Færslur: Dalvíkurbyggð

Eitt smit utan sóttkvíar á Norðurlandi eystra
Það var mikið álag á Sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina og má búast við því að innlögnum vegna COVID-19 fjölgi áfram í vikunni. Aðeins eitt smit greindist utan sóttkvíar á Norðurlandi eystra um helgina.
Ekkert nýtt smit utan sóttkvíar á Norðurlandi eystra
7 ný smit bættust við á Norðurlandi eystra eftir sýnatöku gærdagsins. Öll voru í sóttkví. Fimm þeirra eru á Akureyri, tvö á Dalvík. Öll sýni á skipinu Núpi BA sem var siglt í land í gær vegna veikinda skipverja voru neikvæð.
04.11.2020 - 16:03
Smit í skammtímavistun og skipverji með einkenni
12 ný smit bættust við á Norðurlandi eystra frá því í gær. Þrjú voru utan sóttkvíar. Skammtímavistun fyrir fatlaða á Akureyri hefur verið lokað vegna smits. Það er von á skipi til Akureyrar síðar í dag, um borð er skipverji með einkenni sem fer í sýnatöku og áhöfnin í sóttkví.
03.11.2020 - 13:20
Myndskeið
Níundi hver Dalvíkingur í sóttkví
Átján manns eru í einangrun í Dalvíkurbyggð. Sýnatökum hefur fylgt álag á heilsugæsluna sem tók tíu sinnum fleiri sýni en venjulega fyrir helgina. Fimm starfsmenn á leikskólanum eru smitaðir. Fjölskylda í sóttkví reynir að njóta tímans og halda rútínu.
02.11.2020 - 20:21
Smit í Brekkuskóla – 16 ný smit á Norðurlandi eystra
Átta smit hafa bæst við á Akureyri frá því í gær og átta á Dalvík. Sveitarstjóri býst við því að smitum eigi eftir að fjölga og hvetur íbúa til að halda sig heima næstu daga. Nemandi í Brekkuskóla er með veiruna og leikskólinn á Dalvík er í úrvinnslusóttkví.
30.10.2020 - 11:57
Ráðuneytið staðfestir stöðvun heimaeldis
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að stöðva starfsemi fiskeldis sem var rekið án rekstrarleyfis.
Myndskeið
Snjómoksturspeningar ársins 2020 víða að klárast
Snjó hefur kyngt niður á Norðurlandi frá því um miðjan desember. Tugir snjómoksturstækja eru á ferðinni á degi hverjum og kostnaður sveitarfélaga er víða kominn yfir áætlun fyrir árið 2020. Verktaki sem sér um snjómokstur í Fnjóskadal man vart viðlíka ástand.
10.03.2020 - 21:41
Dalvíkingar stinga jólaseríum í samband
Atvinnulíf er að komast í samt horf aftur í Dalvíkurbyggð eftir um viku rafmagnsleysi. Viðgerðum á Dalvíkurlínu lauk í gær. Hægt og rólega er slökkt á varaaflsvélum og íbúarnir stinga jólaseríunum í samband.
19.12.2019 - 13:54
Rafmagn komið á hluta Dalvíkur
Hluti Dalvíkur hefur nú verið tengdur við dísilrafstöðvar og sú vinna mun halda áfram, segir á heimasíðu Rarik. Tekið er fram að mögulega þurfi að skammta rafmagnið og því sé mikilvægt að notendur fari sparlega með svo hægt verið að komast hjá því. Jafnframt er unnið að því að tengja rafstöð í varðskipinu Þór við rafkerfi bæjarins og reyna að koma rafmagni þannig á allan bæinn, en því verki er enn ólokið.
13.12.2019 - 05:22
Mörg verkefni hjá björgunarsveitinni á Dalvík
Enn er rafmagnslaust á Dalvík og nágrenni og mörg hús án hita. Björgunarsveitamaður á Dalvík segir verkefni dagsins hafa verið mjög mörg og ólík.