Færslur: Disney

Útvarpspistill
Vinsælasta Disney-lagið í áratugi
Í fyrsta sinn í ein þrjátíu ár er lag úr Disney-teiknimynd á toppi bandaríska vinsældarlistans. Lagið Við tölum ekki um Bruno úr teiknimyndinni Encanto er sömuleiðs í efsta sæti breska vinsældarlistans.
05.02.2022 - 12:18
600 titlar á íslensku á Disney+
Yfir 600 bíómyndir og sjónvarpsþættir frá stórfyrirtækinu Disney verða gerðir aðgengilegir með íslensku tali eða texta á streymisveitu fyrirtækisins Disney+ á næstunni.
07.06.2021 - 16:51
Viðtal
Hefur aldrei getað horft á Hringjarann í Notre Dame
„Tilfinningin að sitja í barnaafmæli með fullt af börnum og það er verið að grýta tómötum í fatlaðan mann, maður er bara já. Ég hef aldrei klárað myndina,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir listfræðingur og baráttukona. Hún segir að fötlun í afþreyingarefni fyrir börn einkennist oft af innblástursklámi þar sem fötlunin sé eitthvað sem aðalpersónan þurfi að sigrast á, sem lýsi viðhorfi ófatlaðra handritshöfunda en ekki veruleika fatlaðra.
Gagnrýni
Drungalegt Disney sem slær of fast á léttu strengina
Tónninn er merkilega myrkur í nýjustu Disney-myndinni, Raya og síðasta drekanum, söguefnið alvarlegt og myndin ekki gerð fyrir yngstu áhorfendur, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi, en svo virðist sem framleiðendur treysti ekki sínum eigin áhorfendum.
Viðtal
„Þeir þóttust allt í einu vera að borga mér of mikið“
Ólafur Haukur Símonarson, sem þýddi Disney-myndina Konungur ljónanna, er mjög hlynntur því að talsettar Disney-myndir verði gerðar aðgengilegar á íslensku. Þar þurfi þó kné að fylgja kviði. Hann þýddi margar af uppáhaldsteiknimyndum þúsaldarkynslóðarinnar en lenti svo í niðurskurðarhnífnum.
Texta þarf fleira en Disney+
Mikilvægt er að efla textun sjónvarpsefnis, bæði til að auka aðgengi barna og til að bæta möguleika heyrnarskertra og fleira fólks til að taka þátt í þjóðmálaumræðu sögðu þingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir og Helga Vala Helgadóttir við upphaf þingfundar í dag. Þær lögðu út af umræðu undanfarið um að afþreyingarrisinn Disney býður ekki upp á íslenskt tal eða texta í streymisveitu sinni. Þær sögðu að víðar væri þó þörf á úrbótum.
03.02.2021 - 15:05
Viðtal
Jóhannes Haukur vill forsetann í Disney-málið
Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari vill að ráðamenn þjóðarinnar auki þrýsting á Disney vegna vöntunar á íslenskri talsetningu á streymisveitunni Disney+. „Við megum ekkert við því að þetta verði eftir 10 eða 15 ár. Við verðum að fá þetta núna.“
Lilja skorar á Disney að talsetja og texta efni sitt
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sendi í dag erindi til kvikmyndaframleiðandans Disney og óskaði eftir því að bætt verði úr skorti á íslensku tali á efni streymisveitunnar Disney+. Efnisveitan bauð nýverið upp á áskriftir hér á landi og hafa margir gagnrýnt að ekki sé hægt að horfa á efni með íslensku tali né að efnið sé textað.
01.02.2021 - 19:32
Disney+ kemur til Íslands
Streymisveitan Disney+ verður aðgengileg á Íslandi í haust.
23.06.2020 - 10:53
Disney+ varar við menningarlega úreltum lýsingum
Nýjasta þjónusta Disney-samsteypunnar, streymisveitan Disney+, fór í loftið á þriðjudag. Athygli vekur að gamlar myndir á borð við Pétur Pan, Dúmbó og Hefðarkettina eru merktar með fyrirvara um að þær geti innihaldið menningarlega úreltar lýsingar.
15.11.2019 - 11:16
Þrætt um leikaraval vegna gagnkynhneigðar
Enski grínistinn Jack Whitehall hefur hreppt hlutverk fyrstu opinberlega samkynhneigðu aðalpersónunnar í sögu Disney. Persónan birtist í kvikmyndinni Jungle Cruise. Nú hefur framleiðandinn sætt gagnrýni fyrir að ráða gagnkynhneigðan leikara til að túlka samkynhneigða aðalpersónu.
Hættir í Disney eftir hálfs árs hlé
Yfirmaður teiknimyndadeildar Disney, John Lasseter, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu. Hálft ár er síðan hann sendi bréf til starfsmanna þar sem hann baðst afsökunar á að hafa látið samstarfsfólki sínu líða illa og vanvirt það með óumbeðnum faðmlögum. 
09.06.2018 - 02:13
Beyoncé í leikinni endurgerð The Lion King
Söngkonan Beyoncé, leikarinn James Earl Jones og spjallþáttastjórnandinn John Oliver leika í endurgerð Disney af stórmyndinni The Lion King. Myndin er væntanleg sumarið 2019.
02.11.2017 - 10:54
Líkamsvöxtur Disney prinsessu veldur deilum
Moana er nýjasta prinsessa draumaverksmiðjunnar Disney. Hún er frá Pólýnesíu og sú fyrsta sinnar tegundar með „eðlilegan" líkamsvöxt. Ekki mittismjó og óeðlilega leggjalöng. Mörgum finnst það kærkomið og löngu tímabært en aðrir segja að þetta ýti undir kæruleysislega umhirðu líkamans.
29.11.2016 - 08:51
Aðdáendur Frozen vilja að Elsa verði lesbía
Hafin er Twitter herferð í því skyni að fá framleiðendur Frozen 2 til að hafa kvenhetjuna Elsu lesbíu í framhaldsmyndinni. Þessir Twitter notendur vilja að Disney færi Elsu kærustu í framhaldsmyndinni sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu.
03.05.2016 - 14:07