Færslur: deilihagkerfi

Færeyingar deila mat með löndum sínum sem líða skort
Ýmsar hjálparstofnanir í Færeyjum greina aukna þörf fyrir margvíslega aðstoð vegna hækkandi framfærslukostnaðar. Einkum er þörfin mikil fyrir mat og nú geta þeir sem eiga nóg deilt með þeim sem minna hafa.
Deilibíll frá HÍ út á Granda gæti kostað 660 krónur
Fyrstu deilibílarnir er komnir á göturnar. Bílarnir ganga fyrir rafmagni og hægt að taka á skammtímaleigu eins og rafskúturnar. Formaður stúdentaráðs segir bílana skref í rétta átt að vistvænni lífsstíl.
18.03.2022 - 16:00
Spegillinn
Áratugur deilihagkerfis og Instagram-augnablika
„Við fundum kósí íbúð á Airbnb og tókum Uber frá flugvellinum. Við fórum í túr með ferðaskrifstofu sem er með 4,5 á Tripadvisor. Þetta var æðislegur dagur, skoðaðu bara storíið mitt á Insta. Næsta dag fórum við í glamping, eða svona glæsilegu, sváfum í mongólsku tjaldi í algerri kyrrð, fórum í skógarbað og náðum alveg að kjarna okkur.“
Viðtal
„Deilihagkerfi fínt nafn yfir skattsvik“
Deilihagkerfi er í grundvallaratriðum fínt orð yfir skattsvik, segir þingmaður Miðflokksins, sem líst illa á að farveitum eins og uber verði leyft að starfa hér á landi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að enginn vafi sé á því að slíkar farveitur komi til landsins.
13.10.2019 - 12:34
Lagaleg óvissa um Airbnb víða um heim
Afar skiptar skoðanir eru um deilihagkerfið og áhrif þess á samfélög og borgir. Þekktust þeirra fyrirtækja sem byggja á deilihagkerfinu eru líklega Airbnb og Uber. Þúsundir fasteigna á Íslandi eru á skrá hjá Airbnb. Talsverð óvissa virðist þó vera um skráningu þeirra, skattlagningu og framtíð. Þannig er bannað í New York að leigja út heilar íbúðir í gegnum Airbnb. Í borgum eins og París og San Fransisco má hins vegar leigja út húsnæði hluta ársins, án nokkurra leyfa.
05.05.2016 - 15:29