Færslur: Davíð Helgason

Sjónvarpsfrétt
Davíð vill ekki grænþvott heldur raunverulegar lausnir
Einn ríkasti maður landsins hefur stofnað fyrirtæki sem ætlað er að aðstoða þau sem sett hafa fram lausnir á loftslagsvánni. Davíð Helgason sem auðgaðist á leikjahugbúnaðargerð, hefur stofnað fyrirtækið Transition Labs sem ætlað er að aðstoða hugmyndasmiði lausna á sviði kolefnisföngunar og -förgunar og draga þannig úr loftslagsáhrifum. Davíð segir fyrirtæki ætli sér ekki að stunda grænþvott heldur leiti að fyrirtækjum sem geti haft raunveruleg áhrif. 
Viðtal
Davíð Helgason hyggst greiða götu loftslagsverkefna
Davíð Helgason, stofnandi leikjahugbúnaðarfyrirtækisins Unity, hefur stofnað fyrirtækið Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markmiðið er að aðstoða frumkvöðla loftslagsverkefna við að gera þau að rekstrarhæfu fyrirtæki.