Færslur: Dagbók lögreglu

Fimmtán ára í árekstri grunaður um ölvunarakstur
Umferðaróhapp varð í gærkvöldi um miðnætti þegar fimmtán ára ökumaður á léttu bifhjóli með farþega aftan á ók á bíl á Fjallkonuvegi í Grafarvogi. Bæði ökumaður og farþegi voru fluttir á bráðadeild til aðlhlynningar. Ekki er vitað um líðan þeirra.
Stal úr verslun, af hóteli og úr búningsklefa
Rafskútu var stolið í Háleitis- og Bústaðahverfi í gærkvöldi. Einstaklingur sást á upptöku öryggismyndavéla stela rafskútunni. Hann var handtekinn af lögreglu síðar um kvöldið og var hann þá með rafskútuna.
Hrækt á lögreglu, ránstilraunir og heimilisofbeldi
Kona nokkur læsti sig inni á baðherbergi heima hjá sér á Seltjarnarnesi í nótt og komst ekki þaðan út af sjálfsdáðum.
Óboðnir gestir og rof á einangrun
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í gærkvöldi að hafa afskipti af manni sem sagður var í annarlegu ástandi á heimili sínu, vopnaður hnífum.
Grjót féll af palli vörubíls á fólksbíl
Í ýmsu var að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt. 55 mál komu inn á borð lögreglu og fimm voru vistaðir í fangageymslu.
Erill á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Um sextíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Maður var handtekinn í miðbænum eftir að hafa gert tilraun til að stela úr verslun og ráðist á öryggisvörð verslunarinnar. Fjórtán ára ökumaður var stöðvaður í hverfi 105 með fjóra jafnaldra sína í bílnum.