Færslur: Disney

Disney+ kemur til Íslands
Streymisveitan Disney+ verður aðgengileg á Íslandi í haust.
23.06.2020 - 10:53
Disney+ varar við menningarlega úreltum lýsingum
Nýjasta þjónusta Disney-samsteypunnar, streymisveitan Disney+, fór í loftið á þriðjudag. Athygli vekur að gamlar myndir á borð við Pétur Pan, Dúmbó og Hefðarkettina eru merktar með fyrirvara um að þær geti innihaldið menningarlega úreltar lýsingar.
15.11.2019 - 11:16
Þrætt um leikaraval vegna gagnkynhneigðar
Enski grínistinn Jack Whitehall hefur hreppt hlutverk fyrstu opinberlega samkynhneigðu aðalpersónunnar í sögu Disney. Persónan birtist í kvikmyndinni Jungle Cruise. Nú hefur framleiðandinn sætt gagnrýni fyrir að ráða gagnkynhneigðan leikara til að túlka samkynhneigða aðalpersónu.
Hættir í Disney eftir hálfs árs hlé
Yfirmaður teiknimyndadeildar Disney, John Lasseter, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu. Hálft ár er síðan hann sendi bréf til starfsmanna þar sem hann baðst afsökunar á að hafa látið samstarfsfólki sínu líða illa og vanvirt það með óumbeðnum faðmlögum. 
09.06.2018 - 02:13
Beyoncé í leikinni endurgerð The Lion King
Söngkonan Beyoncé, leikarinn James Earl Jones og spjallþáttastjórnandinn John Oliver leika í endurgerð Disney af stórmyndinni The Lion King. Myndin er væntanleg sumarið 2019.
02.11.2017 - 10:54
Líkamsvöxtur Disney prinsessu veldur deilum
Moana er nýjasta prinsessa draumaverksmiðjunnar Disney. Hún er frá Pólýnesíu og sú fyrsta sinnar tegundar með „eðlilegan" líkamsvöxt. Ekki mittismjó og óeðlilega leggjalöng. Mörgum finnst það kærkomið og löngu tímabært en aðrir segja að þetta ýti undir kæruleysislega umhirðu líkamans.
29.11.2016 - 08:51
Aðdáendur Frozen vilja að Elsa verði lesbía
Hafin er Twitter herferð í því skyni að fá framleiðendur Frozen 2 til að hafa kvenhetjuna Elsu lesbíu í framhaldsmyndinni. Þessir Twitter notendur vilja að Disney færi Elsu kærustu í framhaldsmyndinni sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu.
03.05.2016 - 14:07