Færslur: Dagbók lögreglu

Byltur og björgunaraðgerðir í borginni
Lögregla og björgunarsveitir höfðu í mörg horn að líta í gærkvöld og í nótt. Nokkuð var um byltur og önnur óhöpp. Björgunarsveitir liðsinntu göngumanni í vanda og strönduðum sjófarendum.
Drukkinn barði rangt hús að utan og vildi komast inn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sá um að koma drukknum manni heim til sín eftir að hann hafði farið húsavillt, ekki komist inn og því barið húsið allt að utan. Nokkuð var um ölvun á svæðinu auk þess sem kona hlaut brunasár af djústeikingarfeiti og unglingur datt og slasaðist.
Líkamsárásir og íkveikjur í höfuðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk þrjár tilkynningar um líkamsárásir í gærkvöldi. Tvisvar var kveikt í pappagámi í Neðra-Breiðholti með nokkurra stunda millibili án þess að miklar skemmdir yrðu.
Eldur reyndist vera bjarmi frá lampa
Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent af stað skömmu eftir miðnætti vegna tilkynningar um eld Árbæjarhverfi. Þegar til kom reyndist eldurinn vera bjarmi frá lampa og því var allt lið afturkallað.
Hótaði lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær sem hafði skemmt bíla og veist að fólki í Neðra-Breiðholti. Hann tók handtökunni ekki vel og hótaði lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.
Gekk drukkinn í veg fyrir bíla og reyndi að komast inn
Drukkinn maður gekk í veg fyrir bifreiðar á ferð í Efra-Breiðholti í gærkvöldi og reyndi að komast inn í þær. Lögreglu var tilkynnt um athæfið, maðurinn var handekinn og vistaður í fangaklefa vegna ölvunarástands síns.
Líkamsárásir, þjófnaðir og akstur undir áhrifum
Allnokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fjórum sinnum bárust tilkynningar um líkamsárásir og þremur tilfellum urðu konur fyrir barðinu á árásarmönnum.
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur bíls og hjóls
Einn var fluttur á slysadeild eftir að bifreið var ekið á rafhlaupahjól á gatnamótum í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir miðnættið í gær. Stjórnendur beggja tækja eru taldir hafa verið undir áhrifum.
Teknir á tvöföldum hámarkshraða í Ártúnsbrekku
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Ártúnsbrekku í Reykjavík rétt fyrir klukkan tvö í nótt eftir að hafa mælst á 157 kílómetra hraða, eða nærri tvöföldum hámarkshraða. Mennirnir viðurkenndu að hafa verið í spyrnu.
18.08.2021 - 07:23
Konu hrint niður stiga á veitingahúsi
Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf tólf í gærkvöld, þar sem konu var hrint niður stiga. Hún hlaut höfuðhögg og var meðvitundarlítil þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Konan var flutt með sjúkrabíl á bráðadeild. Ekki er vitað meira um líðan konunnar að svo stöddu.
35 fluttir með sjúkrabíl vegna COVID-19
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast síðasta sólarhring, en alls voru 35 manns fluttir með sjúkrabíl vegna COVID-19. Þar af voru tólf fluttir vegna COVID-19 í nótt.
Hópslagsmál og ölvunarakstur í nótt
Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri sem og á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tilkynnt var um hópslagsmál og voru margir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.
Slökkvilið fór í 56 covid-flutninga síðasta sólarhring
Síðasti sólarhringur var erilsamur hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem fór í 155 sjúkraflutninga og þar af 56 covid-flutninga sem krefst meiri viðbúnaðar.
Þjófar stálu utanborðsmótor í Hafnarfirði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt. Meðal annars barst tilkynning um þjófnað frá siglingaklúbbi í Hafnarfirði en þar hafði utanborðsmótor verið stolið af bát.
29.07.2021 - 07:32
Maður á hraðferð fór í gegnum rúðu á kvikmyndahúsi
Í gærkvöldi var tilkynnt um slys í kvikmyndahúsi í Vesturbæ Reykjavíkur. Bíógestur áttaði sig á að honum hefði láðst að læsa bílnum sínum. Þegar hann ætlaði að hlaupa út úr húsinu og læsa bílnum, áður en myndin byrjaði, vildi ekki betur til en svo að hann fór í gegnum rúðu á kvikmyndahúsinu.
Sextán ára gripinn við innbrot í gáma
Hinn langi armur laganna náði í nótt í skottið á 16 ára gömlum dreng eftir að tilkynnt hafði verið um grunsamlegar mannaferðir á byggingasvæði. Ungi maðurinn var gripinn glóðvolgur við að reyna að brjótast inn í gáma. Lögregla færði drenginn á lögreglustöð, hringdi í móður hans og ók honum síðan heim.
27.07.2021 - 06:54
Ekið á hjólandi vegfaranda
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um umferðarslys. Þar hafði verið ekið á hjólandi vegfaranda sem slasaðist þó ekki alvarlega. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
26.07.2021 - 06:45
Hafði uppi óspektir og hrækti í andlit öryggisvarðar
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt í gærkvöld um mann sem áreitti gangandi vegfarendur í miðborginni auk þess sem hann hrelldi viðskiptavini og starfsfólk verslunar með framferði sínu. Meðal annars hrækti hann í andlit öryggisvarðar. Maðurinn var horfinn á braut þegar lögreglu bar að.
Sleginn í miðbænum og fluttur á bráðadeild
Verkefni lögreglu voru margvísleg í nótt. Maður var fluttur á bráðamóttöku eftir að hafa verið sleginn fyrir utan öldurhúss í miðborginni. Fram kemur í dagbók lögreglu að ekki sé vitað hvert ástand mannsins sé.
Handtekinn á bar með barn, hníf og fíkniefni
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um mann sem sat að drykkju á bar í Laugardal með ungt barn sér við hlið. Brást hann illa við afskiptum lögreglu og veitti mótþróa, að því er segir í dagbók lögreglu.
07.07.2021 - 07:16
Stöðvuð en vildu hvorugt viðurkenna að hafa ekið bílnum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af allmörgum ökumönnum í gærkvöld og nótt. Þar á meðal karli og konu sem þvertóku bæði fyrir að hafa ekið bíl sem stöðvaður var í miðborg Reykjavíkur.
Erill á Akureyri í nótt
Einn gisti fangageymslur Lögreglunnar á Akureyri í nótt sökum ölvunar og tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunaraksturs. Töluverður erill var í bænum að sögn lögreglunnar en þar fara nú fram Bíladagar.
Hundur numinn á brott og kona festist í fatagámi
Síðdegis í gær réðist maður nokkur inn á heimili í Kópavogi og hafði með sér hund þaðan sem hann staðhæfði að hann ætti. Lögreglu var tilkynnt um málið og hefur eftir húsráðanda að ekki sé rétt að sá sem tók hundinn eigi hann.
Dólgslæti á slysadeild og bílar barðir utan
Lögregla var kölluð á slysadeildina í Fossvogi í nótt vegna manns sem lét öllum illum látum eins og það er orðað í dagbók lögreglu. Hann reyndist í annarlegu ástandi og var því handtekinn.
Beinbrotnir togarasjómenn fluttir á bráðamóttöku í nótt
Tveir skipverjar á togara slösuðust við veiðar í nótt. Togarinn kom að landi á fjórða tímanum í nótt og þá voru skipverjarnir fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Báðir eru taldir beinbrotnir að sögn lögreglu en ekki hafa fengist frekari upplýsingar um líðan þeirra.