Færslur: Dagur B. Eggertsson

Myndskeið
Ljós Óslóartrésins tendruð í kórónuveirufaraldri
Ljós Óslóartrésins voru tendruð á Austurvelli í dag við talsvert frábrugðnar aðstæður en verið hefur allar götur síðan árið 1951 þegar Norðmenn færðu Íslendingum fyrst jólatré að gjöf. Þar hafa að öllu jöfnu mörg hundruð manns verið viðstaddir athöfnina, en vegna samkomutakmarkana var þar engin formleg dagskrá.
29.11.2020 - 19:50
Kjörið að breyta skrifstofum í íbúðir
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita segir að óbreyttu verða offramboð á skrifstofuhúsnæði í miðborg Reykjavíkur. Því gæti hluti lausnarinnar verið að breyta þeim í íbúðir.
21.11.2020 - 06:32
„Aðeins vottað fyrir ágreiningi um ýmis mál“
Borgarstjórinn í Reykjavík segir mikilvægt að hefja sig yfir flokkspólitískar línur þegar áföll ganga yfir. Það hafi hins vegar „vottað fyrir ágreiningi um ýmis mál í borgarstjórn Reykjavíkur“. Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir að meirihlutinn ráði því hvort hann vinnur með minnihlutanum, en Sjálfstæðisflokkurinn sé opinn fyrir samstarfi.
24.09.2020 - 08:50
Borgarstjóri krefur ráðherra um nýjan flugvöll án tafar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra bréf þar sem hann krefst án tafar að fundinn verði nýr staður fyrir kennslu- og einkaflug í stað Reykjavíkurflugvallar. Borgarstjóri segir að framkvæmdirnar kæmu sér vel vegna erfiðleika í efnahagslífinu. Forseti Flugmálafélags Íslands segir borgina vinna á móti flugstarfsemi.
Vigdís: Ég vík ekki
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að allar leiðir hafi verið reyndar til að leysa úr samskiptavanda þeirra Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra. Vigdís segir einu lausnina vera að staðgengill verði fenginn fyrir Helgu á fundi ráðsins. Dagur segir að það komi ekki til greina, með því væri verið að setja slæmt fordæmi.
Sólveig Anna setur Degi skilyrði fyrir viðræðum
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist tilbúin til að hitta Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, á fundi til að ræða yfirstandandi kjaradeilur. Fyrir því setur hún hins vegar tvö skilyrði, annað þeirra að þau mætist í kappræðum í sjónvarpi eða útvarpi.
04.03.2020 - 10:03
Segir spuna að borgin vilji ekki hækka lægstu laun
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það spuna að segja að afstaða borgarinnar í kjaradeilunni við Eflingu sé að ekki sé hægt að lækka lægstu launin til þeirra sem sitji á botninum.
12.02.2020 - 16:38
Viðtal
Ófært að heimili borgarstjóra
„Ég kalla þessa svalir aldrei annað en plankann. Húsið er svona eins og stórt sjóræningjaskip og svo er hægt að ganga plankann, enda er þetta frekar heitt sæti sem ég sit í.“ Dagur B. Eggertsson ræddi við Gunnar Hansson og Guðrúnu Gunnars á Ráðhússvölunum í morgun.
Viljaverk og pólitísk ákvörðun
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setti Menningarnótt á Hafnartorgi í dag. Í ræðu sinni minnti hann á hvernig Menningarnótt hefði ekki orðið til af sjálfu sér heldur væri hún viljaverk og mjög pólitísk ákvörðun þáverandi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
18.08.2018 - 14:53
BorgarstjóraRokk + Deep Purple 1973
Gestur þáttarins að þessu sinni er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík. Dagur er duglegr að sækja tónleika og hlusta á músík. Við vitum hvar hann stendur í pólitíkinni en hvar er hann í músíkinni? Er eitthvað rokk í honum? Hann mætir með uppáhalds rokkplötuna sína í Füzz kl. 21.00
18.08.2017 - 13:11