Færslur: Daði og Árný
„Ég kyssti hana líka, bara svo það sé á hreinu“
Daði Freyr og Árný Fjóla kynntust í Fjölbrautaskólanum á Selfossi en byrjuðu ekki að vera par fyrr en tveimur árum síðar, þegar Árný tók af skarið og kyssti Daða á Hróaskelduhátíðinni 2010. Daði vill þó meina að kossinn hafi verið sameiginleg ákvörðun. Eurovision-framlag Íslendinga 2021 fjallar um samband þeirra sem hefur varað í tíu ár.
27.02.2021 - 11:18
Byrjuð að sauma búninga fyrir Eurovision-myndbandið
Daði og Árný í Gagnamagninu hafa síðustu daga birt fjölda mynda á samfélagsmiðlum þar sem þau fást við óvenjulega búningagerð. Þar nota þau það sem til er, svampdýnur, forláta vinnubuxur, gærubúta og ýmis gömul raftæki.
10.02.2021 - 13:36
„Sérstök tengsl sem við höfum ekki við neinn annan“
Daði Freyr sem sigraði í Söngvakeppninni á laugardagskvöldið ásamt Gagnamagninu, og Árný Fjóla, sem er félagi í Gagnmagninu, eru par. „Ég vinn mest einn þannig séð, en það fer samt í gegnum hana,“ segir Daði Freyr í Hljómskálanum og Árný Fjóla tekur undir. „Ég er með puttana í öllu sem hann gerir,“ segir hún kotroskin.
02.03.2020 - 15:13
Árný og Daði smakka drykk úr fuglaslefi
Árný og Daði smakka framandi mat í Kambódíu. Í þessum þætti smakka þau vægast sagt furðulega drykki.
09.02.2018 - 11:31
Árný og Daði villast í frumskógi
Árný og Daði leggja í leiðangur til að finna leynivatnið eða the Secret Lake, sem heitir Tomnop Tek Krolar á khmer (kambódísku). Vatnið er manngert, gert af þrælum á tímum Pol Pot og rauðu khmerana.
06.02.2018 - 11:34
Árný kynnir kambódíska matargerð
Árný og Daði fóru á matreiðslunámskeið til að læra khmer matargerð og helstu einkennisrétti Kambódíu.
02.02.2018 - 11:44
Daði býr til lag úr umhverfishljóðum
Árný og Daði fara í leiðangur upp í Bokor fjall. Þar taka þau upp ýmis hljóð þar á meðal frá kambódískum hljóðfærunum Skor trommu og Kong Toch klukkuspil sem Árný fékk að meðhöndla.
30.01.2018 - 10:20
Vegabréfsáritun í Víetnam
Nú hafa Árný og Daði verið í Kambódíu í mánuð og þá þarf að endurnýja vegabréfsáritun. Þau leggja því af stað til Víetnam og kanna aðstæður í leiðinni.
26.01.2018 - 11:33
Árný og Daði smakka framandi mat í Kambódíu
Í þessum þætti hætta þau Árný og Daði sér út í að smakka vel valið „sælgæti“ úr sjoppunni, þar má nefna harðfisk, bragðefna-hlaup og kjúklingalappir.
23.01.2018 - 11:31
Kósíheit á Kanínueyju
Árný og Daði komast loksins á Koh Thonsáy/The rabbit island eða Kanínueyjuna. Þar leigja þau lítinn kofa (bungalow), svamla í sjónum og slappa af í hengirúmum.
19.01.2018 - 11:10
Hver gerir flottasta sandkastalann?
Árný og Daði fara til Kep til að fara í bátsferð á nálægar eyjar. Það var uppbókað í bátinn svo þau ákveða að halda sandkastalakeppni á ströndinni í Kep.
16.01.2018 - 11:24