Færslur: David Frost
Brexit viðræður á lokametrum en þó langt í land
Sendimenn Evrópusambandsins segjast hafa veitt allar mögulegar tilslakanir í samningaviðræðum við Breta. Úr herbúðum Breta berast heitstrengingar um lagasetningu sem gæti grafið undan trausti sambandsins í garð þeirra.
04.12.2020 - 02:13
Samningaviðræður Breta og ESB lifna við að nýju
Samninganefndir Evrópusambandsins og Bretlands hyggjast halda áfram viðræðum um viðskiptasamning í dag. Nú er vika síðan viðræðunum var slitið og naumur tími til stefnu að ná samkomulagi.
22.10.2020 - 03:05
Ljúka þarf Brexit-samningi fyrir miðjan október
Viðskiptasamningur við Evrópusambandið í kjölfar útgöngu Breta verður að vera tilbúinn eigi síðar en fimmtánda október. Þessu lýsti Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands yfir í dag.
07.09.2020 - 00:27
Þrátefli í kortunum í aðdraganda áttundu lotu viðræðna
Bretland þiggur ekki að verða einhvers konar fylgiríki Evrópusambandsins eftir að samkomulag næst um endanlegt brotthvarf úr sambandinu. Þetta segir David Frost aðalsamningamaður Breta.
05.09.2020 - 23:08
Sjöunda lota viðræðna Breta og Evrópusambandsins hefst
Aðalsamningamenn Bretlands og Evrópusambandsins ætla að ræða saman yfir kvöldverði í kvöld. Enn ber talsvert í milli, einkum hvað snertir gagnkvæm fiskveiðiréttindi og jöfn samkeppnisskilyrði.
18.08.2020 - 17:50