Færslur: Dagur B. Eggertsson

Þau sem koma helst til greina í formannsbaráttuna
Nokkur nöfn virðast helst koma til álita sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Logi Már Einarsson tilkynnti í dag að hann láti af störfum í haust en ætli að sitja áfram á þingi. Fátt er þó um bein svör hjá Samfylkingarfólki, enda tilkynningin bara nýkomin.
Dagur tekur fram úr Davíð og Ingibjörgu Sólrúnu
Tvenn tímamót verða við stjórn Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu ef áform nýja meirihlutans í borgarstjórn ganga eftir. Framsóknarmaður verður í fyrsta sinn borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson færist upp í fjórða sæti yfir þá borgarstjóra sem hafa gegnt embættinu lengst. Hann kemst þá upp fyrir Davíð Oddsson og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Viðtal
Vilja ná jafnvægi með skiptingu borgarstjóraembættisins
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að nýr meirihluti stefni að því að gera Reykjavík að hagstæðasta kostinum fyrir fjölskyldur. Stefnt er að því halda útsvari og fasteignasköttum óbreyttum og lögð verður áhersla á mál barna.
Borgarstjóri hefur trú á að nýr meirihluti sé að fæðast
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir meirihlutaviðræður í borginni ganga vel. Loftslagsmál hafi verið rædd í morgun og stefnan sé að ljúka viðræðum fyrir borgarstjórnarfund á þriðjudag.  
Viðtal
Útilokar ekki að gefa eftir borgarstjórastólinn
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, útilokar ekki að hann muni gefa eftir borgarstjórastólinn í yfirvofandi meirihlutaviðræðum flokksins við Framsókn, Pírata og Viðreisn.
Kannast ekki við að niðurstaða liggi fyrir
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir niðurstöðu úr viðræðum ríkisins og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir liggja fyrir.
Mosfellingar kanna hvort finna megi þjóðarhöll stað
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa Miðflokksins, þess efnis að könnuð verði staðsetning fyrir þjóðarhöll ætlaða hand- og körfubolta í bænum.
Hátt í 200 milljarða króna ábati af Sundabraut
Ný félagshagfræðileg greining um lagningu Sundabrautar, leiðir í ljós 186-238 milljarða króna ábata fyrir samfélagið af framkvæmdunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir að niðurstöðurnar staðfesti þá sannfæringu hans að Sundabrautin muni umbylta umferð á höfuðborgarsvæðinu.
Sjónvarpsfrétt
Baráttan um borgina að hefjast
Samgöngu-, húsnæðis- og dagvistarmál verða í forgrunni í kosningabaráttunni í borginni að mati oddvita stærstu flokkanna. Að minnsta kosti 20 af 23 núverandi borgarfulltrúum vilja sitja áfram á næsta kjörtímabili.
Samþykkt að fara fram á lengingu umsagnarfrests
Húsfyllir var á fundi íbúasamtaka Bústaða- og Fossvogshverfis í Réttarholtsskóla í kvöld vegna fyrirætlana borgarinnar um aukið byggingamagn við Bústaðaveg. Tillaga um að farið verði fram á umsagnarfrestur húsfélaga í hverfinu verði framlengdur til 1. apríl var samþykkt nær einróma.
Kastljós
Stefnir í oddvitaslag eftir að Hildur tilkynnti framboð
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, stefnir á fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Hildur skipaði annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Þá leiddi Eyþór Arnalds listann og hefur hann gefið út að hann gefi kost á sér til þess áfram. Því er útlit fyrir prófkjörsslag um oddvitasætið hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt skömmu fyrir miðnætti í gær eftir maraþonfund í borgarstjórn, sem hófst á hádegi. Á sama fundi var fimm ára áætlun fyrir tímabilið 2022 - 2026 samþykkt.
Silfrið
Kveðja eða upplegg í næstu kosningabaráttu?
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur ekki gert upp við sig hvort hann gefi kost á sér í borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí. Dagur var gestur Silfursins í morgun.
21.11.2021 - 17:59
Sjónvarpsfrétt
Borgin kaupir allt Hafnarhúsið
Reykjavíkurborg hyggst koma á fót safni Nínu Tryggvadóttur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. 2,2 milljörðum króna verður varið í kaup á húsnæðinu en ráðast þarf í töluverðar endurbætur á því.
Reykjavík verði ein 100 kolefnishlutlausra borga
Borgarráð samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að Reykjavík sæki um að verða aðili að Evrópsku samstarfsverkefni 100 kolefnishlutlausra snjallborga. Byrjað er að undirbúa drög að umsókn Reykjavíkur, en þess er beðið að skilmálar aðildarinnar verði skýrðir af hálfu Evrópusambandsins. Þá er ætlunin að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2030.
Viðtöl
850 bíða eftir húsnæði á vegum borgarinnar
Ekki er gert nóg til að sporna við fátækt í nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, segir fulltrúi Sósíalista. Þá telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins að skuldsetning borgarinnar sé of mikil. Reykjavíkurborg verður rekin með ríflega þriggja milljarða króna halla á næsta ári og verður það þriðja hallaárið í röð.
Lögregla má sækja vopn þeirra sem sviptir eru leyfi
Mjög strangar reglur um gilda um vopnaeign á Íslandi. Lögreglustjóri afturkallar leyfi þeirra sem af einhverjum ástæðum uppfylla ekki lengur lagaskilyrði til skotvopnaleyfis. Lögregla hefur þá heimild til að sækja vopn inn á heimili án dómsúrskurðar.
Michael K. Williams stjarna þáttanna The Wire er látinn
Michael K. Williams, stjarna bandarísku sjónvarpsþáttanna The Wire er látinn, 54 ára að aldri. Lögregla útilokar ekki að hann hafi látist af ofneyslu eiturlyfja.
Dagur mótfallinn styttingu opnunartíma skemmtistaða
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík telur ekki rétt að opnunartími skemmtistaða verði styttur varanlega. Lögregla hefur kallað eftir slíkum breytingum.
Nýbygging við FB bylting fyrir nemendur og kennara
Þörf Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir stærri og betri verknámsaðstöðu verður uppfyllt með 2.100 fermetra nýbyggingu. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning um byggingu hennar í gær. 
Myndskeið
Stór fyrirtæki verða flutt af Ártúnshöfða
Flytja þarf stór fyrirtæki á borð við Malbikunarstöðina, Steypustöðina og BM Vallá burt frá Ártúnshöfða, svo hægt sé að byggja þar íbúðir. Forstjóri BM Vallár segist hafa skilning á stöðunni. Borgarstjóri segir að fermetrum atvinnuhúsnæðis á svæðinu fækki nánast ekkert.
Viðtal
Dagur segir ábyrgðarhluta að rýma allt höfuðborgarsvæði
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins segir það ábyrgðarhluta að ætla sér að rýma allt höfuðborgarsvæðið. Áríðandi sé þó að áætlun um slíkt sé til.
Græn borg: Miklabraut og Sæbraut í stokk
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir stefnt að því á næstu tíu árum að borgin verði framúrskarandi hjólreiðaborg á alþjóðamælikvarða. Þetta kom fram á kynningarfundi borgarstjórnar um græna borg í morgun.
Vilja þegar hefja lagningu Sundabrautar að norðanverðu
Í yfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi í gær kemur fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi er bjartsýnn á að verkinu muni vinda hratt áfram.
Rannsókn lýkur í fyrsta lagi um næstu mánaðarmót
Ekki er gert ráð fyrir að rannsókn á skotárás á bíl fjölskyldu Dags B Eggertssonar borgarstjóra ljúki fyrr en í fyrsta lagi um næstu mánaðarmót. Þetta segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Rannsóknin gangi ágætlega.