Færslur: David Cameron

Cameron í kröppum dansi
David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, liggur nú undir þungu ámæli fyrir að hafa farið fram á opinberan fjárhagsstuðning við gjaldþrota fjármálafyrirtæki sem hann var í forsvari fyrir.
11.04.2021 - 21:27
Myndskeið
Köttur þriggja forsætisráðherra
Mánudagurinn markar tíu ára starfsafmæli eins þekktasta kattar veraldar. Kötturinn Larry hefur veitt mýs og rottur á skrifstofu forsætisráðherra Bretlands í áratug.
13.02.2021 - 19:27
Sér ekki eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni
David Cameron, fyrrum forsætisráðherra Breta, segist ekki sjá eftir því að hafa boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Hann gangrýnir Boris Johnsson, núverandi forsætisráðherra harðlega í bók sinni For sem kemur út á fimmtudag.
14.09.2019 - 12:24
Tvísýnt um úrslit í ESB kosningum í Bretlandi
Rúmar tvær vikur eru þangað til Bretar greiða atkvæði um hvort landið eigi að yfirgefa Evrópusambandið eða vera þar áfram. Skoðanakannanir benda til þess að mjög mjótt sé á mununum. Dagblaðið Financial Times birtir daglega stöðuna samkvæmt þeim könnunum sem birst hafa og setur fram vegna niðurstöðu.
07.06.2016 - 17:08
Tekist á um áframhaldandi veru Breta í ESB
23. júní kjósa Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru í Evrópusambandinu, sem þeir nefna í daglegu tali Brexit. Opinber kosningabarátta fyrir atkvæðagreiðsluna hófst fyrir helgi. Þetta mál litar nú alla pólitíska umræðu í Bretlandi og mun gera fram að kjördegi. Ný könnun, sem birt var í Daily Telegraph 19. apríl, bendir til þess að þeir, sem vilja að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu, hafi styrkt stöðu sína verulega.
Meirihluti Breta vill vera áfram í ESB
Ný könnun, sem birt er í Daily Telegraph, bendir til þess að þeir, sem vilja að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu, hafi styrkt stöðu sína verulega. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið 23. júní.
20.04.2016 - 09:42
Kosningabarátta hafin í Bretlandi
Kosningabarátta fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um úrsögn eða áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu hófst formlega fyrir helgina. Skoðanakannanir benda til þess að ekki sé marktækur munur á milli stuðningsmanna úrsagnar og áframhaldandi veru í ESB.
17.04.2016 - 18:05
ESB andstæðingar fastir við sinn keip
Flestir yfirlýstir andstæðingar aðildar Bretlands að Evrópusambandinu segja að samkomulagsdrög Breta og ESB, sem kynnt voru í gær, séu þunnur þrettándi og breyti ekki afstöðu þeirra. David Cameron forsætisráðherra segir að komið hafi verið til móts við fjórar meginkröfur Breta um breytingar.
03.02.2016 - 13:07