Færslur: Djass

Viðtal
Glimrandi gott samstarf
„Ég myndi segja að þetta sé ekki erfitt samstarf,“ segir trompetleikarinn Eiríkur Orri Ólafsson hlæjandi um hljómsveitina sína „Hist og“ sem hann myndar ásamt Róbert Reynissyni gítarleikara og Magnúsi Tryggvasyni Elíassen trymbli. Sveitin magnar upp fjölbreyttan og göróttan seið á nýrri plötu sinni sem heitir „Hits of“ og kom út í desember, en er fagnað með tónleikahaldi í Mengi nú um helgina.
19.02.2021 - 10:25
19 milljónum veitt til fjölbreyttra tónlistarverkefna
Hljóðritasjóður veitir samtals 19 milljónum króna til 63 verkefna í seinni úthlutun hans á þessu ári. Hlutverk sjóðsins er að efla íslenska tónlist með fjárhagslegum stuðningi til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun.
09.11.2020 - 12:49
Yfirgaf sveitaböllin og hélt til Mið-Austurlanda
Ásgeir Ásgeirsson, fyrrum bæjarlistamaður Kópavogs og hirðgítarleikari Páls Óskars, er að senda frá sér þriðju og síðustu plötuna í þjóðlagatrílógíu sinni og nefnist hún The Persian Path. Að þessu sinni ferðaðist hann með íslenska þjóðlagið til Íran og fóru upptökur fram í Teheran, Istanbúl í Tyrklandi og á Íslandi. Hann lék sig fyrst inn í miðausturlenska tónlistarhefð fyrir hálfgerða tilviljun fyrir rúmum áratug.
23.08.2020 - 09:04
Einhver merkasti píanisti djass-sögunnar
Bandaríski píanóleikarinn Keith Jarrett er af mörgum talinn einn fremsti tónlistarmaður djasstónlistarinnar í dag. Þann áttunda maí síðastliðinn varð hann 75 ára, en af því tilefni setti einlægur aðdáandi hans saman eftirfarandi lofgjörð og þakkir á tónlistarblogginu Ráðlögðum jazzskammti.
17.05.2020 - 13:07
Menningarefni · Tónlist · Djass · jazz · Keith Jarrett · ECM
Haldið upp á alþjóðlegan dag djassins í beinni á RÚV
Í dag er haldið upp á hin árlega alþjóðadag djassins í beinni útsendingu á Rás 1 og RÚV 2. Lifandi tónlist og rætt um djasstónlist við góða gesti.
Gagnrýni
Djössuð ljúflingslög
Athvarf er fyrsta breiðskífa söngkonunnar Marínu Óskar og hún er plata vikunnar á Rás 2 í dymbilvikunni.
10.04.2020 - 09:00
Ekkert annað í boði en að syngja
Jazzhátíð Reykjavíkur, sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag, er að hluta til uppskeruhátíð íslenskra jazztónlistarmanna og nýta margir tækifærið til að senda frá sér nýja tónlist og plötur. Ein þeirra er ung söngkona, Silva Þórðardóttir, sem sendir frá sér plötu með bandarískum jazz-standördum en platan heitir eftir einu laganna á plötunni Skylark. Rætt var við Silvu í Víðsjá á Rás 1. 
Gagnrýni
Fallegt og knýjandi verk
Mitt bláa hjarta – 14 nýir jazzsöngvar, er eftir Karl Olgeirsson og er plata sem býr yfir knýjandi sköpunaþörf. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Viðtal
Erfitt fyrir konur að dafna innan djassins
Sunna Gunnlaugs djasspíanisti hefur unnið að því á síðustu árum að fjölga konum í djasstónlist og rekist á ákveðnar hindranir. Svo virðist sem konur haldi sig frekar á jaðrinum í djassinum og eigi erfitt með að gera sig sýnilegar.
11.10.2018 - 13:49
Gaf út sína fyrstu plötu þrettán ára
Bandaríski píanóleikarinn Christian Sands þykir einn efnilegasti djasspíanisti samtímans en hann var undrabarn sem gaf út sína fyrstu sólóskífu aðeins 13 ára gamall.
07.07.2018 - 10:00
20 perlur frá ECM – loksins á Spotify
Tónlistarútgáfan ECM (Edition of Contemporary Music) var stofnuð af upptökustjóranum Manfred Eicher árið 1969. Allar götur síðan hefur útgáfan sent frá sér forvitinilega tónlist, einkum djass og sígilda tónlist þó að landamærin séu oft óskýr þarna á milli. Athygli vakti á dögunum að útgáfan hefur loksins sett upptökusafn sitt á tónlistarstreymisveitur netsins. Pétur Grétarsson og Guðni Tómasson, dagskrárgerðarmenn á Rás 1, völdu nokkrar af sínum uppáhalds plötum og lög af þeim.
26.11.2017 - 15:59
„Miles kenndi mér að vera hugrakkur í tónlist“
Bandaríski tónlistarmaðurinn Herbie Hancock er á leið til Íslands. Hann heldur tónleika í Hörpu fimmtudagskvöldið 20. júlí. Ferill listamannsins hófst þegar hann helti sér í líflega djasssenuna í New York upp úr 1960. Síðar tók við samstarf með trompetleikaranum Miles Davis, sólóplötur og tækniþróun og önnur áhrif sem mótuðu tónlistina úr öllum áttum.
14.07.2017 - 19:30
Djassað í svissneskum fjallasal
Djass-tónlistarhátíðin í Montreux við Genfarvatn hófst um síðustu helgi, en meðal þeirra listamanna sem þar hafa stigið á stokk er bandaríski píanóleikarinn Herbie Hancock. Hátíðin sem nú er haldin í 51. sinn er ein sú virtasta í heimi, en hún stendur yfir í tvær vikur og dregur til sín allt að 250 þúsund gesti.
05.07.2017 - 10:08
Tónleikar á alþjóðlega djassdeginum
Bein útsending Rásar 1 frá tónleikum í Útvarpshúsinu í tilefni af alþjóðalega djassdeginum hefst klukkan 16:00.
30.04.2017 - 13:18