Færslur: Dagvistunarúrræði

Mótmæla úrræðaleysi borgarinnar í dagvistunarmálum
Kristín Tómasdóttir hefur boðað til mótmæla fyrir fund borgarráðs í klukkan níu, hún skorar á fólk að mæta með börn sín sem ekki hafi fengið dagvisunarúrræði hjá borginni. Fyrr í sumar lýsti Kristín því yfir að hún myndi mæta á fundi borgarstjórnar með barn sitt sem fengi ekki dagvistunarúrræði þar til einhverjar lausnir byðust. Borgarstjórn fundar hins vegar ekki fyrr en í september svo að Kristín ætlar að mæta á fund borgarráðs i dag. Hún á von á mörgum.
Reynsla
Gjá sem grefur undan fjölskyldum
Það að eignast barn veldur straumhvörfum í lífi fólks. Það hefst nýr kafli. Sá veruleiki sem tekur á móti foreldrum fyrstu árin eftir fæðingu barns getur þó líka valdið straumhvörfum. Leitt til þess að foreldrar séu heima án tekna mánuðum saman, missi jafnvel vinnuna .Ef kerfið væri fullkomið væri í því samfella; fyrst færu foreldrar í fæðingarorlof og að því loknu tæki eitthvað annað við, dagforeldrar eða leikskóli. Því er ekki alltaf fyrir að fara.