Færslur: Díana prinsessa

Drottningin
„Þau komu bara ekki vel fram við Díönu“
Lítil viðbrögð konungsfjölskyldunnar, ekki síst Elísabetar drottningar, við sviplegu fráfalli Díönu prinsessu fengu mikla gagnrýni meðal almennings og í dagblöðum í Bretlandi á sínum tíma. „Það hafði bara aldrei, hvorki fyrr né síðar, komið jafn hörð gagnrýni á drottninguna,“ segir Hildur Helga Sigurðardóttir, fyrrverandi fréttaritari RÚV í London.
Harry og Meghan fagna valdaafmæli með Elísabetu
Hertogahjónin af Sussex verða viðstödd kirkjuathöfn snemma í næsta mánuði, sem er hluti fjögurra daga hátíðahalda í tilefni sjötíu ára valdatíðar Elísabetar II Bretadrottningar.
Camilla fær inngöngu í Sokkabandsregluna
Elísabet II. Bretadrottning tilkynnti í dag að Camilla tengdadóttir hennar, eiginkona Karls Bretaprins og ríkisarfa hlyti inngöngu í Sokkabandsregluna fornu. Það er einhver æðsta heiðurstign sem hljóta má þar í landi.
Gagnrýni
Prinsessuleikur stjarnanna
Yfirborðið er fagurt og umgjörðin vönduð í kvikmyndinni Spencer, þar sem Kristen Stewart fer með hlutverk Díönu prinsessu, segir Gunnar Ragnarsson gagnrýnandi, sögusviðið sé hins vegar fátæklega teiknað og ónákvæmt.
Yfir 300 þúsund fyrir brúðarkökusneið Díönu og Karls
Konungssinninn Gerry Layton frá Leeds á Englandi reiddi fram jafnvirði nærri 325 þúsund króna á uppboði í gær til að eignast efsta lag sneiðar af brúðarköku þeirra Karls Bretaprins og Díönu prinsessu. Layton bauð hæst allra í sætindin, sem innihalda kremið sem sett var efst á kökuna, auk hins konunglega skjaldarmerkis sem er haganlega gert úr gylltu, rauðu, bláu og silfurlitu marsípani. 
12.08.2021 - 06:28
Myndskeið
Afhjúpuðu styttu af móður sinni
Stytta af Díönu prinsessu heitinni var afhjúpuð við Kensington höll í Lundúnum í dag. Díana hefði orðið sextug í dag og af því tilefni afhjúpuðu bræðurnir Vilhjálmur og Harry styttu af móðir sinni.
01.07.2021 - 16:55
Vilhjálmur og Harry fordæma framgöngu BBC
Vilhjálmur prins og Harry, hertogi af Sussex, fordæmdu í kvöld BBC fyrir hvernig fréttamaður fjölmiðilsins fór að því að fá umtalað viðtal við Díönu prinsessu árið 1995 og hvernig stjórnendur BBC leyndu vafasömum aðferðum hans. Vilhjálmur sagði að það væri ekki aðeins fréttamaðurinn sem hefði brugðist Díönu heldur einnig yfirmenn hans. Harry sagði að andlát móður sinnar mætti rekja til þess hvernig fjölmiðlar hefðu komið fram við hana og að síðan þá hefði ekkert breyst.
20.05.2021 - 22:11
Myndskeið
Eykur The Crown andúð á konungdæminu?
Prófessor í sagnfræði segir að þó svo að sjónvarpsþættir um bresku konungsfjölskylduna hafi vissulega áhrif á almenningsálitið sé erfitt að segja til um hvort þeir ýti undir andstöðu við konungdæmið og efli málstað lýðveldissinna. Áhugamanneskja um kóngafólkið segir marga ranglega trúa því að þættirnir The Crown segi satt og rétt frá atburðum. 
Rannsaka hvort Díana hafi verið ginnt í viðtal
Breska ríkisútvarpið BBC hyggst hefja rannsókn á því hvort Díana heitin, prinsessa af Wales, hafi verið ginnt til að koma í frægt viðtal við fréttamanninn Martin Bashir í fréttaskýringaþættinum Panorama árið 1995. Þetta var ákveðið í kjölfar fullyrðinga Charles Spencer jarls, bróður Díönu, um að Bashir hefði lagt fram fölsuð gögn sem áttu að sýna að háttsettir starfsmenn bresku hirðarinnar hefðu fengið greitt fyrir að njósna um Díönu og hefði þannig unnið hana á sitt band.
„Hún var ekki fullkomin“
Hópur myndlistarmanna opnar í dag sýningu tileinkaða Díönu prinsessunni og goðsögninni um hana í Gallerí Port og Ekkisens galleríi.
10.11.2017 - 15:01