Færslur: Distica

Hundrað þúsund bóluefnaskammtar fluttir aftur úr landi
Um tíu prósent allra bóluefna sem flutt voru til landsins vegna COVID-19 hafa verið flutt aftur úr landi. Yfir tvö þúsund bóluefnaskammtar hafa fyrnst í geymslu hjá innflytjanda.
27.04.2022 - 18:40
Enn 200 þúsund skammtar af bóluefni til taks
Skammtar af bóluefnum gegn COVID-19 eru enn að berast til landsins, en þó í minni mæli en áður. Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri dreifingarfyrirtækisins Distica, segist búast við að á næstu mánuðuðum muni skömmtunum fækka enn frekar.
09.04.2022 - 16:21
Sunnudagssögur
„Þetta var hræðilegt símtal að fá“
Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica var stödd í neðanjarðarlest í Mílanó þegar dóttir hennar hringdi og tilkynnti að faðir hennar væri meðvitundarlaus með krampa. Eiginmaður Júlíu var mættur á gjörgæslu skömmu síðar og fjölskyldunni sagt að kveðja hann. Hann er þó á fótum í dag en lifir með ólæknandi sjúkdóm.
26.08.2021 - 09:26
Mikið af Janssen-bóluefni kemur til landsins á morgun
Síðdegis á morgun kemur stór sending af Janssen-bóluefni við kórónuveirunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica. Fyrir hálfum mánuði bárust tæplega þrjú þúsund skammtar en Júlía segir að skammtarnir verði töluvert fleiri nú. Ekki liggi þó nákvæmlega fyrir hversu margir.
Spegillinn
Rúmlega 170 þúsund skammtar í maí og júní
Frá því að byrjað var að bólusetja hér á landi gegn COVID-19 hafa verið fluttir inn um 185 þúsund skammtar af bóluefni. Þegar liggur fyrir áætlun um að hingað komi um 174 þúsund skammtar í maí og júní. Þeir gætu orðið fleiri því ekki eru staðfestar tölur um afhendingu bóluefna frá AstraZeneca og Janssen.
07.05.2021 - 16:30
Myndskeið
Krefjandi að flytja bóluefni í 80 stiga frosti
Krefjandi verður að flytja kórónuveirubóluefni sem þarf að vera í áttatíu gráðu frosti á heilsugæslustöðvar um land allt. Þetta segir framkvæmdastjóri Distica sem sér um dreifingu á lyfjum frá Pfizer. Bóluefnið yrði þá flutt í þurrís líkt og gert er við sum lyf, fisk og sæði. 
11.11.2020 - 22:48

Mest lesið