Færslur: Daði og gagnamagnið

Viðtal
Árný býður upp á rímur og prjónaskap í Rotterdam
Íslenski Eurovision-hópurinn er byrjaður að undirbúa ferðalag til Rotterdam þar sem Daði og Gagnamagnið stíga á svið í fyrri undanúrslitum 20. maí. Felix Bergsson fararstjóri íslenska hópsins, segir að enn sé mjög óljóst hver komi til með að sigra keppnina í ár. Daða er spáð sjöunda sæti með lagið 10 years sem gæti auðveldlega skriðið ofar þegar fólk hefur lært dansinn.
14.04.2021 - 13:46
Myndskeið
Bolaðu skrímslum í burtu með dansinum hans Daða
Daði Freyr fer yfir danssporin í Eurovision-laginu 10 Years í nýju kennslumyndbandi.
12.04.2021 - 15:29
Daði og gagnamagnið áttundu á svið í Rotterdam
Daði og Gagnamagnið verða áttundu í röðinni upp á svið á síðara Eurovision-undanúrslitakvöldinu í Rotterdam í maí, en röðun keppenda var gerð opinber í morgun.
30.03.2021 - 11:32
Myndskeið
Daði og Gagnamagnið frumsýna myndbandið við 10 Years
Daði og Gagnamagnið eru eina von mannkyns í myndbandinu við Eurovision-lagið 10 Years, þar sem skrímsli, eldfjöll og Ólafur Darri Ólafsson koma við sögu.
29.03.2021 - 11:17
Myndskeið
Frumflutningur á framlagi Íslands í Eurovision 2021
Þéttur taktur, dansspor, fallegur texti og stuð einkenna lagið 10 years með Daða og Gagnamagninu sem er Eurovision-framlag Íslendinga árið 2021. Lagið fjallar um samband Daða og Árnýjar konu hans og var í kvöld frumflutt í þættinum Straumar á RÚV.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Straumar — Eurovision
Framlag Íslendinga í Eurovision 2021, 10 years með Daða og Gagnamagninu, er frumflutt í Straumum kvöldsins. Í þættinum verður fjallað um Eurovision-fárið sem hefur staðið yfir með hléum frá 1956.
13.03.2021 - 19:25
Opinber frumflutningur á lagi Daða í kvöld
Framlag Íslendinga í Eurovision í ár verður frumflutt í fullum gæðum í þættinum Straumar sem er á dagskrá eftir fréttir í kvöld. Daði stefnir að því að tryggja Íslendingum að minnsta kosti þátttöku í úrslitum keppninnar, en vonandi líka sæti ofarlega á úrslitakvöldinu, með laginu 10 years.
13.03.2021 - 10:19
Viðtal
„Smáskammtur af gáfumannaræpu í bland við sprell“
Nýir tónlistar- og skemmtiþættir hefja göngu sína á RÚV á laugardag þar sem lag Daða og Gagnamagnsins í Eurovision verður frumflutt.
12.03.2021 - 10:12
Myndskeið
Nýja laginu hans Daða lekið: „Þetta er klár þjófnaður“
Sjóræningjaútgáfu af nýju Eurovision-lagi Daða og Gagnamagnsins, 10 years, sem til stendur að frumflytja í sjónvarpinu á laugardagskvöld, hefur verið lekið á netið. Lagið er komið í almenna dreifingu á netinu og hefur verið birt á fjölmörgum síðum, bæði hér heima og erlendis. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að þetta sé óþolandi, en að allir beri sig þó vel og haldi sínu striki. Forsvarsmenn Eurovision-keppninnar verði krafðir svara um hvernig svona nokkuð geti gerst.
Myndskeið
Man eftir að hafa fengið fljúgandi spólur í andlitið
Sigrún Birna Pétursdóttir er bakrödd í Gagnamagninu. Hún er líka litla systir Daða Freys. Systkinunum semur yfirleitt vel en það gengur á ýmsu, eins og við er að búast þegar sex ár eru á milli.
06.03.2021 - 10:45
Viðtal
„Ég hef reynt að segja þeim að þetta sé of flókið“
Það eru margir utanaðkomandi þættir sem skipta máli í samsetningu Eurovision-atriðis Daða og Gagnamagnsins. Að baki sjónarspilinu er einn í fjölskyldunni sem sér um að skrúfa, bora og negla saman hljóðfæri og búninga.
01.03.2021 - 14:04
„Ég kyssti hana líka, bara svo það sé á hreinu“
Daði Freyr og Árný Fjóla kynntust í Fjölbrautaskólanum á Selfossi en byrjuðu ekki að vera par fyrr en tveimur árum síðar, þegar Árný tók af skarið og kyssti Daða á Hróaskelduhátíðinni 2010. Daði vill þó meina að kossinn hafi verið sameiginleg ákvörðun. Eurovision-framlag Íslendinga 2021 fjallar um samband þeirra sem hefur varað í tíu ár.
27.02.2021 - 11:18
Eurovision-lag Íslands komið með nafn
Lag Daða og Gagnamagnsins í Eurovision er beint framhald af Think About Things. „Lagið fjallar um það að við Árný séum búin að vera saman í 10 ár. Hvernig ástin styrkist með tímanum.“
24.02.2021 - 11:00
Byrjuð að sauma búninga fyrir Eurovision-myndbandið
Daði og Árný í Gagnamagninu hafa síðustu daga birt fjölda mynda á samfélagsmiðlum þar sem þau fást við óvenjulega búningagerð. Þar nota þau það sem til er, svampdýnur, forláta vinnubuxur, gærubúta og ýmis gömul raftæki.
Lagið frumflutt 13. mars — Keppnishugur í Daða
Lag Daða Freys Péturssonar, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam í maí, verður frumflutt í nýjum sjónvarpsþætti á RÚV 13. mars. Daði segist stefna á sigur.
27.01.2021 - 12:52
Daði og gagnamagnið á topp tíu lista Time
Lag Daða og Gagnamagnsins Think About Things er á lista tímaritsins Time yfir tíu bestu lög ársins. Það eru lögin sem voru spiluð aftur og aftur árið 2020 og svo aftur.
24.11.2020 - 00:11
„Ætla að reyna að koma fyrir tveimur upphækkunum“
„Við vorum bara bæði að suða í hvort öðru,“ segir Daði Freyr um hvernig hann og RÚV sættust á að hann flytti framlag Íslands í Eurovision á næsta ári. „Þetta var aðallega spurning með Söngvakeppnina. En ég er til í að hafa þetta svona,“ sagði Daði við Gísla Martein sem sló á þráðinn til Berlínar í Vikunni í gær.
24.10.2020 - 11:26
Hollendingar lofa því að keppnin verði haldin
„Daði er nú farinn af stað að semja næsta hittara,“ segir Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá RÚV en í dag var tilkynnt að Daði Freyr myndi taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd og engin forkeppni yrði haldin.
23.10.2020 - 17:32
Daði á sér uppáhald í breskum raunveruleikaþætti
Lag Daða og Gagnamagnsins hefur heldur betur slegið í gegn út um allan heim. Á laugardaginn hefst ný þáttaröð af raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing á BBC og eitt dansparið dansar við lagið Think About Things í fyrsta þætti.
22.10.2020 - 10:51
Daði Freyr á topp 40 í Bretlandi
Lag Daða Freys og Gagnamagnsins Think About Things fór beint í 34. sæti breska vinsældalistans þegar hann var kynntur í gær.
30.05.2020 - 22:25
Menningin
„Þetta er alveg búið að vera frekar grillað“
„Það er aðeins búið að róast. Ég er kannski skipulagðari með tímann minn því ég hef minna af honum en lífið mitt er voða svipað sko,“ segir Daði Freyr tónlistarmaður sem hefur átt tröllauknum vinsældum að fagna eftir Eurovision-keppnina sem aldrei varð. 
26.05.2020 - 19:52
Myndskeið
Sendu Eid-kveðjur frá Malasíu með Daða-dansi
Nærri tveir milljarðar fagna einni stærstu hátíð múslima sem gekk í garð í dag. Hátíðahöldin voru þó með óhefbundnu sniði hjá mörgum líkt og við var að búast í skugga heimsfaraldurs. Fjölskylda í Malasíu sendi Eid-kveðjur á Twitter með dansi undir ljúfum tónum Daða og gagnamagnsins.
Jennifer Garner þvær þvott með Daða
Hollywood leikkonan Jennifer Garner er ein þeirra sem Daði og Gagnamagnið hafa heillað upp úr skónun en hún deildi skemmtilegu myndbandi af sér taka Daðadansinn svokallaða.
19.05.2020 - 08:57
Daði og Gagnamagnið fengu langflest stig frá Norðmönnum
Norðmenn kusu í kvöld lag Daða Freys og Gagnamagnsins, Think About Things, sem það besta sem senda átti í Eurovision söngvakeppnina í ár. Ekkert verður af keppninni vegna COVID-19. Haldin var símakosning í Noregi um besta lagið og þar unnu Daði Freyr og félagar með miklum yfirburðum.
15.05.2020 - 22:34
Í BEINNI
Daði Freyr leikur vinsæl Eurovision-lög
Bein útsending frá heimili Daða Freys í Berlín hefst 19:40. Daði mun leika sín eftirlætis Eurovision-lög fyrir þjóðina eins og honum einum er lagið
15.05.2020 - 19:12