Færslur: Dalvík

Eyrún ráðin sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar til næstu fjögurra ára. Eyrún er viðskiptafræðingur að mennt, með meistaragráðu í verkefnastjórnun. Hún var sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps á árunum 2006-2013 og hefur setið sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún er einn þriggja eigenda Ráðríks ráðgjafastofu, sem sérhæfir sig í sveitarstjórnarmálum.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 út af Gjögurtá
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð laust fyrir klukkan tvö í nótt, tæplega átta kílómetra norðnorðvestur af Gjögurtá austast á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Tilkynningar bárust Veðurstofu frá Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík um að skjálftinn hefði fundist.
Einn hinna slösuðu fluttur á Landspítalann
Þrír lentu í snjóflóði í Svarfaðardal, nærri Dalvík, í kvöld. Laust fyrir miðnættið greindi Lögreglan á Norðurlandi vestra frá því að einn hinna slösuðu hefði verið fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann en hinir tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Slasaður skíðamaður sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar
Þyrla landhelgisgæslunnar sótti slasaðan skíðamann í fjöllin inn af Karlsá norðan Dalvíkur í dag. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um manninn laust fyrir klukkan tvö í dag. 
30.03.2022 - 17:32
„Samfélagið ekki tilbúið í Fiskidaginn mikla“
Fiskideginum mikla, sem átti að fara fram í ágúst næstkomandi á Dalvík, hefur nú verið blásinn af þriðja árið í röð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Fiskidagsins. 
25.03.2022 - 17:47
Hópsmit á Dalvík og í Grundarfirði hefur víðtæk áhrif
Hópsmit sem komið hafa upp á Dalvík og í Grundarfirði síðustu daga hafa mikil áhrif á samfélagið. Skólar, íþróttamannvirki og sundlaugar eru lokuð á báðum stöðum. Von er á miklum fjölda í sýnatöku á Dalvík í dag.
22.11.2021 - 13:07
Sumarlandinn
Daufi kokkurinn á Dalvík er sá allra besti
„Ég er ófríði kokkurinn,“ þýðir að viðkomandi sé sætasti og flottasti kokkurinn á svæðinu, samkvæmt Sigríði Guðmundsdóttur listamanni og eins stofnanda Gallerí Feimu á Dalvík. Dalvískan er ekki flókin, hún snýr bara hlutunum stundum á hvolf samkvæmt henni.
27.07.2021 - 11:54
Sjónvarpsfrétt
Íbúðarhús ungra hjóna á Dalvík rifið vegna myglu
Íbúðarhús var rifið á Dalvík í gær. Mygla greindist í húsinu fljótlega eftir að ung hjón keyptu það fyrir rúmu ári. Þau fluttu aldrei inn og standa uppi nánast bótalaus.
10.05.2021 - 22:39
Mikli ásókn í íbúðalóðir í Dalvíkurbyggð
Tuttugu nýjum íbúðalóðum var úthlutað í Dalvíkurbyggð nýlega og þar er nú meiri ásókn í lóðir en mörg undanfarin ár. Bæjarstjórinn segist finna fyrir áhuga fólks á Akureyri að flytja til Dalvíkur.
25.04.2021 - 19:50
Fiskidagurinn mikli blásinn af annað árið í röð
Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta hátíðinni í ár vegna Kórónuveirufaraldursins. Ekki sé hægt að taka á móti viðlíka fjölda gesta með hólfaskiptingu og án þess að fólk felli grímuna til að gæða sér á fiskmeti.
15.04.2021 - 12:32
Björgunarsveitin á Dalvík sótti slasaða skíðakonu
Björgunarsveitin á Dalvík sótti slasaða skíðakonu innarlega í Karlsárdal norðan Dalvíkur. Björgunarfólkið fór á vélsleðum á vettvang og hlúði að konunni en hún hafði dottið á skíðum og var slösuð á fæti.
05.04.2021 - 15:47
Bæjarráð Akureyrar gagnrýnir hækkun ferjufargjalda
Bæjarráð Akureyrar mótmælir boðaðri hækkun fargjalda og farmgjalda í ferjuna Sæfara, sem sér um fólks- og vöruflutninga milli Dalvíkur, Hríseyjar og Grímseyjar. Áformað er að hækka fargjöldin um 12 próent í maí, og farmgjöldin um 14 prósent.
20.02.2021 - 07:31
Jarðskjálfti 4,7 stig á Tjörnesbrotabeltinu
Jarðskjálfti sem mældist 4,7 stig mældist norð-norðvestur af Gjögurtá laust eftir klukkan þrjú í nótt.
Myndband
„Hér er fólk búið að gera kraftaverk í störfum sínum“
„Staðan er auðvitað sú að það mun taka nokkra daga að koma öllu í samt lag en þetta er auðvitað þannig að það er allt annað að sjá ástandið með eigin augum heldur en að heyra skýrslur á fundum,“ segir forsætisráðherra. Hún fór ásamt fjórum öðrum ráðherrum norður í land í dag og kynnti sér aðstæður á þeim svæðum sem verst urðu úti í óveðrinu.
13.12.2019 - 19:51
Mörg verkefni hjá björgunarsveitinni á Dalvík
Enn er rafmagnslaust á Dalvík og nágrenni og mörg hús án hita. Björgunarsveitamaður á Dalvík segir verkefni dagsins hafa verið mjög mörg og ólík.