfélag gæti orðið til á Austurlandi á næstunni. Nú standa yfir viðræður um mögulega sameiningu Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fljótsdalshéraðs. Ljóst er að nýtt sveitarfélag yrði gríðarlega víðfeðmt og næði í raun að umfaðma tvö önnur sveitarfélög, Fjarðabyggð og Fljótsdalshrepp.
Með tölvuleikjadellu á Djúpavogi
„Ég er nú ekki viss um að allir viti hvað ég er að bralla eftir vinnu,“ segir Birkir Fannar Smárason, 26 ára gamall Stöðfirðingur búsettur á Djúpavogi. Hann hefur haldið úti tölvuleikjastreymi á vefnum í nokkurn tíma en á næstu vikum fer hann af stað með Retró, nýja vefþætti sem fjalla um tölvuleiki og leikjatölvur af gamla skólanum.
22.04.2018 - 08:11

Mest lesið