Færslur: Danska konungsfjölskyldan

Kristján Danaprins með COVID-19
Kristján prins, sonur Friðriks ríkisarfa Danmerkur og Mary prinsessu er smitaður af COVID-19. Smit kom upp í gær í Tranegårdskólanum þar sem hann er meðal nemenda.
07.12.2020 - 17:04
Danadrottning fær launahækkun í nýjum fjárlögum
Danska ríkisstjórnin leggur til að Margrét Þórhildur, Danadrottning, fái launahækkun í nýjum fjárlögum. Í heildina renna þó lægri upphæðir til annarra í dönsku konungsfjölskyldunni.
Jóakim prins útskrifaður af spítala
Jóakim prins, yngri sonur Margrétar Þórhildar Danadrottningar og Hinriks heitins Danaprins, hefur nú verið útskrifaður af háskólasjúkrahúsinu í Toulouse í Frakklandi, en þar hefur prinsinn dvalið eftir að hann undirgekkst þar uppskurð vegna blóðtappa í heila.
04.08.2020 - 15:38
Líðan Jóakims prins sögð stöðug
Jóakim Danaprins, yngri sonur Margrétar Þórhildar Danadrottningar og Hinriks heitins Danaprins, liggur enn á sjúkrahúsi í Toulouse í Frakklandi þar sem hann fór í aðgerð í fyrradag vegna blóðtappa í heila. Danska ríkisútvarpið, DR, hefur eftir talsmanni dönsku hirðarinnar að óvíst sé hversu lengi prinsinn, sem er 51 árs, verði á sjúkrahúsinu, en líðan hans sé stöðug.
Danaprins á sjúkrahúsi vegna blóðtappa í heila
Jóakim Danaprins, yngri sonur Margrétar Þórhildar Danadrottningar og Hinriks heitins Danaprins, gekkst í gær undir aðgerð á sjúkrahúsinu í Toulouse í Frakklandi vegna blóðtappa í heila.
25.07.2020 - 17:50
Listaverk Danaprins seldust fyrir metfé
Færri fengu en vildu þegar höggmyndir eftir Hinrik heitinn Danaprins voru boðnar upp hjá danska uppboðshúsinu Bruun Rasmussen í dag. Boðnar voru upp 19 höggmyndir eftir prinsinn, þær seldust fyrir talsvert hærra verð en búist hafði verið við og sú dýrasta seldist á 350.000 danskar krónur, sem jafngildir um 7,2 milljónum íslenskra króna.
17.06.2020 - 18:32