Færslur: Dánaraðstoð

Morgunútvarpið
Jákvæðara viðhorf til eigin dánaraðstoðar en annarra
Viðhorf Íslendinga til dánaraðstoðar er jákvæðara þegar það er spurt út hvort það sjálft vilji fá aðstoð við að deyja ef það upplifir veikindi sín óbærileg heldur en þegar spurt er almennt um viðhorf til dánaraðstoðar. Þetta sýnir könnun Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð.
Spánn: Skotmanni sem beið réttarhalda veitt dánaraðstoð
Öryggisverði, sem skaut og særði fjóra á Spáni í desember en lamaðist í viðureign við lögreglu, var heimilað að deyja í gær. Dómari heimilaði í ágúst að honum skyldi veitt dánaraðstoð.
Dánaraðstoð nú lögleg í Austurríki
Ný lög sem heimila dánaraðstoð tóku gildi nú um áramótin í Austurríki. Fullorðið fólk sem þjáist af banvænum sjúkdómum eða öðrum alvarlegum kvillum getur nú sótt sér dánaraðstoð.
01.01.2022 - 17:58
Líknardráp og dánaraðstoð lögleidd á Spáni
Löggjöf sem heimilar dánaraðstoð og líknardráp verður að öllu óbreyttu staðfest endanlega á Spánarþingi í dag og tekur gildi í júní. Þar með verður Spánn eitt örfárra ríkja í heiminum sem veitir dauðvona fólki rétt til að fá beina aðstoð heilbrigðisstarfsfólks við binda enda á líf sitt og þjáningar.
18.03.2021 - 05:33
Fimm norræn félög vilja löggjöf er heimilar dánaraðstoð
Fimm norræn félög um dánaraðstoð hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja.
27.01.2021 - 11:49
Nýja Sjáland: Dánaraðstoð leyfð, kannabis bannað áfram
Meirihluti kjósenda á Nýja Sjálandi samþykkti lögleiðingu dánaraðstoðar en felldi tillögu um lögleiðingu á almennri neyslu kannabisefna. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um þetta tvennt samfara þingkosningunum 17. október síðastliðinn og voru bráðabirgðaniðurstöður birtar í dag. Samkvæmt þeim samþykktu nær tveir af hverjum þremur kjósendum, 65,2 prósent, löggjöf um virka dánaraðstoð. Rúmur helmingur þeirra sem greiddu atkvæði, 53,1 prósent, var hins vegar mótfallinn lögleiðingu kannabisefna.
30.10.2020 - 03:58
Fær ekki að streyma frá dauða sínum á Facebook
Facebook hefur lokað fyrir beint streymi af Facebook síðu Frakkans Alain Cocq, sem þjáist af ólæknandi sjúkdómi. Hann á stutt eftir ólifað og hugðist senda út frá síðustu dögum lífsins í beinu streymi á samfélagsmiðlinum. Það vill hann gera til að vekja athygli á því að dánaraðstoð sé ekki leyfð í Frakklandi.
05.09.2020 - 18:28
Spegillinn
Dauðvona eigi kost á dánaraðstoð
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð mikilvægt innlegg í umræðuna um þetta mál. Hún ásamt átta öðrum þingmönnum óskaði eftir skýrslunni. Bryndís segir mikilvægt að dauðvona sjúklingar geti valið þessa leið.
04.09.2020 - 13:32
Spegillinn
Lilly fannst komið nóg
Samkvæmt nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra hefur stuðningur við dánaraðstoð aukist meðal heilbrigðisstarfsmanna hér á landi. Síðasta viðhorfskönnun þeirra til þessa viðkvæma málaflokks er þó orðin 10 ára gömul. Þá taldi fimmtungur lækna og hjúkrunarfræðinga réttlætanlegt undir vissum kringumstæðum að aðstoða sjúklinga við að deyja fremur en að lifa. Á meðal almennings var hlutfallið mun hærra í könnun fyrir fimm árum.
03.09.2020 - 17:00
 · Erlent · Dánaraðstoð · Sviss
Kanna ber ýmis álitamál áður en dánaraðstoð er heimiluð
Ekki er tekin afstaða til hvort leyfa eigi dánaraðstoð í nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um efnið. Skýrslan er unnin að beiðni nokkurra þingmanna.

Mest lesið