Færslur: Dannmörk

Leyniþjónustuforingi laus úr gæsluvarðhaldi
Eystri Landsréttur Danmerkur kvað upp þann úrskurð í dag að Lars Findsen, yfirmaður leyniþjónustu hersins, skyldi látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því snemma í desember. Mikil leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins og ekki er vitað nákvæmlega hvað Findsen er gefið að sök en fram hefur komið að hann er grunaður um að hafa lekið upplýsingum og er ákærður fyrir brot á lagaákvæði fjallar um landráð.
17.02.2022 - 17:55
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Spenna í Túnis
Mikil spenna ríkir í Túnis eftir að Kais Saied, forseti, rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi. Andstæðingar forsetans saka hann um valdarán og einræðistilburði. Forsetinn, sem var prófessor í stjórnlagarétti, vísar því á bug að hann hafi rænt völdum og segir þá sem haldi því fram þurfa að læra lögfræði sína betur.
Bandaríkjastjórn fús að upplýsa um njósnamál
Karine Jean-Pierre, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gærkvöld að Bandaríkjastjórn væri fús að svara öllum spurningum varðandi njósnir um evrópska bandamenn. Þetta er hið fyrsta sem heyrist frá Bandaríkjastjórn um hleranir þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, í samvinnu við leyniþjónustu danska hersins. Jean-Pierre, sem er aðstoðarblaðafulltrúi Joe Bidens forseta, svaraði spurningum blaðamanna um borð í forsetaflugvélinni Air Force Once í gær. Hún var spurð um hleranir NSA í Evrópu.
Báðu grænlensku börnin afsökunar
Dönsk stjórnvöld báðu í dag afsökunar 22 grænlensk börn sem tekin voru frá sínum nánustu og flutt til Danmerkur árið 1951. Með því átti að gefa þeim tækifæri til að lifa betra lífi en heima á Grænlandi.
08.12.2020 - 15:34
Danir brutu gegn dómi Mannréttindadómstólsins
Inger Støjberg, sem fer með málefni innflytjenda í dönsku ríkisstjórninni, viðurkenndi fyrir þingnefnd fyrir helgi að ráðuneyti hennar hefði brotið gegn dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Dómstóllinn dæmdi að það væri brot á Mannréttindasáttmála Evrópu að senda úr landi alvarlega veika hælisleitendur ef þeir gætu ekki gengið að læknisþjónustu í heimalandinu.
Engir nýir bílar seljast í Danmörku
Sala nýrra bíla í Danmörku stöðvaðist nánast í síðustu viku. Þá birti dagblaðið Politiken frétt um að ríkisstjórnin ætlaði að lækka álögur á bíla, svokallað skráningargjald, registreringsafgift. Ríkisstjórnin hefur hvorki viljað neita né staðfesta fréttirnar og á meðan seljast engir nýir bílar í Danmörku.
29.08.2017 - 13:40