Færslur: dauðadeild

Fimm aftökur í Bandaríkjunum það sem af er ári
Carman Deck, fangi á dauðadeild í Missouri var tekinn af lífi í gærkvöldi með banvænni lyfjablöndu. Hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt tvær manneskjur fyrir aldarfjórðungi. Það sem af er ári hafa fimm fangar verið teknir af lífi í Bandaríkjunum.
Branson biður Singapore að þyrma lífi dauðadæmds manns
Breski auðkýfingurinn Richard Branson biður stjórnvöld í Singapore um að þyrma lífi þroskaskerts malasísks manns sem bíður aftöku. Branson segir það verða svartan blett á orðstír borgarinnar láti stjórnvöld verða af aftökunni.
Tæplega áttræður dauðadeildarfangi líflátinn í Texas
Tæplega áttræður fangi á dauðadeild í Texas í Bandaríkjunum var tekinn af lífi í gær. Carl Buntion var dæmdur til dauða fyrir að myrða lögreglumann við hefðbundið vegaeftirlit í Houston-borg fyrir rúmum 30 árum.
22.04.2022 - 03:10

Mest lesið