Færslur: Danska konungsfjölskyldan

Margrét drottning Dana í hálfa öld
Danir fagna því í dag að fimmtíu ár eru liðin frá upphafi valdatíðar Margrétar II. drottningar. Hún tók við völdum 14. janúar 1972 eftir að faðir hennar, Friðrik IX Danakonungur, lést. Hún var þá rétt yfir þrítugu.
Kristján Danaprins með COVID-19
Kristján prins, sonur Friðriks ríkisarfa Danmerkur og Mary prinsessu er smitaður af COVID-19. Smit kom upp í gær í Tranegårdskólanum þar sem hann er meðal nemenda.
07.12.2020 - 17:04
Danadrottning fær launahækkun í nýjum fjárlögum
Danska ríkisstjórnin leggur til að Margrét Þórhildur, Danadrottning, fái launahækkun í nýjum fjárlögum. Í heildina renna þó lægri upphæðir til annarra í dönsku konungsfjölskyldunni.
Jóakim prins útskrifaður af spítala
Jóakim prins, yngri sonur Margrétar Þórhildar Danadrottningar og Hinriks heitins Danaprins, hefur nú verið útskrifaður af háskólasjúkrahúsinu í Toulouse í Frakklandi, en þar hefur prinsinn dvalið eftir að hann undirgekkst þar uppskurð vegna blóðtappa í heila.
04.08.2020 - 15:38
Líðan Jóakims prins sögð stöðug
Jóakim Danaprins, yngri sonur Margrétar Þórhildar Danadrottningar og Hinriks heitins Danaprins, liggur enn á sjúkrahúsi í Toulouse í Frakklandi þar sem hann fór í aðgerð í fyrradag vegna blóðtappa í heila. Danska ríkisútvarpið, DR, hefur eftir talsmanni dönsku hirðarinnar að óvíst sé hversu lengi prinsinn, sem er 51 árs, verði á sjúkrahúsinu, en líðan hans sé stöðug.
Danaprins á sjúkrahúsi vegna blóðtappa í heila
Jóakim Danaprins, yngri sonur Margrétar Þórhildar Danadrottningar og Hinriks heitins Danaprins, gekkst í gær undir aðgerð á sjúkrahúsinu í Toulouse í Frakklandi vegna blóðtappa í heila.
25.07.2020 - 17:50
Listaverk Danaprins seldust fyrir metfé
Færri fengu en vildu þegar höggmyndir eftir Hinrik heitinn Danaprins voru boðnar upp hjá danska uppboðshúsinu Bruun Rasmussen í dag. Boðnar voru upp 19 höggmyndir eftir prinsinn, þær seldust fyrir talsvert hærra verð en búist hafði verið við og sú dýrasta seldist á 350.000 danskar krónur, sem jafngildir um 7,2 milljónum íslenskra króna.
17.06.2020 - 18:32