Færslur: Daði og gagnamagnið

Fram og til baka
„Ég skil ekki hvað er í gangi með mitt ónæmiskerfi"
Stefán Hannesson hefur slegið rækilega í gegn með Gagnamagninu að undanförnu. Hann veit ekki hvað honum á að finnast um alla athyglina og segist ekki vita hvað hann geti boðið eldheitum Eurovision-aðdáendum upp á inni á samfélagsmiðlasíðunum sínum.
05.06.2021 - 09:00
Daði og hluti gagnamagnsins komin til landsins á ný
Stærstur hluti íslenska Eurovision-hópsins kom til landsins síðdegis, eftir að hafa lent í fjórða sæti keppninnar í gær.
23.05.2021 - 18:04
Viðtal
„Hefðum rústað þessu ef við hefðum farið á svið“
Ísland með Daða og Gagnamagninu náði sínum þriðja besta árangri í Eurovision keppninni frá upphafi, 4. sætinu. Úrslitin fóru fram í Ahoy höllinni í Rotterdam í kvöld. Reyndar höfum við einu sinni áður lent í 4. sæti, það var Eitt lag enn með Stjórninni 1990. Tvisvar höfum við lent í 2. sæti í keppninni einsog þjóðin man eflaust, Selma Björns með All out of Luck 1999 og Jóhanna Guðrún með Is it True 2009.
23.05.2021 - 00:24
Myndskeið
Ísland í öðru sæti undanriðilsins
Daði og Gagnamagnið urðu í öðru sæti undanriðilsins á fimmtudag með 288 stig, aðeins þremur stigum minna en Sviss. Malta fékk flest stig í undanriðlunum, en Destiny vann fyrri undanriðilinn örugglega með 325 stig.
22.05.2021 - 23:18
Myndskeið
Ítalía vann Eurovision — Ísland í fjórða sæti
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram í Ahoy-höllinni í Rotterdam í 65. skipti á laugardag og það voru rokkararnir í Måneskin sem tryggðu Ítölum sigurinn í ár með lagið Zitti E Buoni. Ísland lenti í fjórða sæti í keppninni í ár, sem er frábær árangur.
22.05.2021 - 22:49
Myndskeið
Daða og gagnamagninu ákaft fagnað í Ahoy-höllinni
Daði og gagnamagnið voru númer tólf í röðinni á Eurovision í kvöld og var atriði þeirra sýnt rétt í þessu og hlaut rífandi viðtökur áhorfenda í sal. Önnur æfing þeirra í Rotterdam var sýnd á skjánum og fengu Gagnamagnarar að fylgjast með útsendingunni frá hótelinu, þar sem þau eru í sóttkví.
22.05.2021 - 20:11
Mynd með færslu
Í BEINNI
Úrslit Eurovision 2021
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 fer fram í Ahoy-höllinni í Rotterdam klukkan sjö í kvöld og að henni lokinni verður ljóst hvaða land stendur uppi sem sigurvegari í keppninni árið 2021.
22.05.2021 - 18:26
Viðtal
Reiknuðu út hve langan tíma tekur að færa Daða bikarinn
Íslenski hópurinn í Rotterdam hefur varið síðustu dögum á hótelherberginu sínu í sóttkví, en þrátt fyrir að vera meinuð bein þátttaka í hátíðarhöldum dagsins fagna þau úrslitadeginum sem runninn er upp. Skipuleggjendur keppninnar hafa reiknað út að það þurfi að gera ráð fyrir 13 mínútum í útsendingunni sem það tekur að koma bikarnum á hótelið til Daða - ef allt fer á besta veg.
22.05.2021 - 16:33
Myndskeið
„Okkur finnst frábært að sýna Gagnamagninu stuðning“
Söngflokkurinn Lyrika flytur syrpu af Eurovision lögum Daða og Gagnamagnsins sem þær syngja og útsetja án hljóðfæra, til stuðnings íslensku keppendunum í Rotterdam.
22.05.2021 - 14:45
Neikvæð próf hjá Daða og Gagnamagninu fyrir kvöldið
Daði Freyr Pétursson og aðrir liðsmenn Gagnamagnsins fóru í kórónuveirupróf í morgun í kjölfar smits sem kom upp í hópnum í vikunni. Daði greinir frá því á Twitter að hann hafi greinst neikvæður.
22.05.2021 - 14:02
Myndband
Kjósendur Daða fengu skemmtileg myndbönd að launum
Stuðningsfólk Daða og Gagnamagnsins sem kaus íslenska atriðið með Eurovision-appinu í undanúrslitunum á fimmtudag fékk skemmtilegar kveðjur frá Daða fyrir hvert atkvæði. En alls bjó Daði Freyr til fimm myndbönd sem birtust aðdáendum þegar þeir kusu Daða í gegnum appið.
22.05.2021 - 13:32
Ísland í 4. besta sætinu í rásröðinni
Djöfladýrkandinn eða öllu heldur konan sem gaf Myrkrahöfðingjanum hjarta sitt Elena Tsagrinou fyrir hönd Kýpur stígur fyrst á svið í úrslitum Eurovision á morgun. Ísland er 12. landið á svið en mat sérfræðinga er að það sé góður staður í rásröðinni.
22.05.2021 - 09:00
Myndskeið
Þjóðin sendi Daða og Gagnamagninu fallegar kveðjur
Pósthólfin hjá íslenska Eurovision hópnum hafa fyllst af árnaðaróskum og peppi frá íslensku þjóðinni síðustu daga. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid voru þeirra á meðal, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Útvarpsstjóri og fjöldi fyrrum Eurovision fara, tónlistarfólk og fleiri. 
21.05.2021 - 20:56
Daði og Gagnamagnið líklega stigahá í undankeppninni
Daði og Gagnamagnið verða tólfta atriðið í lokakeppni Eurovision í Rotterdam á morgun. Hópurinn er ánægður með uppröðunina og telur að hún bendi til þess þau hafi verið stigahá í undankeppninni.
21.05.2021 - 14:35
Myndskeið
„Liggur í augum uppi að við vinnum Eurovision“
Daði Freyr Pétursson á mörg ár að baki þegar kemur að tónlist og sköpun. Íslendingar kynntust þessum 208 sentímetra manni þó fyrst í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2017, þegar hann tók þátt ásamt Gagnamagninu með lagið Hvað með það? Nú hefur hann náð sínu markmiði og gott betur en það, tekur þátt í úrslitum Eurovision á morgun. 
21.05.2021 - 13:59
„Ansi mikið af hreyfingunum koma frá mömmu“
Daði Freyr kom fram í sjónvarpsþætti Lorraine Kelly í morgun á bresku sjónvarpsstöðinni ITV. Þátturinn nýtur gríðarlega vinsælda í Bretlandi og Daði Freyr var að vonum einlægur í viðtalinu, en Lorraine ekki síður enda er hún einlægur aðdáandi Gagnamagnsins og Daða. 
21.05.2021 - 12:59
Viðtal
Segir engar líkur á að fá að koma í tónleikahöllina
Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, segir engar líkur í dag á því að Daði og Gagnamagnið fái að koma í Ahoy tónleikahöllina í Rotterdam á morgun þrátt fyrir að hafa komist í úrslit Eurovision í gær. Það skiptir þó miklu máli að áhorfendur heima í stofu sjá ekki endilega að atriðið sé tekið upp.
21.05.2021 - 10:02
Viðtal
 „Ég vona að ég komist í salinn á laugardaginn“
Daði Freyr og Gagnamagnið flugu áfram úr seinni undanriðli Eurovision í úrslitin sem fara fram á laugardaginn. Sjötta þjóðin sem var tilkynnt upp úr riðlinum. Daði Freyr segist mjög hress með þessa niðurstöðu. Honum sé bæði létt og uppfullur af glensi. 
20.05.2021 - 22:26
Ísland flaug í úrslitin í Eurovision
Ísland er á meðal tíu þjóða sem tryggðu sér farseðilinn í úrslit Eurovision-keppninnar eftir seinna undanúrslitakvöldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Sautján atriði stigu á svið og eftir símakosningu kom í ljós hvaða tíu þjóðir komust áfram og verða meðal þeirra sem keppa til úrslita á laugardag.
20.05.2021 - 21:02
Twitter notendur elska Daða og Gagnamagnið
Að venju voru Íslendingar duglegir að tjá sig um Eurovision á Twitter og Daði og Gagnamagnið fengu mikið lof fyrir sína frammistöðu þrátt fyrir að önnur atriði fengu misjafna dóma.
20.05.2021 - 20:29
Myndband
Sjáðu atriði Daða og Gagnamagnsins í Eurovision
Rétt í þessu var myndband af flutningi Daða og Gagnamagnsins á laginu 10 Years sýnt í Eurovision. Áhorfendur í sal fögnuðu ákaft eftir atriðið.
20.05.2021 - 20:02
Seinni æfing Daða Freys og Gagnamagnsins í Ahoy höllinni í Rotterdam. Eurovision 2021
Í BEINNI
Í beinni: Seinni undanúrslit Eurovision
Seinni undanúrslitin í Eurovision fara fram í Rotterdam í kvöld. Framlag Íslands er lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu. Útsending hefst kl. 19.
20.05.2021 - 18:30
Bjuggu til nýja Stefán og Jóa svo allir gætu verið með
Græna herbergi Daða og Gagnamagnsins er mjög sérstakt þetta árið. Í ljósi smita og veirunnar skæðu var brugðið á það ráð að búa til sér herbergi fyrir íslenska listafólkið á hótelinu, þar sem þau munu ekki flytja lagið sitt 10 years beint úr höllinni.
20.05.2021 - 15:35
Spár veðbanka: Vonir og væntingar í Eurovision-landi
Í kvöld kemur í ljós hvort Daði og Gagnamagnið komast í úrslit Eurovision-söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Tvær Norðurlandaþjóðir eru þegar komnar áfram. COVID-19 setur talsvert mark á keppnina þetta árið en notast verður við upptöku af flutningi lagsins 10 Years, sem einnig var sýnd á dómararennsli í gærkvöldi.
Daði sker sig úr í Eurovision í kvöld
Stóri dagurinn er runninn upp, seinni undanriðill Eurovision fer fram í kvöld. Daði Freyr og Gagnamagnið taka sannarlega þátt, áttunda lagið í röðinni, þótt þau verði sjálf ekki á sviðinu. Spiluð verður síðasta sviðsæfing hópsins, sem fór fram fyrir viku. Baráttan um tíu sæti í úrslitunum komandi laugardagskvöld er hörð.
20.05.2021 - 13:43