Færslur: Daði og gagnamagnið

Daði og gagnamagnið á topp tíu lista Time
Lag Daða og Gagnamagnsins Think About Things er á lista tímaritsins Time yfir tíu bestu lög ársins. Það eru lögin sem voru spiluð aftur og aftur árið 2020 og svo aftur.
24.11.2020 - 00:11
„Ætla að reyna að koma fyrir tveimur upphækkunum“
„Við vorum bara bæði að suða í hvort öðru,“ segir Daði Freyr um hvernig hann og RÚV sættust á að hann flytti framlag Íslands í Eurovision á næsta ári. „Þetta var aðallega spurning með Söngvakeppnina. En ég er til í að hafa þetta svona,“ sagði Daði við Gísla Martein sem sló á þráðinn til Berlínar í Vikunni í gær.
24.10.2020 - 11:26
Hollendingar lofa því að keppnin verði haldin
„Daði er nú farinn af stað að semja næsta hittara,“ segir Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá RÚV en í dag var tilkynnt að Daði Freyr myndi taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd og engin forkeppni yrði haldin.
23.10.2020 - 17:32
Daði á sér uppáhald í breskum raunveruleikaþætti
Lag Daða og Gagnamagnsins hefur heldur betur slegið í gegn út um allan heim. Á laugardaginn hefst ný þáttaröð af raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing á BBC og eitt dansparið dansar við lagið Think About Things í fyrsta þætti.
22.10.2020 - 10:51
Daði Freyr á topp 40 í Bretlandi
Lag Daða Freys og Gagnamagnsins Think About Things fór beint í 34. sæti breska vinsældalistans þegar hann var kynntur í gær.
30.05.2020 - 22:25
Menningin
„Þetta er alveg búið að vera frekar grillað“
„Það er aðeins búið að róast. Ég er kannski skipulagðari með tímann minn því ég hef minna af honum en lífið mitt er voða svipað sko,“ segir Daði Freyr tónlistarmaður sem hefur átt tröllauknum vinsældum að fagna eftir Eurovision-keppnina sem aldrei varð. 
26.05.2020 - 19:52
Myndskeið
Sendu Eid-kveðjur frá Malasíu með Daða-dansi
Nærri tveir milljarðar fagna einni stærstu hátíð múslima sem gekk í garð í dag. Hátíðahöldin voru þó með óhefbundnu sniði hjá mörgum líkt og við var að búast í skugga heimsfaraldurs. Fjölskylda í Malasíu sendi Eid-kveðjur á Twitter með dansi undir ljúfum tónum Daða og gagnamagnsins.
24.05.2020 - 20:00
Jennifer Garner þvær þvott með Daða
Hollywood leikkonan Jennifer Garner er ein þeirra sem Daði og Gagnamagnið hafa heillað upp úr skónun en hún deildi skemmtilegu myndbandi af sér taka Daðadansinn svokallaða.
19.05.2020 - 08:57
Daði og Gagnamagnið fengu langflest stig frá Norðmönnum
Norðmenn kusu í kvöld lag Daða Freys og Gagnamagnsins, Think About Things, sem það besta sem senda átti í Eurovision söngvakeppnina í ár. Ekkert verður af keppninni vegna COVID-19. Haldin var símakosning í Noregi um besta lagið og þar unnu Daði Freyr og félagar með miklum yfirburðum.
15.05.2020 - 22:34
Í BEINNI
Daði Freyr leikur vinsæl Eurovision-lög
Bein útsending frá heimili Daða Freys í Berlín hefst 19:40. Daði mun leika sín eftirlætis Eurovision-lög fyrir þjóðina eins og honum einum er lagið
15.05.2020 - 19:12
Gagnamagns-dansæði á Instagram og Daða-filter
Dans Daða og Gagnmagnsins við Think About Things hefur slegið í gegn og dansmyndbönd frá fólki hrúgast inn á Instagram. Nú hefur einnig verið búinn til sérstakur filter sem breytir ásýnd fólks og klæðir það í hár og peysu Daða Freys.
15.05.2020 - 09:20
Horfðu á upphafsatriði Daða Freys í Okkar 12 stigum
Þátturinn Eurovision-gleði – okkar 12 stig stendur nú sem hæst. Þátturinn hófst á nýju lagi og myndbandi frá Daða Frey þar sem hann lýsir því hvað það eru mikil vonbrigði að missa af Eurovision í ár.
14.05.2020 - 19:45
Alla leið
Engin spurning að Daði hefði unnið Eurovision
Þegar kom að því að gefa framlagi Íslendinga stig í ár voru álitsgjafar Alla leið alveg sammála þjóðinni, og heimsbyggðinni líka að því er virðist. Think About Things með Daða og Gagnamagninu fær fullt hús stiga og allir á einu máli um að hefði keppnin verið haldin í ár, hefði Ísland loksins landað langþráðum sigri.
03.05.2020 - 10:37
Daði Freyr slær í gegn
Þótt hætt hafi verið við Eurovision er ekki öll von úti enn. 16. maí verður sýndur skemmtiþáttur tileinkaður Eurovision lögunum þar sem Daði Freyr kemur fram.
06.04.2020 - 11:57
Vikan
Fjarfundur með Gagnamagninu
Skemmtilegasti fjarfundur samkomubannsins var í Vikunni með Gísla Marteini þegar Gagnamagnið flutti þessa mögnuðu útgáfu af (næstum því) Eurovision-smellinum Think About Things.
Núllstilling
Daði: „Við hefðum náttúrulega 100% unnið þetta“
„Ég er alveg til í að vera í Eurovision ef fólk vill hleypa mér áfram. En ég er búinn með Söngvakeppnina,“ sagði Daði Freyr þegar Núllstillingin sló á þráðinn til hans í upptökuverið í Berlín.
Daða boðið að koma fram í Eurovision þætti á keppnisdag
Aðstandendur Eurovision hafa tilkynnt að til standi að gera nýjan skemmtiþátt sem sýndur verður 16. maí, daginn sem átti að halda keppnina. Þó engin kosning fari fram verður Daða og Gagnamagninu, ásamt öðrum keppendum í ár, boðið að koma fram.
31.03.2020 - 17:08
Myndskeið
Daði Freyr fékk 12 stig frá BBC
Þó að Eurovision-keppnin í ár hafi verið blásin af telja ýmsir að lýsa ætti Íslendinga sem sigurvegara í keppninni. Daði og Gagnamagnið fengu fullt hús stiga hjá fréttaþul BBC í gær.
19.03.2020 - 20:07
Netverjar keppast við að stæla Daða og Gagnamagnið
Eins og flestir vita þá hefur lag Daða Freys fyrir komandi Eurovision flogið hærra en við Íslendingar eigum að venjast með framlög okkar í keppninni. Lagið er á lista Spotify yfir mest spiluðu lögin í heiminum um þessar mundir og netverjar keppast við að reyna sig við lagið, hvort sem er með söng eða dansi.
Myndskeið
Öll Norðurlöndin búin að velja sér lag
Sigurvegarar frá því í fyrra og þáttakendur í hæfileikakeppnum í sjónvarpi eru meðal þeirra sem Norðurlandaþjóðirnar tefla fram í Eurovision í ár, en öll Norðurlöndin hafa nú valið sitt framlag. Sænskir og danskir sérfræðingar álíta íslenska lagið geta veitt þeirra framlögum einna mesta samkeppni.
08.03.2020 - 16:24
Síðdegisútvarpið
Atriðinu ekki breytt fyrir Eurovision
Á laugardaginn varð ljóst að lagið Think About Things með Daða og Gagnamagninu verður framlag Íslendinga í Eurovision. Þau Daði Freyr og Árný Fjóla eru hægt og rólega að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn en mikil vinna er fram undan, þrátt fyrir að þau búast ekki við miklum breytingum á atriðinu.
Hljómskálinn
„Sérstök tengsl sem við höfum ekki við neinn annan“
Daði Freyr sem sigraði í Söngvakeppninni á laugardagskvöldið ásamt Gagnamagninu, og Árný Fjóla, sem er félagi í Gagnmagninu, eru par. „Ég vinn mest einn þannig séð, en það fer samt í gegnum hana,“ segir Daði Freyr í Hljómskálanum og Árný Fjóla tekur undir. „Ég er með puttana í öllu sem hann gerir,“ segir hún kotroskin.
Söngvakeppnin
Russell Crowe tístir um Gagnamagnið
Fjör er að færast í leikana í aðdraganda Söngvakeppnisúrslitanna og keppendum berst stuðningur úr ýmsum áttum. Fátt hefur reynst jafn óvænt enn sem komið er og þegar Russell Crowe blandaði sér óvænt í málið í morgun. Það kom meðlimum Gagnamagns Daða sjálfsagt skemmtilega á óvart þegar stórleikarinn tvítaði um lag þeirra.
19.02.2020 - 10:40
Söngvakeppnin
„Ég er að tuska þetta lið í form“
Daði Freyr og Gagnamagnið sem lentu eftirminnilega í öðru sæti í Söngvakeppninni 2017 eru mætt aftur til leiks. Þau verða fyrst á svið í seinni undankeppni Söngvakeppninnar klukkan 19:45 í kvöld með töluvert flóknara lag og dans en síðast sem nefnist í höfuðið á genginu.
Söngvakeppnin
„Þú verður bara á bak við eldavélina“
Á meðal þeirra sem taka þátt í Söngvakeppninni í ár eru tónlistarhjónin Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson. Hildur Vala flytur lagið Fellibylur eftir þau hjón sem freista þess í ár að komast til Rotterdam og keppa þar fyrir hönd Íslands í Eurovision.