Færslur: Dagbók lögreglu

Sofandi í bílastæðahúsi með þýfi meðferðis
Lögregla hafði afskipti af manni í gær sem svaf ölvunarsvefni í bílastæðahúsi í borginni. Sá reyndist vera með þýfi með sér. Í dagbók lögreglu er greint frá að hann gisti fangageymslur þar til hægt sé að taka af honum skýrslu.
24.05.2022 - 07:38
Köstuðu múrsteini og flugeldi inn um rúðu
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um rúða hefði verið brotin í húsi með því að kasta í hana grjóti og að loks hefði flugeldi verið varpað inn um opið.
Tveir handteknir grunaðir um íkveikju
Einn bíll á vegum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sendur laust eftir klukkan þrjú í nótt til að slökkva eld í vinnuskúr í Elliðaárdal fyrir neðan Árbæjarhverfi.
Barði dyravörð með veski
Lögregla hafði afskipti af konu sem réðst á dyravörð á veitingastað í miðborginni stuttu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Konunni hafði verið vísað út af staðnum en kom fljótlega til baka, skvetti bjór yfir dyravörðinn og byrjaði að berja hann með veski sínu. Þegar lögregla kom á vettvang hafði konan verið færð í tök og var hún þá orðin róleg. Hún var beðin um að yfirgefa svæðið.
Handtekinn eftir árekstur á Miklubraut
Harður árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar á öðrum tímanum í nótt. Tveir bílar skullu saman og fjórir slösuðust og voru fluttir á Bráðadeild. Annar ökumaðurinn var handtekinn í kjölfarið, grunaður um ölvun við akstur. Eftir aðhlynningu á Bráðadeild var hann vistaður í fangelsi lögreglu.
14.05.2022 - 09:00
Gaf lögreglu kennitölu systur sinnar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði ítrekuð afskipti af konu í annarlegu ástandi í Hafnarfirði í nótt. Í fyrra skipti sem lögregla hafði afskipti af henni veitti konan lögreglu rangar persónuupplýsingar og gaf upp kennitölu systur sinnar. Við seinni afskipti kom rétt kennitala í ljós.
05.05.2022 - 09:09
Gripinn glóðvolgur við innbrot
Innbrotsþjófur var gripinn glóðvolgur í Grafarvogi rétt eftir klukkan níu í gærkvöldi. Lögregla handtók manninn á vettvangi og gistir hann fangageymslu.
Keyrðu upp á hringtorg og reyndu að hlaupa á brott
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átti fullt í fangi með að hafa afskipti af ölvuðum einstaklingum í nótt. Meðal annars var tilkynnt um einstaklingar í annarlegu ástandi á hóteli í miðbænum, í verslun í Hlíðunum, og í bílakjallara í miðborginni, en sá síðastnefndi hafði ráðist á öryggisverði og var vistaður í fangageymslu. Þá var einnig talsvert um ölvunarakstur í nótt.
02.05.2022 - 07:22
Vaknaði við að innbrotsþjófur beindi að honum vasaljósi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot í hús í vesturbæ Reykjavíkur um tvöleytið í nótt. Í dagbók lögreglu segir að húsráðandi hafi vaknað þegar ljósgeisla frá vasaljósi var beint í andlit hans
Reyndi að sleppa frá lögreglu á rafmagnsvespu
Lögregla hafði afskipti af konu í nótt fyrir glæfralegan akstur á rafmagnsvespu. Stutt eftirför endaði með því að konan ók vespunni á lögreglubílinn.
Reyndi að stela lambalærum og hrækti á öryggisvörð
Lögreglan fékk tilkynningu skömmu fyrir miðnætti um mann sem var stöðvaður er hann var að ganga út úr verslun með tvö lambalæri sem hann hafði ekki greitt fyrir.
Róleg nótt hjá lögreglu
Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af ungmennum á vespu sem voru hjálmlaus.
27.04.2022 - 07:02
Tvær líkamsárásir á konur í Hafnarfirði í nótt
Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt en um níutíu mál rötuðu á hennar borð. Mörg málanna tengjast ölvun og hávaða frá heimilum og veitingahúsum.
24.04.2022 - 07:56
Borðaði grænmeti úr kælinum og sló starfsmann
Lögreglan hafði afskipti af aðila sem hafði byrjað að borða ferskt grænmeti úr kæli í verslun í miðbænum. Þegar starfsmaður verslunarinnar bað aðilann um að hætta byrjaði hann með vesen, að sögn lögreglu, og sló starfsmanninn. Þegar lögregla kom á vettvang hafði aðilinn róast og málið leystist friðsamlega.
23.04.2022 - 19:47
Tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Alls voru um áttatíu mál skráð í dagbók lögreglu og tólf vistaðir í fangageymslu.
Fimmtán ára drengir réðust á jafnaldra sinn
Hópur fimmtán ára drengja réðst á jafnaldra sinn í Grafarvogi í Reykjavík síðdegis í gær og veitti honum áverka á andliti og víðar. Í dagbók lögreglu kemur fram að drengurinn, sem varð fyrir árásinni, hafi ekki verið fluttur með sjúkrabíl heldur ætlað að leita sér læknisaðstoðar sjálfur. Málið er unnið með aðkomu foreldra og Barnaverndar.
20.04.2022 - 07:43
Vopnaður boga og örvum í matvörubúð í Reykjavík
Lögregla gerði upptækan boga og örvar hjá manni sem gekk um með þann vopnabúnað í matvöruverslun í Neðra-Breiðholti í Reykjavík í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að bogamaðurinn hafi verið í annarlegu ástandi.
Reyndi að brjótast inn í flutningabíla í Reykjavík
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi í gærkvöldi. Lögreglunni barst tilkynning um að hann væri meðal annars að reyna að brjótast inn í flutningabíla.
Braut rúðu á bráðamóttökunni í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í nótt sem hafði brotið rúðu á bráðamóttökunni. Maðurinn var í annarlegu ástandi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu í morgun. 
03.04.2022 - 08:41
Níu grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt eins og verða vill um helgar. Níu mál eru tilgreind í dagbók lögreglu, þar sem ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Í einu tilfelli svaraði ökumaður ekki kalli lögreglu um að stöðva bifreiðina, svo lögregla veitti ökumanni eftirför. Ökumaður nam staðar stuttu síðar, en fór ásamt farþega á hlaupum í burtu frá lögreglu. Þeir náðust stuttu síðar og voru vistaðir í fangaklefa.
02.04.2022 - 08:37
Ók undir áhrifum fíkniefna með skotvopn í bílnum
Ökumaður í Hlíðunum í Reykjavík var stöðvaður af lögreglu í dag og reyndist aka undir áhrifum fíkniefna. Við leit lögreglu í bifreið mannsins fannst skotvopn, skothelt vesti og kylfa.
24.03.2022 - 22:40
Handtekinn fyrir að ræna úr verslun í miðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur mann í haldi grunaðan um að ræna verslun í miðborg Reykjavíkur í gær.
21.03.2022 - 06:53
Talsvert um ölvun og óspektir í borginni í nótt
Talsvert var um ölvun og óspektir í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á svæðinu. Tilkynningar bárust um ofurölvi fólk, um árásir og gripdeildir og eignaspjöll.
Lögregla stöðvaði skutlara sem átti að vera í einangrun
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni á þriðja tímanum í nótt sem var með þrjá farþega í bílnum sínum en átti að vera í einangrun enda greindur með Covid. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Maðurinn verður kærður fyrir brot á sóttvarnalögum.
20.02.2022 - 10:08
Líkamsárás á Seltjarnarnesi
Tilkynnt var um líkamsárás á Seltjarnarnarnesi upp úr klukkan eitt í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru árásarmennirnir þrír en þeir komust undan áður en lögregla mætti á vettvang. Manninum sem varð fyrir árásinni var ekið á bráðadeild til aðhlynningar en ekki er vitað um meiðsl hans.