Færslur: Davíð Þór Jónsson

Viðtal
Orti kvæði til dýrðar Guði á Grensásvegi
„Eitthvað verður maður að gera við hausinn á sér á meðan maður er að ýta á undan sé vagninum um hverfið,“ segir Davíð Þór Jónsson sem samdi trúarljóð í fæðingarorlofi og gaf út í kveri. Ljóðin eru ort undir dróttkvæðum hætti og eru innblásin af messutextum.
Viðtal
„Ég kann alveg að svara fyrir mig“
Davíð Þór Jónsson prestur í Laugarneskirkju viðurkennir að saga hans sé ekki öll falleg og til fyrirmyndar. Þegar hann tók fyrst við prestakalli efuðust sumir um þjóðþekktan grínistann hlutverkinu og stundum hefur fólk afþakkað þjónustu hans vegna fortíðarinnar. Fleiri hafa þó leitað til sérstaklega til hans í trausti um að mæta ekki siðferðislegu yfirlæti.
29.11.2020 - 08:35
Hátalarinn
Semur leiðarstef um ljósmyndasöguna fyrir Metropolitan
Tónlist Davíðs Þórs Jónssonar leiðir gesti Metropolitan-safnsins í New York á milli margra af helstu ljósmyndum sögunnar á sýningu sem var opnuð í mars.
24.03.2020 - 10:49
Davíð Þór, Stranglers og Kiss
Gestur þáttarins að þessu sinni er séra Davíð Þór Jónsson sem margir þekkja betur sem Radíusbróður en prest. Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína klukkan 21.00
20.12.2019 - 17:31
Ný tónlist við botnlaust 100 ára hugmyndaflug
Kvikmyndin Hershöfðinginn eftir Buster Keaton er talin til sígildra grínmynda þögla tímabilsins. Myndin verður sýnd í Norðurljósum í Hörpu á laugardag við undirleik Lúðrasveitarinnar Svans, en tónlistarmaðurinn Davíð Þór Jónsson hefur samið nýja tónlist fyrir viðburðinn. Davíð Þór sagði frá verkefninu í Víðsjá á Rás 1.
Viðtal
„Hvaða tónlistarfordómar eru þetta?“
Pönkhljómsveitin Austurvígstöðvarnar hefur vakið nokkra athygli undanfarið, þá ekki síst fyrir það að aðalsöngvarinn, Davíð Þór Jónsson, er sóknarprestur í Laugarneskirkju. Davíð segir að það sé ekkert athugavert við það, frekar en ef hann væri djasssöngvari.