Færslur: Dimma

Með okkar augum
„Ég held ég sé rosalega klár, en er það ekki“
Trommuleikarinn Birgir Jónsson er forstjóri flugfélagsins Play sem hóf sig til flugs í júní. Þó hann leiki ekki lengur á trommur með hljómsveitinni Dimmu mun hann ekki hætta að berja húðirnar þegar færi gefst. „Síðan ég var pínulítill var ég að lemja með sleifum á potta og stóla, svo mamma og pabbi urðu að láta mig fá trommusett,“ segir hann í aðalviðtali Með okkar augum í kvöld.
22.09.2021 - 13:50
Skemmtilega skerandi hávaði
Þögn er ný plata frá þungarokkurunum í hljómsveitinni Dimmu. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.
16.07.2021 - 14:03
Dimma - Þögn
Þungarokksveitin góðkunna Dimma sendi nýlega frá sér plötuna Þögn sem er hennar fyrsta eftir mannabreytingar. Fjögur ár eru nú liðin frá því að sveitin gaf síðast út breiðskífu, en þær hafa verið þónokkrar síðan fyrsta plata sveitarinnar kom út fyrir sextán árum síðan.
12.07.2021 - 14:50
Ragnar með næstmest seldu kiljuna í Þýskalandi
Dimma eftir Ragnar Jónasson er næstmest selda kilja vikunnar í Þýskalandi, samkvæmt metsölulista Der Spiegel.
11.06.2020 - 11:31
Söngvakeppnin
„Í fyrsta og eina skiptið sem við tökum þátt“
„Ég held að allir elski Eurovision. Meira að segja þeir sem segjast hata Eurovision elska Eurovision,“ fullyrðir Stefán Jakobsson söngvari rokksveitarinnar Dimmu sem tekur þátt í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar annað kvöld með lagi sínu Almyrkva.
07.02.2020 - 12:51
Söngvakeppnin
Samstarfið einkennist af ástarspennu
Það kom mörgum aðdáendum þungarokkssveitarinnar Dimmu á óvart að þeir skyldu ákveða að taka þátt í Söngvakeppninni í ár og freista þess þannig að fá að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision með lag sitt Almyrkva.
24.01.2020 - 09:23
Gagnrýni
Mikil flétta mannlegrar tilveru
Bókin Einmunatíð er fjölbreytt smásagnasafn eftir George Mackay Brown, eitt helsta skáld Orkneyja. Bókin kom nýverið út í íslenskri þýðingu og ætti að höfða vel til íslenskra lesenda, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Dimma Ragnars meðal bóka ársins í Svíþjóð
Dimma eftir Ragnar Jónasson er tilnefnd sem ein af bókum ársins hjá Bonnier-bókaklúbbnum í Svíþjóð.
24.04.2019 - 16:42
Töframaðurinn sem rokkar
Ingó Geirdal töfrar ekki bara fram sargandi gítarhljóma með hljómsveitinni Dimmu. Frá unga aldri hefur hann líka stundað sjónhverfingar, hugarlestur og önnur töfrabrögð meðfram tónlistinni. Á sunnudag leggur hann undir sig Salinn í Kópavogi og heldur töfrasýningu sem rokkar.
10.02.2019 - 16:25
Dimma fór norður og niður
Þungarokkssveitin Dimma var ein þeirra hljómsveita sem kom fram á tónlistarhátíð Sigur Rósar, Norður og niður í desember í fyrra. Sýnd verður upptaka frá tónleikum þeirra í kvöld kl. 22.20 á RÚV.
19.11.2018 - 13:54
Ingó - Derek Smalls og Green Day
Gestur Füzz í kvöld er Ingólfur Geirdal töframaður og gítarleikari Dimmu.
04.05.2018 - 18:48
Alltaf að leita og þróa eitthvað nýtt
„Ég vil helst vera laus við þetta,“ segir Arnar Herbertsson aðspurður um sýningar á verkum sínum. Arnar, sem var á sínum tíma virkur í SÚM og tók þátt í sýningum hérlendis og erlendis, málar enn á hverjum degi en nýlega var gefin út vegleg bók um feril hans.
13.12.2017 - 15:03
Gagnrýni
Einfaldara, harðara og mun þyngra
Eldraunir er þriðja hljóðversplata hinnar „nýju“ Dimmu og er hinu magnþrungna en um leið melódíska þungarokki sem hefur aflað henni mikilla vinsælda viðhaldið sem fyrr. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  
Eldraunir
DIMMA hefur skipað sér í flokk allra vinsælustu hljómsveita landsins á síðustu árum. Sveitin hefur komið fram á hundruðum tónleika út um allt land og gefið út fjölmargar plötur og mynddiska. Tónleikar Dimmu hafa verið sendir út í sjónvarpi og útvarpi og sveitin hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna. DIMMA var m.a. valin „Flytjandi ársins“ á Hlustendaverðlaununum 2016 og var fyrst til að hljóta Krókinn – sérstaka viðurkenningu RÚV fyrir lifandi flutning á árinu 2014.
10.07.2017 - 11:34
Eldraunir og þessi þungu högg...
Gestur Füzz í kvöld er Birgir Jónsson trommuleikari Dimmu.
09.06.2017 - 17:54
Reykjavík kraumar af kátínu - Airwaves dagur 3
Það má með sanni segja að Reykjavík kraumi af kátínu. Hvar sem fæti er stigið niður er eitthvað að gerast, tónleikar á hverju götuhorni og bros á hverju mannsbarni.
05.11.2016 - 15:52
Dimma hristi ryðið úr rjáfri Bræðslunnar
Bræðslan á Borgarfirði eystri var í þyngri kantinum í ár. Bræðslustjórinn, Áskell Heiðar Áskellsson, sagði fólk hafa fundið hvernig ryðið féll niður úr bitunum þegar hljómsveitin Dimma þandi böndin og sló á þunga strengi. „Það hristist allt og skalf.“
27.07.2015 - 14:43