Færslur: Dagbók lögreglu

Þrjár líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í gærkvöldi og í nótt. Einn var handtekinn á öðrum tímanum í nótt eftir að hafa ráðist að öðrum og veitt honum áverka með eggvopni.
Hnupl og gripdeildir í miðborginni
Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í miðborginni á tíunda tímanum í gærkvöldi. Hann er grunaður um hnupl og að hafa kýlt öryggisvörð í andlitið á leið sinni út úr verslun.Maðurinn gisti fangageymslur lögreglu vegna rannsóknar málsins.
Veitingamenn fara almennt eftir sóttvarnarreglum
Starfsmenn veitingastaða í miðborginni standa sig yfirleitt vel þegar kemur að því að framfylgja gildandi sóttvarnarreglum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sótti nokkra veitingastaði í miðborginni heim í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að kannað var hvort rekstrarleyfi væru gild.
Sparkaði í lögreglubíl og reyndi að stinga af
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna háværs samkvæmis miðsvæðis í borginni skömmu eftir miðnætti í nótt. Fjöldi ungmenna hafði safnast þar saman og myndaðist múgæsingur við komu lögreglunnar að því er segir í dagbók.
„Lögregla á ekki að þurfa að slá á putta veitingamanna“
Yfirlögregluþjónn segir lögreglu ekki eiga að þurfa að segja veitingamönnum til, þeir þekki reglurnar. Eigendur tveggja veitingastaða brutu sóttvarnalög í miðborginni í nótt og lögreglan leysti upp ólöglega útitónleika.
Þrír grunaðir um líkamsárás og brot á vopnalögum
Þrír menn voru handteknir í Árbæ á tólfta tímanum í gærkvöldi, grunaðir um líkamsárás og brot á vopnalögum. Þeir eru nú vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ekki sé vitað um áverka þess sem fyrir árásinni varð.
Óboðinn gestur í Grafarvogi og hnupl í Breiðholti
Lögreglan vísaði óvelkomnum gesti út af heimili í Grafvarvogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn er jafnframt grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.
Bíll brann á bílastæði
Á tólfta tímanum i gærkvöldi var tilkynnt um eld í bíl við Vífilstaðaveg í Garðabæ þar sem hann stóð á bílastæði. Slökkvilið var kallað á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Ekki er vitað um eldsupptök.
Flugeldi skotið inn um glugga og bíl ekið á vegrið
Flugeldi var skotið inn um glugga á leikskóla í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Í dagbók lögreglu kemur ekki fram hvort eða hve mikið tjón varð á húsinu.
Lögreglan varar við mikilli hálku á höfuðborgarvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við mikilli hálku á götum og gangstéttum í borginni. Hiti er nú rétt yfir frostmarki en mikið rigndi í gærkvöldi og í nótt.
Eldur í grilli og flugeldahávaði í höfuðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að bregðast við á þriðja tug útkalla vegna hávaða og ónæðis af flugeldum í gærkvöldi og í nótt. Á áttunda tímanum í gærkvöldi kom upp eldur í grilli á svölum húss í miðbæ Reykjavíkur.
Hnífstunguárás í miðborginni og svefn í golfskála
Maður hlaut stungusár eftir árás í miðborg Reykavíkur í gærkvöldi. Sá sem fyrir árásinni varð flúði af vettvangi að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en árásarmaðurinn náðist og gistir nú fangageymslu.
Skotglaðir trufla kvöld- og næturfrið
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust margar tilkynningar um hávaða og ónæði af flugeldum í gærkvöld og í nótt. Ekkert hverfi eða bæjarfélag er þar undanskilið.
Ónæði af flugeldum um allt höfuðborgarsvæðið
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fjöldi tilkynninga um hávaða og ónæði af völdum sprengiglaðra í öllum hverfum borgarinnar í gærkvöld og nótt.
Hávær tónlist og tilraun til innbrots
Maður nokkur reyndi að brjóta sér leið gegnum glugga inn í íbúð í Háaleits- og bústaðahverfi eldsnemma í morgun. Sá sem að verki var komst undan á flótta en hafði í hótunum við húsráðanda sem missti af innbrotsmanninum.
Ölvaðir reyndu að komast inn í ókunn hús
Ölvaður maður æddi inn í hús í Garðabæ í gærkvöldi að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sá á yfir höfði sér ákæru fyrir innbrot og skemmdarverk.
Veitingamenn virðast hafa náð tökum á sóttvarnarreglum
Ástand var almennt mjög gott á þeim stöðum sem lögregla heimsótti í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn gengu niður Laugaveg, Bankastræti og Austurstræti.
Vopnalagabrot og flugeldi kastað inn um glugga
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann síðdegis í gær, grunaðan um þjófnað, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Fjöldi hnífa og skotvopna fannst á heimili mannsins sem er í haldi lögreglu.
Sóttvarnir veitingahúsa almennt til fyrirmyndar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sótti á annan tug veitingahúsa í miðborg Reykjavíkur heim í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar segir að flestir hafi verið til fyrirmyndar en á fjórum stöðum hafi þurft að benda á eitthvað sem betur mætti fara.
Skemmdarverk og brot á sóttvarnarlögum
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um brot á sóttvarnarlögum á veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi.
Þvottavél stolið meðan á þvotti stóð
Íbúi í fjölbýlishúsi í miðborg Reykjavíkur varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu í gærkvöldi að þvottavélinni hans var stolið á meðan hann þvoði fötin sín.
Faldi tvo lambahryggi undir úlpunni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékkst við fjölbreytt verkefni að vanda í gærkvöldi og í nótt. Um kvöldmatarleytið í gær barst lögreglu tilkynning um þjófnað úr matvöruverslun á Seltjarnarnesi, en þar hafði maður sett tvo lambahryggi undir úlpu sína en missti þá er hann hugðist yfirgefa verslunina.
Bíl ekið á hús í Breiðholti
Bíl var ekið á hús í Neðra-Breiðholti í gærkvöldi og yfirgefinn. Vitni var að atburðinum og skráningarnúmer og gerð ökutækis eru þekkt. Málið er í rannsókn.
Grímulaus til vandræða í verslun
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu á tíunda tímanum í gærkvöldi um að tveir menn hefðu veist að einum í miðborginni.
Í mörg horn að líta hjá lögreglu í nótt
Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í miðborginni og víðar var mikið um samkvæmishávaða og ónæði, þjófnaði og ölvun, segir í dagbók lögreglu.