Færslur: Delta-afbrigðið

Hálf milljón dauðsfalla af völdum COVID frá í nóvember
Yfir 130 milljónir nýrra kórónuveirutilfella hafa greinst um heim allan frá því að omíkron-afbrigðið skaut upp kollinum í nóvember. Um hálf milljón hefur látist af völdum sjúkdómsins síðan þá.
Vinsældir Ardern hafa aldrei verið minni
Efasemdir um um réttmæti harðra sóttvarnaráðstafana ríkisstjórnar Nýja-Sjálands og ótti um stöðu efnahagsmála hafa dregið verulega úr vinsældum Jacindu Ardern, forsætisráðherra landsins, meðal kjósenda. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar í landinu.
Metfjöldi smita en hægjast virðist á útbreiðslu omíkron
Omíkron er nú orðið ráðandi um víða veröld og því metur Alþjóðheilbrigðisstofnunin (WHO) áhættuna af því enn mikla en svo virðist sem hægt hafi á útbreiðslunni. Enn meira smitandi gerð omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hefur orðið vart í meira en 40 löndum.
Ákjósanlegt að omíkron útrými öðrum afbrigðum
Ákjósanlegt væri að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar myndi útrýma öðrum afbrigðum veirunnar, en erfðafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands telur það mögulegt vegna yfirburðastöðu afbrigðisins. Þó bendir hann einnig tvo aðra möguleika, það er að nokkur veiruafbrigði sveiflist í tíðni eða að til verði ný blendingsafbrigði, til dæmis blanda af omíkron og delta.
Ánægjuleg þróun á Landspítala þrátt fyrir fjölgun smita
Sóttvarnalæknir segir erfitt að meta hvers mörg smit séu úti í samfélaginu enda fari ekki allir í sýnatöku. Þróun mála á Landspítalanum sé þó ánægjuleg þrátt fyrir mikinn fjölda smita dag hvern.
Metfjöldi kórónuveirusmita í Moskvu
Aldrei hafa fleiri greinst með covid í Moskvu, höfuðborg Rússlands en í gær. Rússar búa sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar sem omíkron-afbrigðið verður ráðandi. Smitum á heimsvísu hefur fjölgað mjög frá því omíkron afbrigðisins varð vart.
Suður-Afríka
Hærra hlutfall einkennalausra smitbera með omíkron
Bráðabirgðaniðurstöður tveggja rannsókna suðurafrískra vísindamanna benda til mun hærra hlutfalls einkennalausra smitbera af völdum omíkron en fyrri afbrigða kórónuveirunnar. Það er talið geta skýrt ástæður þess hve mjög það hefur dreift sér um heimsbyggðina, jafnvel þar sem fyrra smithlutfall er hátt.
Sjónvarpsfrétt
Fleiri smitast nú í annað sinn af kórónuveirunni
Sífellt fleiri smitast tvisvar sinnum af kórónuveirunni. Sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem eldra smit verndi ekki vel gegn omíkron-afbrigðinu. „Þannig að það má búast við því að sjá fleiri sem smitast núna af omíkron, sérstaklega ef það er langt liðið frá covid-sýkingu. Þess vegna höfum við verið að bjóða þeim sem hafa fengið covid bólusetningu,“ segir Þórólfur.
Vísbendingar um að omíkron sýki frekar háls en lungu
Vísbendingar eru um að líklegra sé að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi frekar sýkingu í hálsi en lungum. Vísindamenn telja að það geta verið ástæða þess að afbrigðið virðist smithæfara en síður banvænt en önnur.
Líklegt að þrýstingur aukist á breskt heilbrigðiskerfi
Líkurnar á því að fólk sem smitast af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar þurfi á sjúkrahúsvist að halda virðast vera þriðjungur þess sem átti við um delta-afbrigðið. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar breskrar rannsóknar.
Tvöföldunartími omíkron er tveir til þrír dagar
Hættan af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er enn metin mjög mikil að því er fram kemur í vikulegu faraldsfræðilegu yfirliti Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).
Segir fólk óttast aðgerðir meira en veikindin sjálf
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kveðst fullur efasemda um að grípa beri til harðari aðgerða vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum. Hann segir ótta fólks við aðgerðir sóttvarnayfirvalda meiri en við veikindi af völdum veirunnar.
Fauci varar við nöprum Omíkron-vetri
Anthony Fauci, sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar varar við því að framundan geti verið erfiðar vikur og mánuðir vegna útbreiðslu Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar um heimsbyggðina.
Örvunarskammtur veitir minnst 80% vörn gegn Omíkron
Breskir vísindamenn telja að örvunarskammtur bóluefnis geti veitt um 80 til 85% vörn gegn því að veikjast alvarlega af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Það er minni vörn en gegn fyrir afbrigðum veirunnar en gæti þó komið í veg fyrir að fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús.
Yfir 800 þúsund Bandaríkjamenn látnir af völdum COVID
Yfir 800 þúsund Bandaríkjamenn hafa fallið í valinn af völdum kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í samantekt Johns Hopkins háskólans en hvergi hefur faraldurinn komið harðar niður.
Væg einkenni af omíkron-afbrigðinu
Lyfjastofnun Evrópu segir að sjúkdómseinkenni af völdum omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hafi verið væg enn sem komið er. Frekari rannsókna sé þó þörf hvort það geti valdið alvarlegum veikindum.
„Líkt og að loka dyrunum eftir að hrossið er strokið“
Breytingar breskra stjórnvalda á ferðatakmörkunum koma of seint til að gagnast raunverulega gegn útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta er mat Mark Woolhouse prófessors í faraldsfræði sem er einn þeirra sem ráðlagt hefur ríkisstjórninni varðandi sóttvarnir.
Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum í Brussel
Þúsundir íbúa Brussel höfuðborgar Belgíu mótmæltu sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda í dag. Það er í annað skipti á tveimur vikum sem til mótmæla kemur vegna þess í landinu.
Ellefu andvana fæðingar í Danmörku tengdar COVID-19
Ellefu andvana fæðingar eru skráðar í Danmörku undanfarna sex mánuði sem taldar eru tengjast kórónuveirusmiti móðurinnar. Fyrsta árið sem faraldurinn geisaði voru fjögur slík tilfelli skráð í landinu. Sérfræðingur í kvensjúkdómalækningum hvetur danskar konur til bólusetningar.
Frjálslyndi Hollendinga kennt um útbreiðslu COVID-19
Holland er eitt þeirra landa sem hvað verst hefur orðið úti í kórónuveirufaraldrinum. Sérfræðingar telja að ástæður þess megi rekja til ríkrar hefðar fyrir einstaklingsfrelsi og samfélagsábyrgð í landinu.
Dómstóll setur tímabundið lögbann á skyldubólusetningu
Alríkisdómstóll í Louisiana í Bandaríkjunum hefur sett bráðabirgðalögbann á tilskipun Biden-stjórnarinnar þess efnis að allir heilbrigðisstarfsmenn í landinu skuli skyldaðir til bólusetningar gegn COVID-19. Í niðurstöðu dómsins kemur fram ríkur efi um að skyldubólusetning standist ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna.
Fleiri ríki loka á ferðalanga frá sunnanverðri Afríku
Bandaríkin, Kanada, Brasilía, Gvatemala og Sádi Arabía bættust í gær í hóp þeirra ríkja sem lokað hafa fyrir komu ferðalanga frá nokkrum löndum í sunnanverðri Afríku vegna nýs og bráðsmitandi afbrigðis kórónaveirunnar sem þar hefur stungið upp kollinum. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar telja afbrigðið, sem þeir nefna Omicron, enn meira smitandi en Delta-afbrigðið, sem keyrt hefur þriðju og fjórðu bylgju COVID-19 heimsfaraldursins áfram.
Nýsjálendingar láta af útgöngubanni í næsta mánuði
Ætlunin er að láta af útgöngubanni í Auckland, fjölmennustu borg Nýja Sjálands, snemma í næsta mánuði. Forsætisráðherra landsins kynnti nýjar reglur um viðbrögð við faraldrinum í morgun.
WHO afar uggandi yfir stöðu faraldursins í Evrópu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsir miklum áhyggjum af stöðu kórónuveirufaraldursins í Evrópu en ný bylgja smita gengur nú af fullum þunga yfir álfuna. Umdæmisstjóri stofnunarinnar hvetur til aukinnar bólusetningar.
Úkraínumönnum boðin greiðsla fyrir bólusetningu
Úkraínumönnum verður boðin greiðsla fyrir að þiggja seinni bólusetningu gegn COVID-19. Þetta kemur fram í máli Volodymyr Zelensky forseta landsins. Lágt hlutfall landsmanna telst fullbólusett en faraldurinn geisar þar af miklum krafti.