Færslur: Dalvíkurbyggð

Myndband
Bíll fuðraði upp — „Feginn að börnin voru ekki með“
Bíll varð alelda á örfáum mínútum skammt frá Dalvík í gærkvöldi. Eigandinn sem var einn í bílnum þakkar fyrir að börnin hans voru ekki með honum.
05.04.2022 - 13:55
Samherji skimar starfsfólk eftir jólafrí
Það færist í vöxt að fyrirtæki og stofnanir láti skima starfsfólk sitt áður en það mætir til vinnu eftir frí. Skólarnir í Dalvíkurbyggð sem og útgerðarfyrirtækið Samherji eru meðal þeirra sem prófuðu allt sitt starfsfólk þegar það snéri til starfa eftir jólafrí.
04.01.2022 - 12:01
Um 30 börn á yngsta stigi smituð af COVID
Líklega verður skólastarf í Dalvíkurbyggð skert að minnsta kosti út þessa viku en þar eru nú um 30 börn með virkt kórónuveirusmit og einnig nokkrir starfsmenn skólans þar. Sveitarstjóri segir bæjarlífið í hægagangi þessa dagana og að allir hjálpist nú að.
Dalvíkurbyggð skellt í lás eftir smit í grunnskólanum
Grunnskóla, tónlistarskóla, menningarhúsi og íþróttamiðstöð Dalvíkur hefur verið lokað eftir að rúmlega tuttugu smit greindust í bænum. Búið er að skima tæplega 400 manns og eru íbúar hvattir til að halda sig til hlés á meðan verið er að ná utan um smitið.
19.11.2021 - 12:09
Dalvíkurskóli lokaður fram að helgi vegna smita
Vegna kórónuveirusmita hefur verið ákveðið að loka grunnskólanum á Dalvík fram að helgi. Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar, segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi greinst smitaðir á heimaprófi í gær auk eins nemanda. Þegar nemandinn greindist var ákvörðun tekin um lokun fram að helgi.
18.11.2021 - 15:55
Eitt smit utan sóttkvíar á Norðurlandi eystra
Það var mikið álag á Sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina og má búast við því að innlögnum vegna COVID-19 fjölgi áfram í vikunni. Aðeins eitt smit greindist utan sóttkvíar á Norðurlandi eystra um helgina.
Ekkert nýtt smit utan sóttkvíar á Norðurlandi eystra
7 ný smit bættust við á Norðurlandi eystra eftir sýnatöku gærdagsins. Öll voru í sóttkví. Fimm þeirra eru á Akureyri, tvö á Dalvík. Öll sýni á skipinu Núpi BA sem var siglt í land í gær vegna veikinda skipverja voru neikvæð.
04.11.2020 - 16:03
Smit í skammtímavistun og skipverji með einkenni
12 ný smit bættust við á Norðurlandi eystra frá því í gær. Þrjú voru utan sóttkvíar. Skammtímavistun fyrir fatlaða á Akureyri hefur verið lokað vegna smits. Það er von á skipi til Akureyrar síðar í dag, um borð er skipverji með einkenni sem fer í sýnatöku og áhöfnin í sóttkví.
03.11.2020 - 13:20
Myndskeið
Níundi hver Dalvíkingur í sóttkví
Átján manns eru í einangrun í Dalvíkurbyggð. Sýnatökum hefur fylgt álag á heilsugæsluna sem tók tíu sinnum fleiri sýni en venjulega fyrir helgina. Fimm starfsmenn á leikskólanum eru smitaðir. Fjölskylda í sóttkví reynir að njóta tímans og halda rútínu.
02.11.2020 - 20:21
Smit í Brekkuskóla – 16 ný smit á Norðurlandi eystra
Átta smit hafa bæst við á Akureyri frá því í gær og átta á Dalvík. Sveitarstjóri býst við því að smitum eigi eftir að fjölga og hvetur íbúa til að halda sig heima næstu daga. Nemandi í Brekkuskóla er með veiruna og leikskólinn á Dalvík er í úrvinnslusóttkví.
30.10.2020 - 11:57
Ráðuneytið staðfestir stöðvun heimaeldis
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að stöðva starfsemi fiskeldis sem var rekið án rekstrarleyfis.
Myndskeið
Snjómoksturspeningar ársins 2020 víða að klárast
Snjó hefur kyngt niður á Norðurlandi frá því um miðjan desember. Tugir snjómoksturstækja eru á ferðinni á degi hverjum og kostnaður sveitarfélaga er víða kominn yfir áætlun fyrir árið 2020. Verktaki sem sér um snjómokstur í Fnjóskadal man vart viðlíka ástand.
10.03.2020 - 21:41
Dalvíkingar stinga jólaseríum í samband
Atvinnulíf er að komast í samt horf aftur í Dalvíkurbyggð eftir um viku rafmagnsleysi. Viðgerðum á Dalvíkurlínu lauk í gær. Hægt og rólega er slökkt á varaaflsvélum og íbúarnir stinga jólaseríunum í samband.
19.12.2019 - 13:54
Rafmagn komið á hluta Dalvíkur
Hluti Dalvíkur hefur nú verið tengdur við dísilrafstöðvar og sú vinna mun halda áfram, segir á heimasíðu Rarik. Tekið er fram að mögulega þurfi að skammta rafmagnið og því sé mikilvægt að notendur fari sparlega með svo hægt verið að komast hjá því. Jafnframt er unnið að því að tengja rafstöð í varðskipinu Þór við rafkerfi bæjarins og reyna að koma rafmagni þannig á allan bæinn, en því verki er enn ólokið.
13.12.2019 - 05:22
Mörg verkefni hjá björgunarsveitinni á Dalvík
Enn er rafmagnslaust á Dalvík og nágrenni og mörg hús án hita. Björgunarsveitamaður á Dalvík segir verkefni dagsins hafa verið mjög mörg og ólík.