Færslur: Dave Grohl

Útvarpsfrétt
Tárin flæddu á minningartónleikum trommara Foo Fighters
Liðsmenn rokkhljómsveitarinnar Foo Fighters blésu til minningartónleika í Lundúnum í gær, um Taylor Hawkins, trommara sveitarinnar, sem lést í mars á þessu ári. Margar skærustu stjörnur rokksins voru saman komnar til að heiðra fallinn félaga. Ungur sonur Hawkins stal senunni á tónleikunum og gaf pabba sínum heitnum lítið eftir á trommunum.
04.09.2022 - 12:26
Aðdáendur syrgja Hawkins trommuleikara Foo Fighters
Aðdáendur og tónlistarfólk um allan heim syrgja Taylor Hawkins trommuleikara bandarísku rokksveitarinnar sem lést í gær fimmtugur að aldri. Bráðabirgðarannsókn í Kólumbíu leiðir í ljós að blöndu margskonar lyfja var að finna í líkama hans.
Taylor Hawkins trommuleikari Foo Fighters látinn
Taylor Hawkins trommuleikari þeirrar margverðlaunu bandarísku rokksveitar Foo Fighters er látinn fimmtugur að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögum hans í hljómsveitinni.
Sjónvarpsfrétt
Í mál við Nirvana vegna plötuumslags Nevermind
Maðurinn sem prýddi umslag einnar mest seldu plötu allra tíma hefur höfðað mál gegn hljómsveitinni Nirvana. Hann segir hljómsveitina hafa í leyfisleysi notað mynd af honum nöktum á umslagi plötunnar Nevermind. Myndin hafi alla tíð valdið honum ama og honum líði eins og hann hafi verið misnotaður.
25.08.2021 - 17:42
Jagger kveður kófið með hressilegum rokkslagara
Mick Jagger hlakkar mikið til að losna úr viðjum heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Svo mikið, að hann samdi um það kraftmikinn og hressilegan rokkslagara og fékk Dave Grohl, forsprakka Foo Fighters, til að flytja hann með sér. Lagið heitir Eazy Sleazy og fjallar um lífið á tímum COVID-19 og þeirra margvíslegu takmarkana sem sjúkdómurinn hefur sett tilverunni, en þó enn frekar um allt það góða sem bíður okkar handan við hornið og bólusetninguna.
14.04.2021 - 04:23
Heimskviður
Hið þjáða andlit X-kynslóðarinnar
Á mánudaginn var voru liðin 27 ár frá því að bandaríski tónlistarmaðurinn Kurt Cobain svipti sig lífi. Hann var þá 27 ára að aldri og forsprakki einnar vinsælustu hljómsveitar heims. Hann var tákn heillar kynslóðar. En vanlíðanin var aldrei langt undan í lífi Cobains, bæði líkamleg og andleg.
11.04.2021 - 07:30
Foo Fighters hugsa hlýtt til Íslands á 25 ára afmælinu
Bandaríska rokksveitin Foo Fighters fagnar 25 ára starfsafmæli í ár. Eins og gefur og skilja hafa hátíðarhöldin ekki alveg gengið upp hjá þeim enda ómögulegt að halda nokkurs konar afmælistónleika í ár eins og til stóð. Þess í stað hittust liðsmenn Foo Fighters á dögunum og rifjuðu upp fyrstu 25 árin og Ísland kom mikið við sögu.
24.11.2020 - 14:39
Stjörnum prýdd útgáfa af þekktu lagi Foo Fighters
Fjölmargir tónlistarmenn tóku þátt í að flytja lagið Times Like These með hljómsveitinni Foo Fighters í söfnunarþætti á BBC í gærkvöld. Fjöldi þekktra stjarna úr skemmtanabransanum kom fram í þættinum aðila kom fram í grín- og tónlistaratriðum. Það atriði sem hefur vakið hvað mesta athygli er stjörnufyllt ábreiða af Foo Fighters laginu Times Like These.
24.04.2020 - 09:39