Færslur: Diego Maradona

Ákærðir fyrir að bera ábyrgð á andláti Maradona
8 heilbrigðisstarfsmenn verða ákærðir fyrir vanrækslu og að hafa ekki veitt Diego Maradona aðstoð sem hefði getað bjargað lífi hans.
22.06.2022 - 22:28
Diego litli bróðir Mara og Dona er í heiminn fæddur
Argentísku hjónin Walter og Victoria Rotundo eignuðust dreng í gær sem hlotið hefur nafnið Diego til heiðurs knattspyrnukappanum Diego Armando Maradona sem lést fyrir réttu ári.
26.11.2021 - 01:36
„Læknarnir drápu Diego“
Lögmaður hjúkrunarfræðings, sem sætir rannsókn vegna andláts knattspyrnumannsins Diego Maradona, fullyrðir að kenna megi hirðuleysi lækna um hvernig fór. „Þeir drápu Diego,“ sagði Rodolfo Baque við fréttamenn eftir að yfirheyrslum ákæranda yfir hjúkrunarfræðingnum Dahiana Gisela Madrid lauk í gær.
Segir Maradona hafa verið sofandi og andað eðlilega
Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um vanrækslu í tengslum við andlát argentísku knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona bar fyrir sig í yfirheyrslum að honum hefði verið bannað að trufla Maradona meðan hann svæfi.
Sjö ákærðir í tengslum við andlát Maradona
Sjö argentínskir heilbrigðisstarfsmenn voru í gær ákærðir vegna gruns um manndráp í tengslum við andlát knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona. Maradona lést af völdum hjartabilunar í nóvember í fyrra, sextugur að aldri. Nokkrum dögum áður fór hann í vel heppnaða aðgerð vegna blóðtappa í heila.
Heimavöllur Napoli heitir nú í höfuðið á Maradona
Knattspyrnuliðið Napoli hefur formlega endurnefnt völl sinn í höfuðið á argentínska leikmanninum Diego Maradona. Völlurinn heitir því núna Stadio Diego Armando Maradona.
05.12.2020 - 09:38
Viðtal
Sambland af ofboðslegum hæfileikum og miklum göllum
Helgi Hrafn Guðmundsson bjó lengi vel í Argentínu og þekkir því argentínska þjóðarsál nokkuð vel. Hann segir Maradona vera nánast alltumlykjandi í Argentínu og íbúar landsins hafi elskað hann líkt og um náin vin væri að ræða.
28.11.2020 - 10:17
SPEGILLINN
Snillingur og sá besti sinnar kynslóðar
Einhver eftirminnilegusta íþróttalýsing sögunnar er þegar argentínski íþróttafréttamaðurinn Víctor Hugo Morales lýsir seinna marki Diego Armando Maradona í 2-1 sigri Argentínu á Englandi í 8 liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Mexíkó sumarið 1986.
26.11.2020 - 18:08
Gagnrýni
Hver skapaði skrímslið Maradona?
Ný kvikmynd breska leikstjórans Asif Kapadia um einn besta knattspyrnumann sögunnar kom út á dögunum og þykir myndin undirstrika tvíeðli söguhetjunnar sem er í klofinn í Diego og svo Maradona. Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar fjallar um myndina.
30.06.2019 - 13:00