Færslur: Dagbók lögreglu

Þrír handteknir vegna gruns um brot á sóttvarnalögum
Lögeglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum á níunda tímanum í gærkvöldi vegna gruns um brot á sóttvarnalögum, en þeir áttu að vera í einangrun vegna COVID-19 smits. Einn maðurinn var handtekinn vegna hótana og vistaður í fangageymslu.
Tekinn á ofsahraða í Ártúnsbrekku
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för ökumanns í Ártúnsbrekku skömmu eftir klukkan 1 í nótt. Hann var á 137 kílómetra hraða á klukkustund, en leyfilegur hámarkshraði þar er 80 km/klst. Hann neitaði sök.
Einn strauk úr sóttvarnarhúsinu og átök brutust út
Átök brutust úr í sóttvarnarhúsinu á Rauðarárstíg um hálf níu í gærkvöldi og þurfti að kalla lögreglu til. Um klukkustund fyrr var lögreglu einnig tilkynnt að einn væri að strjúka þaðan úr sóttkví.
06.10.2020 - 07:01
Líkamsárás á Laugavegi í nótt
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í verslun við Laugaveg klukkan rúmlega tvö í nótt. Þar hafði ungur maður í annarlegu ástandi ráðist á starfsmann verslunarinnar þegar verið var að vísa honum út úr versluninni.
Kyrrlátt kvöld í miðborg en unglingateiti í Kópavogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með samkomustöðum í gærkvöldi  og lagði sérstaka áherslu á skemmtistaði og krár. Í dagbók lögreglu kemur fram að farið var á allt að fjörutíu staði í miðborginni og austurbænum.
Þrír fluttir á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum
Þrír voru fluttir á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur á ellefta tímanum í gærkvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er ekki vitað hversu alvarleg meiðsl þeirra eru eða hversu margir tóku þátt í slagsmálunum.
30.08.2020 - 08:10
Handtekinn grunaður um ræktun fíkniefna og heimabrugg
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöld og nótt. Maður var handtekinn í Vesturbæ Reykjavíkur grunaður um ræktun fíkniefna og bruggun áfengis. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu og málið er til rannsóknar.
Réttindalaus með barn í bíl
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði réttindalausan ökumann á níunda tímanum í gærkvöldi. Hann var með barn í bílnum og var málið tilkynnt til barnaverndaryfirvalda. Maðurinn var látinn laus að lokinni skýrslutöku.
Boðflennu vísað úr húsi í Hafnarfirði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna óvelkomins manns á heimili í Hafnarfirði og tók lögregla að að sér að vísa manninum á dyr.
Flestir staðir sem lögregla heimsótti með sitt á hreinu
Lögreglan fór í eftirlitsferðir á átta veitingastaði í Kópavogi og Breiðholti í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru flestir staðir með allt sitt á hreinu og til fyrirmyndar. Gerð var ein athugasemd þar sem vantaði spritt í sal og ætlaði starfsfólk að lagfæra það strax.
12.08.2020 - 06:16
Virtu ekki tveggja metra regluna á djamminu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld afskipti af tveimur veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur sem ekki uppfylltu kröfur um sóttvarnir. Ekki var unnt að uppfylla tveggja metra regluna á stöðunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.
10.08.2020 - 07:24
Fimmtán ára í árekstri grunaður um ölvunarakstur
Umferðaróhapp varð í gærkvöldi um miðnætti þegar fimmtán ára ökumaður á léttu bifhjóli með farþega aftan á ók á bíl á Fjallkonuvegi í Grafarvogi. Bæði ökumaður og farþegi voru fluttir á bráðadeild til aðlhlynningar. Ekki er vitað um líðan þeirra.
Stal úr verslun, af hóteli og úr búningsklefa
Rafskútu var stolið í Háleitis- og Bústaðahverfi í gærkvöldi. Einstaklingur sást á upptöku öryggismyndavéla stela rafskútunni. Hann var handtekinn af lögreglu síðar um kvöldið og var hann þá með rafskútuna.
Hrækt á lögreglu, ránstilraunir og heimilisofbeldi
Kona nokkur læsti sig inni á baðherbergi heima hjá sér á Seltjarnarnesi í nótt og komst ekki þaðan út af sjálfsdáðum.
Óboðnir gestir og rof á einangrun
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í gærkvöldi að hafa afskipti af manni sem sagður var í annarlegu ástandi á heimili sínu, vopnaður hnífum.
Grjót féll af palli vörubíls á fólksbíl
Í ýmsu var að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt. 55 mál komu inn á borð lögreglu og fimm voru vistaðir í fangageymslu.
Erill á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Um sextíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Maður var handtekinn í miðbænum eftir að hafa gert tilraun til að stela úr verslun og ráðist á öryggisvörð verslunarinnar. Fjórtán ára ökumaður var stöðvaður í hverfi 105 með fjóra jafnaldra sína í bílnum.