Færslur: Daníel Bjarnason

Græna röðin: Víkingur og Daníel
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í beinni útsendingu frá Hörpu.
Kastljós
„Tryllingsleg fegurð“ í boði Víkings og Daníels
„Við höfum þekkst í örugglega næstum tuttugu ár. Það er orðinn ansi langur tími, bara síðan við vorum í tónlistarskólanum í gamla daga,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson um kynni hans og Daníels Bjarnasonar tónskálds. Píanókonsertinn Veislu, eða Feast, samdi Daníel sérstaklega fyrir Víking en hann verður frumfluttur í Hörpu.
Menningin
Gleðisprengja að fá Grammy-tilnefningu
„Ég bjóst alls ekkert við þessu, ég get alveg viðurkennt það,“ segir Daníel Bjarnason stjórnandi um Grammy-tilnefningu sem hann og Sinfóníuhljómsveit Íslands hlutu fyrir plötuna Concurrence.
Daníel og Víkingur ljóma á tónleikum í Los Angeles
Gagnrýnandi Los Angeles Times fer fögrum orðum um tónleika Daníels Bjarnasonar og Víkings Heiðars Ólafssonar í Walt Disney tónleikahöllinni þar sem frumflutt var verk eftir Þuríði Jónsdóttur.
Klassík
Frá kreppu til gullaldar
Sinfóníuhljómsveit Íslands undirbýr nú ferðalag um þrjár leiðandi menningarborgir Þýskalands og Austurríkis. Ferðlagið hefst á mánudag en tónleikar kvöldsins í Hörpu verða í beinni útsendingu á Rás 1. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason en Víkingur Heiðar Ólafsson leikur einleik í píanókonserti hans, Processions frá árinu 2009. Þeir félagar segja að margt hafi breyst í íslensku tónlistarlífi og þjóðlífi síðan þá.
Viðtal
Úr geimnum sá ég jörðina
„Það var engin leið að segja nei, en svo hugsar maður: hvað er ég búinn að koma mér í?,“ segir tónskáldið Daníel Bjarnason um óvenjulega pöntun á tónverki sem honum barst frá Fílharmóníusveitinni í Los Angeles. Flutningur á verkinu markar hápunkt á aldarafmæli sveitarinnar 24. október. Í tónverkinu, sem innblásið er af upplifun geimfara af jörðinni úr fjarska, er hljómsveitinni skipt upp og þrír hljómsveitarstjórar stjórna flutningi.
19.10.2019 - 13:30
Íslenska óperan pantar nýtt verk eftir Daníel
Íslenska óperan hefur pantað næstu óperu eftir Daníel Bjarnason tónskáld. Óperan fjallar um síðustu aftökuna á Íslandi og verður texti hennar saminn af einum eftirsóttasta líbrettista heims.
30.08.2019 - 19:54
Segir óperu Daníels með bestu verkum samtímans
Óperan Brothers er á meðal bestu óperuverka samtímans að mati gagnrýnanda ritsins Opera Portal sem lofaði mjög uppsetningu Íslensku óperunnar á verki Daníels Bjarnasonar við opnun Armel-hátíðarinnar í Búdapest þann 2. júlí.
18.07.2019 - 15:49
Beint
Brothers í Búdapest
Upptaka frá óperunni Brothers eftir Daníel Bjarnason á Armel-óperuhátíðinni í Búdapest.
02.07.2019 - 17:10
Brothers á óperuhátíð í Búdapest
Íslensku óperunni hefur verið boðið að sýna óperuna Brothers eftir Daníel Bjarnason á Armel-óperuhátíðinni í Búdapest í júlí.
24.01.2019 - 17:30
Daníel ráðinn til Tónlistarhátíðar Rásar 1
Daníel Bjarnason tónskáld verður listrænn stjórnandi Tónlistarhátíðar Rásar 1 2019.
Bræður á bak við tjöldin
Skyggnst á bak við tjöld óperunnar Brothers eftir Daníel Bjarnason. Verkið verður sýnt á RÚV klukkan 17.15 á nýársdag.
01.01.2019 - 13:55
Eftirlætis íslensk tónverk landans
Nú liggur fyrir hvaða verk verða leikin í Hörpu á föstudag þegar boðið verður í þriðja sinn til klassískrar tónlistarveislu undir titlinum Klassíkin okkar. Í þetta sinn gafst almenningi færi á að velja uppáhalds íslensku tónsmíðina sína af tilefni 100 ára fullveldisafmælis. Viðburðurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og á Rás 1.
Hljóðritun á Brothers á dagskrá í kvöld
Hljóðritun frá uppfærslu Íslensku óperunnar á Brothers, óperuverki Daníels Bjarnasonar, verður flutt á Rás 1 kl. 18.40 í kvöld.
Hugi og Daníel tilnefndir
Þrettán tónlistarmenn frá Norðurlöndunum voru í gær tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Þar á meðal voru tveir Íslendingar, þeir Daníel Bjarnason og Hugi Guðmundsson. Tilkynnt verður um sigurvegarann í Norsku óperunni þann 30. október.
Viðtal
Tónlistin fyllir rýmið milli línanna
Brothers, fyrsta óperuverk Daníels Bjarnasonar tónskálds, verður frumflutt 9. júní í Hörpu.„Þetta er langsamlega stærsta verkefni sem ég hef tekist á við,“ segir Daníel. Íslenska óperan setur upp verkið sem sýnt er á Listahátíð í Reykjavík „Það er dálítið ógnvekjandi að byrja að semja óperu sem er hátt í tveir tímar, þú þarft samt að byrja á að skrifa fyrstu nótuna og svo þarftu að skrifa næstu nótu.“
Bylgjur út í heiminn
Daníel Bjarnason, tónskáld og hljómsveitarstjóri, hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu Samtóns og íslensku tónlistarverðlaunanna þegar verðlaunin voru afhent. Viðurkenninguna fékk Daníel fyrir verkefni á síðasta ári sem snéru að kynningu á íslenskri tónlist og menningu í Los Angeles og Hamborg. Víðsjá heimsótti Daníel til að ræða við hann um íslenska samtímatónlist á erlendri grund og heyra af forvitnilegu verkefni, tónverki og innsetningu, sem hann er að undirbúa í Amsterdam.
Ný plata frá Sinfó heillar gagnrýnendur BBC
BBC Culture tilgreinir plötuna Recurrence með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem eina af bestu plötum ársins 2017. Á plötunni leikur hljómsveitin ný íslensk tónverk undir stjórn Daníels Bjarnasonar.
Los Angeles í Reykjavík
Tónlistarhátíðin LA/Reykjavík hófst í gær með tónleikum kanadíska fiðluleikarans Leilu Josefowicz og meðleikara hennar, píanistans Johns Nocacek. Það er Sinfóníuhljómsviet Íslands sem býður upp á hátíðina en öllum tónleikum hennar verður jafnframt útvarpað á Rás 1. Efnisskráin er fjölbreytt og spennandi.
Ópera Daníels Bjarnasonar frumsýnd í Árósum
Óperan Bræður, Brødre, eftir tónskáldið Daníel Bjarnason var frumflutt af Dönsku óperunni í Tónlistarhúsinu í Árósum 16. ágúst.
18.08.2017 - 14:35
Íslensk tónlist trekkir að í Los Angeles
Það er eitthvað einstakt að gerast í íslenskri samtímatónlist, segja forsvarsmenn Los Angeles-fílharmóníunnar, einnar virtustu og framsæknustu sinfóníuhljómsveitar heims. Fyrr í mánuðinum stóð hljómsveitin fyrir Reykjavík Festival, viðamikilli tónlistarhátíð helgaðri íslenskri tónlist.