Færslur: Daði og Árný

„Þetta er það sætasta sem ég hef séð“
Íslendingar fóru mikinn á Twitter í kvöld eins og venjulega þegar stórir sjónvarpsviðburðir fara fram. Sólborg Guðbrandsdóttir benti á þessa mynd sem náðist í kvöld af Árnýju og Daða og er líklega sú allra sætasta sem tekin hefur verið af keppendum í Eurovision frá upphafi.
22.05.2021 - 23:43
Kálfar á bæ Árnýjar fengu nöfnin Gagna og Magna
Kýrin Taug á bæ fjölskyldu Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttir Gagnarmagnara frá Norðurgarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, bar tveimur kálfum um hádegisbil í dag. Kvígurnar hafa fengið nöfnin Gagna og Magna. Ýmsar hugmyndir voru uppi um nafngiftir en þetta var niðurstaðan, tvö íslensk og góð nöfn, sem hæfa þeim vel.
Myndskeið
Frumflutningur á framlagi Íslands í Eurovision 2021
Þéttur taktur, dansspor, fallegur texti og stuð einkenna lagið 10 years með Daða og Gagnamagninu sem er Eurovision-framlag Íslendinga árið 2021. Lagið fjallar um samband Daða og Árnýjar konu hans og var í kvöld frumflutt í þættinum Straumar á RÚV.
„Ég kyssti hana líka, bara svo það sé á hreinu“
Daði Freyr og Árný Fjóla kynntust í Fjölbrautaskólanum á Selfossi en byrjuðu ekki að vera par fyrr en tveimur árum síðar, þegar Árný tók af skarið og kyssti Daða á Hróaskelduhátíðinni 2010. Daði vill þó meina að kossinn hafi verið sameiginleg ákvörðun. Eurovision-framlag Íslendinga 2021 fjallar um samband þeirra sem hefur varað í tíu ár.
27.02.2021 - 11:18
Byrjuð að sauma búninga fyrir Eurovision-myndbandið
Daði og Árný í Gagnamagninu hafa síðustu daga birt fjölda mynda á samfélagsmiðlum þar sem þau fást við óvenjulega búningagerð. Þar nota þau það sem til er, svampdýnur, forláta vinnubuxur, gærubúta og ýmis gömul raftæki.
Hljómskálinn
„Sérstök tengsl sem við höfum ekki við neinn annan“
Daði Freyr sem sigraði í Söngvakeppninni á laugardagskvöldið ásamt Gagnamagninu, og Árný Fjóla, sem er félagi í Gagnmagninu, eru par. „Ég vinn mest einn þannig séð, en það fer samt í gegnum hana,“ segir Daði Freyr í Hljómskálanum og Árný Fjóla tekur undir. „Ég er með puttana í öllu sem hann gerir,“ segir hún kotroskin.
Árný og Daði smakka drykk úr fuglaslefi
Árný og Daði smakka framandi mat í Kambódíu. Í þessum þætti smakka þau vægast sagt furðulega drykki.
Árný og Daði villast í frumskógi
Árný og Daði leggja í leiðangur til að finna leynivatnið eða the Secret Lake, sem heitir Tomnop Tek Krolar á khmer (kambódísku). Vatnið er manngert, gert af þrælum á tímum Pol Pot og rauðu khmerana.
Árný kynnir kambódíska matargerð
Árný og Daði fóru á matreiðslunámskeið til að læra khmer matargerð og helstu einkennisrétti Kambódíu.
Daði býr til lag úr umhverfishljóðum
Árný og Daði fara í leiðangur upp í Bokor fjall. Þar taka þau upp ýmis hljóð þar á meðal frá kambódískum hljóðfærunum Skor trommu og Kong Toch klukkuspil sem Árný fékk að meðhöndla.
Vegabréfsáritun í Víetnam
Nú hafa Árný og Daði verið í Kambódíu í mánuð og þá þarf að endurnýja vegabréfsáritun. Þau leggja því af stað til Víetnam og kanna aðstæður í leiðinni.
Árný og Daði smakka framandi mat í Kambódíu
Í þessum þætti hætta þau Árný og Daði sér út í að smakka vel valið „sælgæti“ úr sjoppunni, þar má nefna harðfisk, bragðefna-hlaup og kjúklingalappir.
Kósíheit á Kanínueyju
Árný og Daði komast loksins á Koh Thonsáy/The rabbit island eða Kanínueyjuna. Þar leigja þau lítinn kofa (bungalow), svamla í sjónum og slappa af í hengirúmum.
Hver gerir flottasta sandkastalann?
Árný og Daði fara til Kep til að fara í bátsferð á nálægar eyjar. Það var uppbókað í bátinn svo þau ákveða að halda sandkastalakeppni á ströndinni í Kep.