Færslur: Dagbók lögreglu

Flugeldi skotið inn um glugga og bíl ekið á vegrið
Flugeldi var skotið inn um glugga á leikskóla í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Í dagbók lögreglu kemur ekki fram hvort eða hve mikið tjón varð á húsinu.
Lögreglan varar við mikilli hálku á höfuðborgarvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við mikilli hálku á götum og gangstéttum í borginni. Hiti er nú rétt yfir frostmarki en mikið rigndi í gærkvöldi og í nótt.
Eldur í grilli og flugeldahávaði í höfuðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að bregðast við á þriðja tug útkalla vegna hávaða og ónæðis af flugeldum í gærkvöldi og í nótt. Á áttunda tímanum í gærkvöldi kom upp eldur í grilli á svölum húss í miðbæ Reykjavíkur.
Hnífstunguárás í miðborginni og svefn í golfskála
Maður hlaut stungusár eftir árás í miðborg Reykavíkur í gærkvöldi. Sá sem fyrir árásinni varð flúði af vettvangi að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en árásarmaðurinn náðist og gistir nú fangageymslu.
Skotglaðir trufla kvöld- og næturfrið
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust margar tilkynningar um hávaða og ónæði af flugeldum í gærkvöld og í nótt. Ekkert hverfi eða bæjarfélag er þar undanskilið.
Ónæði af flugeldum um allt höfuðborgarsvæðið
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fjöldi tilkynninga um hávaða og ónæði af völdum sprengiglaðra í öllum hverfum borgarinnar í gærkvöld og nótt.
Hávær tónlist og tilraun til innbrots
Maður nokkur reyndi að brjóta sér leið gegnum glugga inn í íbúð í Háaleits- og bústaðahverfi eldsnemma í morgun. Sá sem að verki var komst undan á flótta en hafði í hótunum við húsráðanda sem missti af innbrotsmanninum.
Ölvaðir reyndu að komast inn í ókunn hús
Ölvaður maður æddi inn í hús í Garðabæ í gærkvöldi að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sá á yfir höfði sér ákæru fyrir innbrot og skemmdarverk.
Veitingamenn virðast hafa náð tökum á sóttvarnarreglum
Ástand var almennt mjög gott á þeim stöðum sem lögregla heimsótti í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn gengu niður Laugaveg, Bankastræti og Austurstræti.
Vopnalagabrot og flugeldi kastað inn um glugga
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann síðdegis í gær, grunaðan um þjófnað, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Fjöldi hnífa og skotvopna fannst á heimili mannsins sem er í haldi lögreglu.
Sóttvarnir veitingahúsa almennt til fyrirmyndar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sótti á annan tug veitingahúsa í miðborg Reykjavíkur heim í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar segir að flestir hafi verið til fyrirmyndar en á fjórum stöðum hafi þurft að benda á eitthvað sem betur mætti fara.
Skemmdarverk og brot á sóttvarnarlögum
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um brot á sóttvarnarlögum á veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi.
Þvottavél stolið meðan á þvotti stóð
Íbúi í fjölbýlishúsi í miðborg Reykjavíkur varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu í gærkvöldi að þvottavélinni hans var stolið á meðan hann þvoði fötin sín.
Faldi tvo lambahryggi undir úlpunni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékkst við fjölbreytt verkefni að vanda í gærkvöldi og í nótt. Um kvöldmatarleytið í gær barst lögreglu tilkynning um þjófnað úr matvöruverslun á Seltjarnarnesi, en þar hafði maður sett tvo lambahryggi undir úlpu sína en missti þá er hann hugðist yfirgefa verslunina.
Bíl ekið á hús í Breiðholti
Bíl var ekið á hús í Neðra-Breiðholti í gærkvöldi og yfirgefinn. Vitni var að atburðinum og skráningarnúmer og gerð ökutækis eru þekkt. Málið er í rannsókn.
Grímulaus til vandræða í verslun
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu á tíunda tímanum í gærkvöldi um að tveir menn hefðu veist að einum í miðborginni.
Í mörg horn að líta hjá lögreglu í nótt
Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í miðborginni og víðar var mikið um samkvæmishávaða og ónæði, þjófnaði og ölvun, segir í dagbók lögreglu.
Róleg nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í dagbók hennar kemur þó fram að talsvert hafi verið kvartað undan hávaða auk nokkurra minni háttar mála þar sem aðstoðar lögreglu var óskað.
Ruddust inn á heimili í Norðlingaholti með piparúða
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningun skömmu eftir klukkan 19 í gærkvöldi um tvo menn sem höfðu ruðst inn á heimili í Norðlingaholti og beitt þar piparúða. Þeir höfðu flúið af vettvangi er lögreglan kom á staðinn.
Tveir gista fangageymslur grunaðir um rán
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til nokkrum sinnum í nótt vegna illviðrisins. Í dagbók lögreglu kemur fram að ekkert útkallana hafi verið veigamikið. 
Átti að vera í sóttkví og réðst á mann með eggvopni
Einn þriggja manna, sem eru nú í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir líkamsárás þar sem eggvopni var beitt, átti að vera í sóttkví.
16 ára ökumaður tekinn á bíl mömmu sinnar
16 ára ökumaður var stöðvaður af lögreglu í austurbæ Reykjavíkur í gær og reyndist hann hafa tekið bifreið móður sinnar í leyfisleysi. Hann á von á kæru fyrir að aka án ökuréttinda.
Þrír handteknir vegna gruns um brot á sóttvarnalögum
Lögeglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum á níunda tímanum í gærkvöldi vegna gruns um brot á sóttvarnalögum, en þeir áttu að vera í einangrun vegna COVID-19 smits. Einn maðurinn var handtekinn vegna hótana og vistaður í fangageymslu.
Tekinn á ofsahraða í Ártúnsbrekku
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för ökumanns í Ártúnsbrekku skömmu eftir klukkan 1 í nótt. Hann var á 137 kílómetra hraða á klukkustund, en leyfilegur hámarkshraði þar er 80 km/klst. Hann neitaði sök.
Einn strauk úr sóttvarnarhúsinu og átök brutust út
Átök brutust úr í sóttvarnarhúsinu á Rauðarárstíg um hálf níu í gærkvöldi og þurfti að kalla lögreglu til. Um klukkustund fyrr var lögreglu einnig tilkynnt að einn væri að strjúka þaðan úr sóttkví.
06.10.2020 - 07:01