Færslur: Dagur B. Eggertsson

Michael K. Williams stjarna þáttanna The Wire er látinn
Michael K. Williams, stjarna bandarísku sjónvarpsþáttanna The Wire er látinn, 54 ára að aldri. Lögregla útilokar ekki að hann hafi látist af ofneyslu eiturlyfja.
Dagur mótfallinn styttingu opnunartíma skemmtistaða
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík telur ekki rétt að opnunartími skemmtistaða verði styttur varanlega. Lögregla hefur kallað eftir slíkum breytingum.
Nýbygging við FB bylting fyrir nemendur og kennara
Þörf Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir stærri og betri verknámsaðstöðu verður uppfyllt með 2.100 fermetra nýbyggingu. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning um byggingu hennar í gær. 
Myndskeið
Stór fyrirtæki verða flutt af Ártúnshöfða
Flytja þarf stór fyrirtæki á borð við Malbikunarstöðina, Steypustöðina og BM Vallá burt frá Ártúnshöfða, svo hægt sé að byggja þar íbúðir. Forstjóri BM Vallár segist hafa skilning á stöðunni. Borgarstjóri segir að fermetrum atvinnuhúsnæðis á svæðinu fækki nánast ekkert.
Viðtal
Dagur segir ábyrgðarhluta að rýma allt höfuðborgarsvæði
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins segir það ábyrgðarhluta að ætla sér að rýma allt höfuðborgarsvæðið. Áríðandi sé þó að áætlun um slíkt sé til.
Græn borg: Miklabraut og Sæbraut í stokk
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir stefnt að því á næstu tíu árum að borgin verði framúrskarandi hjólreiðaborg á alþjóðamælikvarða. Þetta kom fram á kynningarfundi borgarstjórnar um græna borg í morgun.
Vilja þegar hefja lagningu Sundabrautar að norðanverðu
Í yfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi í gær kemur fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi er bjartsýnn á að verkinu muni vinda hratt áfram.
Rannsókn lýkur í fyrsta lagi um næstu mánaðarmót
Ekki er gert ráð fyrir að rannsókn á skotárás á bíl fjölskyldu Dags B Eggertssonar borgarstjóra ljúki fyrr en í fyrsta lagi um næstu mánaðarmót. Þetta segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Rannsóknin gangi ágætlega.  
Ekki farið fram á framlengingu yfir grunuðum byssumanni
Ekki verður farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir karlmanni á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa skotið með riffli á bíl fjölskyldu Dags B. Eggertssonar. Gæsluvarðhaldið rennur út síðdegis í dag.
Lýstu yfir áhyggjum af öryggi stjórnmálamanna
Fulltrúar flokkanna sem eiga sæti á Alþingi lýstu áhyggjum sínum af öryggi stjórnmálamanna og starfsfólks stjórnmálaflokka á fundi með lögregluyfirvöldum í morgun. 
Lögregla verst allra fregna af skotárásarmálinu
Gæsluvarðhaldskrafa yfir manni sem er grunaður um að hafa skotið úr 22. kalibera riffli á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, og inn um glugga á skrifstofuhúsnæði Samfylkingarinnar, rennur út í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri verjast allra fregna af málinu.
Óvíst hvort krafist verði lengra gæsluvarðhalds
Óvíst er hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni á sextugsaldri sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um aðild að skotárás á bíl fjölskyldu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn málsins sé enn í gangi.Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum rennur út á morgun.
Myndskeið
Dagur segir heimili sitt hafa verið gert að skotskífu
Líklega var skotið á fjölskyldubíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á bílastæði aftan við heimili hans. Hann segir að atvikinu fylgi erfiðar tilfinningar, hann og fjölskylda hans horfi aðeins öðru vísi út um gluggann nú en áður. Heimili hans hafi verið gert að skotskífu í myndbandi aðgerðahópsins Björgum miðbænum. 
Dagur B. Eggertsson verður í Silfri dagsins
Fyrsti gestur Sigmars Guðmundssonar í Silfri dagsins er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Þá mætast þeir Friðjón Friðjónsson almannatengill og Brynjar Níelson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Fordæma að skotið hafi verið á bíl fjölskyldu Dags
Ofbeldi í orði getur fljótt breyst í ofbeldi á borði, eins og þekkt er frá öðrum lýðræðisríkjum. Við þurfum að geta verið ósammála um leiðir, án þess að það skipti okkur í lið vina og óvina, okkur og ykkur. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að stemma stigu við hatursfullri umræðu strax og hennar verður vart. Þetta segir í yfirlýsingu frá stjórn Viðreisnar sem send var vegna skotárása á bifreið fjölskyldu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og á skrifstofur stjórnmálaflokka.
Viðtal
Skotárásin mikið áfall og vekur alls konar tilfinningar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er verulega sleginn eftir að skotið var úr byssu í gegn um farþegahurðina á bíl fjölskyldu hans. Árásin var að öllum líkindum gerð fyrir utan heimili fjölskyldu hans. Dagur segist ekki vilja trúa að þetta sé orðið einhvers konar norm í samfélaginu, að fólk í opinberum stöðum eigi á hættuað verða fyrir skaða, en nú sé mælirinn fullur. Hann segist hafa fengið hlýjar kveðjur frá langflestum samstarfsmönnum sínum í borgarstjórn, en þó ekki öllum.
Myndskeið
Ljós Óslóartrésins tendruð í kórónuveirufaraldri
Ljós Óslóartrésins voru tendruð á Austurvelli í dag við talsvert frábrugðnar aðstæður en verið hefur allar götur síðan árið 1951 þegar Norðmenn færðu Íslendingum fyrst jólatré að gjöf. Þar hafa að öllu jöfnu mörg hundruð manns verið viðstaddir athöfnina, en vegna samkomutakmarkana var þar engin formleg dagskrá.
29.11.2020 - 19:50
Kjörið að breyta skrifstofum í íbúðir
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita segir að óbreyttu verða offramboð á skrifstofuhúsnæði í miðborg Reykjavíkur. Því gæti hluti lausnarinnar verið að breyta þeim í íbúðir.
21.11.2020 - 06:32
„Aðeins vottað fyrir ágreiningi um ýmis mál“
Borgarstjórinn í Reykjavík segir mikilvægt að hefja sig yfir flokkspólitískar línur þegar áföll ganga yfir. Það hafi hins vegar „vottað fyrir ágreiningi um ýmis mál í borgarstjórn Reykjavíkur“. Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir að meirihlutinn ráði því hvort hann vinnur með minnihlutanum, en Sjálfstæðisflokkurinn sé opinn fyrir samstarfi.
24.09.2020 - 08:50
Borgarstjóri krefur ráðherra um nýjan flugvöll án tafar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra bréf þar sem hann krefst án tafar að fundinn verði nýr staður fyrir kennslu- og einkaflug í stað Reykjavíkurflugvallar. Borgarstjóri segir að framkvæmdirnar kæmu sér vel vegna erfiðleika í efnahagslífinu. Forseti Flugmálafélags Íslands segir borgina vinna á móti flugstarfsemi.
Vigdís: Ég vík ekki
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að allar leiðir hafi verið reyndar til að leysa úr samskiptavanda þeirra Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra. Vigdís segir einu lausnina vera að staðgengill verði fenginn fyrir Helgu á fundi ráðsins. Dagur segir að það komi ekki til greina, með því væri verið að setja slæmt fordæmi.
Sólveig Anna setur Degi skilyrði fyrir viðræðum
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist tilbúin til að hitta Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, á fundi til að ræða yfirstandandi kjaradeilur. Fyrir því setur hún hins vegar tvö skilyrði, annað þeirra að þau mætist í kappræðum í sjónvarpi eða útvarpi.
04.03.2020 - 10:03
Segir spuna að borgin vilji ekki hækka lægstu laun
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það spuna að segja að afstaða borgarinnar í kjaradeilunni við Eflingu sé að ekki sé hægt að lækka lægstu launin til þeirra sem sitji á botninum.
12.02.2020 - 16:38
Viðtal
Ófært að heimili borgarstjóra
„Ég kalla þessa svalir aldrei annað en plankann. Húsið er svona eins og stórt sjóræningjaskip og svo er hægt að ganga plankann, enda er þetta frekar heitt sæti sem ég sit í.“ Dagur B. Eggertsson ræddi við Gunnar Hansson og Guðrúnu Gunnars á Ráðhússvölunum í morgun.
Viljaverk og pólitísk ákvörðun
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setti Menningarnótt á Hafnartorgi í dag. Í ræðu sinni minnti hann á hvernig Menningarnótt hefði ekki orðið til af sjálfu sér heldur væri hún viljaverk og mjög pólitísk ákvörðun þáverandi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
18.08.2018 - 14:53