Færslur: Davos

Nýr milljarðamæringur á þrjátíu klukkustunda fresti
Ójöfnuður hefur aukist á tímum heimsfaraldursins og nú hafa áhrif innrásar Rússlands í Úkraínu bæst við. Matvælaverð fer stighækkandi, vöruskortur gerir vart við sig og flóttafólki fjölgar.
30.05.2022 - 07:38
Zelensky harðorður í garð Vesturlanda
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti var að venju ómyrkur í máli í daglegu sjónvarpsávarpi sínu í gærkvöld, þar sem hann snupraði Vesturlönd fyrir að gera allt of lítið til að hjálpa Úkraínu til sigurs í stríðinu við innrásarher Rússa, sem sækir þessa dagana af miklum þunga að nokkrum mikilvægum borgum á Donbas-svæðinu í austurhluta landsins.
Milljarðamæringar vilja greiða hærri skatta
Skattleggið okkur, segja milljarðamæringar sem hafa bæst í hóp mótmælenda gegn hinni alþjóðlegu fjármálaelítu, sem kemur nú aftur saman í Davos í Sviss eftir að hafa frestað ráðstefnunni í tvígang vegna heimsfaraldursins.
24.05.2022 - 16:55
Innrás í Úkraínu
Pútín eini Rússinn sem Zelensky vill ræða við
Í dag eru þrír mánuðir frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir Pútín vera eina Rússann sem hann hafi nokkurn áhuga á að hitta og þá eingöngu til viðræðna um frið. Fyrrverandi Úkraínuforseti er eftirlýstur fyrir landráð.
Auður vex og örbirgð einnig
Ríkidæmi þeirra auðugustu hefur vaxið í faraldrinum en jafnframt búa fleiri við fátækt en áður var. Þetta kemur fram í úttekt alþjóðlegu hjálparsamtakanna Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum.
Pistill
Græn fátækt er framtíðin
Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur fjallar um The Great Reset, stóru endurræsinguna, og eftirplágusamfélagið.
20.04.2021 - 15:33
myndskeið
Ójöfnuður hefur aukist sem aldrei fyrr
Ójöfnuður eykst sem aldrei fyrr, samkvæmt skýrslu mannúðarsamtakanna Oxfam, sem kom út í dag. Það gæti tekið þau, sem búa við mesta fátækt í heiminum, heilan áratug að vinna sig út úr áhrifum Covid faraldursins.
25.01.2021 - 22:28
22 ríkustu eiga meira en allar afrískar konur
Milljarðamæringar heimsins eru tvöfalt fleiri en fyrir áratug og eru samanlagt ríkari en 60% mannkyns. Þetta kemur fram í árlegri úttekt góðgerðarsamtakanna Oxfam, sem gefin er út í tengslum við fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss.
20.01.2020 - 04:29