Færslur: Dereck Chauvin

Útvarpsfrétt
„Verjandi Chauvins mun áfrýja“
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, efast um að sakfelling Dereks Chauvin fyrir morðið á George Floyd sé merki um allsherjarbreytingu. Chauvin var sakfelldur í öllum þremur ákæruatriðum seint í gær. Margrét segir að málinu verði áfrýjað.
Derek Chauvin sakfelldur fyrir öll ákæruatriði
Kviðdómur í máli fyrrverandi lögreglumannsins Derek Cauvins komst að þeirri niðurstöðu rétt í þessu að Chauvin er sekur í öllum þremur ákæruatriðum. Hann var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald og verður í fangelsi þar til dómari hefur ákveðið refsingu yfir honum. Chauvin var ákærður fyrir að vera valdur af dauða George Floyd í maí í fyrra.