Færslur: Distica

Spegillinn
Rúmlega 170 þúsund skammtar í maí og júní
Frá því að byrjað var að bólusetja hér á landi gegn COVID-19 hafa verið fluttir inn um 185 þúsund skammtar af bóluefni. Þegar liggur fyrir áætlun um að hingað komi um 174 þúsund skammtar í maí og júní. Þeir gætu orðið fleiri því ekki eru staðfestar tölur um afhendingu bóluefna frá AstraZeneca og Janssen.
07.05.2021 - 16:30
Myndskeið
Krefjandi að flytja bóluefni í 80 stiga frosti
Krefjandi verður að flytja kórónuveirubóluefni sem þarf að vera í áttatíu gráðu frosti á heilsugæslustöðvar um land allt. Þetta segir framkvæmdastjóri Distica sem sér um dreifingu á lyfjum frá Pfizer. Bóluefnið yrði þá flutt í þurrís líkt og gert er við sum lyf, fisk og sæði. 
11.11.2020 - 22:48