Færslur: Dagur íslenskrar tungu

Menningin
Íslenskan hefur lifað af hersetu, sjónvarp og internet
Arnaldur Indriðason, handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár, segist taka við þeim fyrir hönd allra sem skrifa glæpasögur á Íslandi. Vera Illugadóttir hlaut sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu.
Hvaða gæi er á tíu þúsund króna seðlinum?
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur um land allt á afmælisdegi listaskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar, sem prýðir tíu þúsund króna seðilinn ásamt heiðlóu. Krakkafréttir fóru á stúfana á Akureyri og athuguðu hvort unga fólkið þar kannaðist við gæjann á bláa seðlinum.
16.11.2021 - 17:09
Arnaldur fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Arnaldur Indriðason rithöfundur fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í dag á degi íslenskrar tungu. Vera Illugadóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV, fékk sérstaka viðurkenningu dags íslenskrar tungu.
Poppland
Andblær ber af á degi íslenskrar tungu
Í dag - á degi íslenskrar tungu - var uppfærður lagalisti sem hýstur er á Spotify og geymir nokkrar af perlum íslenskrar tónlistar sem komið hafa út á árinu.
Í BEINNI
Afhending verðlauna Jónasar Hallgrímssonar
Verðlaunaafhending á degi íslenskrar tungu fer fram við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands. Útsendingin hefst kl. 15.
Ungmenni lesa frekar fréttir á íslensku
Börn og ungmenni horfa mest á sjónvarpsefni á ensku, og um helmingur notar ensku við tölvuleikjaspilun og á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Menntavísindastofnunar fyrir Fjölmiðlanefnd, á málnotkun barna og ungmenna á afþreyingarefni, sem er birt í dag á Degi íslenskrar tungu. Samkvæmt niðurstöðunum skera lestur og áhorf á fréttir sig úr, en þar velja flest efni á íslensku. 
Spegillinn
Höfum það í hendi okkar að íslenskan haldi velli
Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði fékk Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir tveimur árum. Hann skrifar mikið um tungumálið og birti pistil á Degi íslenskrar tungu á netinu í tilefni dagsins um lífvænleika íslenskunnar.
17.11.2020 - 11:00
Myndskeið
Slangurorðabókin gullnáma í textasmíð
Það er gaman að búa til orð og snúa út úr þeim, segir tónlistarmaðurinn Prins Póló sem grípur gjarnan til Slangurorðabókarinnar við textasmíð. Í dag er dagur íslenskrar tungu. Prinsinn fagnar deginum með því að semja, syngja og spila lög. 
16.11.2020 - 19:51
Íslenskan er vinkona okkar og ég veit að hún plumar sig
Gerður Kristný skáld hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, sem veitt voru við hátíðlega en fámenna athöfn í Hörpu í dag. Hún segir að tungumálið sé valdatæki, sem sé stundum notað til að smána og kúga, en orðin bendi að lokum alltaf á sannleikann og sýni okkur jafnt sársauka og fegurð.
Ættum ekki að passa íslenskuna eins og postulínsgrip
„Íslensk tunga á að þróast. Hún á að taka breytingum og vera í stöðugri notkun,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á degi íslenskrar tungu. Hann stytti sér stundir í sóttkví sem hann þurfti að fara í nýverið með því að leika sér með tungumálið og spila netskrafl. Nokkuð óvænt orð færði honum heil 185 stig.
Gerður Kristný fær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Gerður Kristný, rithöfundur, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin eru afhent ár hvert á degi íslenskrar tungu. Sérstaka viðurkenningu hlýtur Félag ljóðaunnenda á Austurlandi.
Íslendingar hafa sjaldan lesið jafn mikið og nú
Bókin lifir góðu lífi, samkvæmt niðurstöðum lestrarkönnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem kynntar voru í dag, á degi íslenskrar tungu. Þær sýna að Íslendingar hafa sjaldan lesið jafn mikið síðan farið var að kanna bóklestur þjóðarinnar og þeim sem hvorki lesa né hlusta á bækur hefur fækkað síðan í fyrra. 
Orðabókin er birtingarmynd íslenskra ritreglna
Hlutverk Íslenskrar stafsetningarorðabókar er að vera birtingarmynd eða nánari útfærsla á opinberum ritreglum. Þess vegna er hún kölluð opinber réttritunarorðabók fyrir íslensku. 
Ertu til í að skrúfa upp í fónógrafinum?
Í tilefni dags íslenskrar tungu, sem er á morgun, rifjum við upp þátt Orðs af orði frá því fyrr á árinu. Fjallað var um smíði nýrra orða yfir ýmsa tækni til að spila tónlist, allt frá hljóðrita og málvél til kassettu, hljóðstokks og gettóblasters. Þá kemur einnig við sögu tónlistarveitan Spotify, tilurð þeirrar nafngiftar og ýmislegt fleira. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðarson höfðu umsjón með þættinum.
„Við erum Gísli Marteinn barnanna“
Jakob Birgisson og Snorri Másson eru fræðarar verkefnis Árnastofnunar sem kallast Handritin til barnanna. Til stóð að Jakob og Snorri heimsæktu rúmlega fimmtíu skóla á landinu og fylgdu verkefninu eftir. Skólarnir urðu þó heldur færri vegna samkomutakmarkana og reglna í samfélaginu, vegna farsóttarinnar sem nú geisar.
Handritin til barnanna og börnin til handritanna
Í kjallara Árnagarðs, í sérstakri handritageymslu, leynist mikill fjársjóður í formi skinnhandrita frá miðöldum. Í vor er hálf öld frá því fyrstu handritin komu heim frá Danmörku eftir áratuga samningaviðræður Dana og Íslendinga. Tímamótunum er meðal annars fagnað með því að miðla handritafróðleik til grunnskólabarna og með verðlaunahátíð 21. apríl þegar 50 ár eru, upp á dag, síðan Íslendingar tóku á móti Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók á hafnarbakkanum í Reykjavík.
Myndskeið
Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í dag með fjölbreyttri dagskrá. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að tryggja framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi.
16.11.2019 - 19:50
Myndskeið
„Jesús minn ég finn ekki fyrir hnjánum“
Yngsta kynslóðin hefur ekki látið sig vanta í upplestrarmaraþoni Almannaróms sem fer fram í Útvarpshúsinu í dag til klukkan fjögur en þessi ungi herramaður las nokkrar vel valdar línur fyrir áhorfendur. „Heyrið manninn með yfirvaraskeggið segja Jesús minn ég finn ekki fyrir hnjánum,“ las hann af mikilli innlifun.
16.11.2019 - 15:15
Myndskeið
Sjóðheitur kvæðalestur í Vesturbæjarlaug
Kvæðamannafélagið Iðunn og Vesturbæjarlaug fögnuðu degi íslenskrar tungu með kvæðastund í heitum potti í Vesturbæjarlaug í morgun. Sundlaugargestir voru hvattir til að smeygja sér ofan í þéttsetinn miðjupottinn og skiptast þar á kvæðum og spjalla um hefðina. 
16.11.2019 - 13:50
Myndskeið
Stormfuglar á degi íslenskrar tungu
Einar Kárason tók þátt í maraþonlestri íslenskra bókmennta sem fram fer í húsnæði RÚV í dag. Einar, sem sendir frá sér ævisögu Friðriks Þórs Friðrikssonar síðar í dag, las meðal annars úr Stormfuglum sem út kom á síðasta ári og fjallar um örvæntingarfulla baráttu íslenskra sjómanna við miskunnarlaus náttúruöfl.
16.11.2019 - 13:27
Hægvarp RÚV á degi íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu er á laugardag 16. nóvember. Þá gefst almenningi kostur á að líta við í Útvarpshúsinu í Efstaleiti og taka þátt í hægvarpsútsendingu.
Telur þörf á vitundarvakningu um íslenskt mál
Vitundarvakningar er þörf ef íslenskan á áfram að vera notuð á öllum sviðum þjóðfélagsins. Þetta segir Eiríkur Rögnvaldsson, sem hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Þá ýti samræmd próf í íslensku undir mismunun og drepi áhuga nemenda á málinu, eins og prófin eru framkvæmd í dag.
26.12.2018 - 14:30
„Skítt veri með einhverjar smávillur“
Fjórði þáttur Lestarklefans fór í loftið á degi íslenskrar tungu. Farþegarnir hófu þáttinn á því að spá í framtíð íslenskunnar og hætturnar sem að henni steðja.
Myndskeið
Orðið ókunningi „gjöf til þjóðarinnar“
Eliza Reid forsetafrú lærir ný íslensk orð í hverri viku og komst nýlega að því að orðið ókunningi væri ekki til í málinu. Í dag, á Degi íslenskrar tungu, birti hún fyrsta bréfið sem hún skrifaði Guðna á íslensku.
16.11.2018 - 20:52
Tekur enskan við í tímans rás?
Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Viðurkenningar hafa verið veittar, ráðstefnur haldnar, rannsóknir kynntar og ágætustu menn og konur velt fyrir sér framtíð tungunnar.
16.11.2018 - 17:22