Færslur: Daði Freyr

Söngvakeppnin
Daði Freyr með nýtt lag á Söngvakeppninni
Daði Freyr, fyrrum Eurovision-fari, tók nýtt lag fyrir áhorfendur Söngvakeppninnar á laugardagskvöld.
Daði Freyr og Ásgeir verða á G! Festival í sumar
Daði Freyr verður aðalnúmerið á færeysku tónlistarhátíðinni G! Festival í sumar. Hátíðinni var aflýst tvö undanfarin ár vegna kórónuveirufaraldursins en skipuleggjendur eru nú í óða önn að undirbúa hátíð sumarsins.
09.03.2022 - 00:42
Söngvakeppnin
Áróra litla kallar Think about things „lagið okkar“
Í kvöld verður formlega tilkynnt hverjir taka þátt í Söngvakeppninni í ár og brot úr lögunum verða leikin. Árný Fjóla Ásmundsdóttir úr gagnamagni Daða Freys er spennt að vita hverjir taka þátt í ár en skorar á keppendur að gleyma ekki jafnaðargeðinu.
05.02.2022 - 14:10
Vænta niðurstöðu skimunar um hádegisbil
Vonast er til að niðurstöður skimana íslenska hópsins í Rotterdam berist upp úr hádeginu í dag. Þetta upplýsir Felix Bergsson fararstjóri hópsins í samtali við fréttastofu. Íslenski hópurinn dvelur nú í fimm daga sóttkví.
17.05.2021 - 07:36
10 years er lag vikunnar á BBC
Eurovision-lag Íslands þetta árið, 10 years, í flutningi Daða og Gagnamagnsins er lag vikunnar eða Tune of the week á BBC Radio 1. Þetta er annað lag Daða Freys sem hlýtur þennan virðingarsess en Think About Things, Eurovision-lagið frá 2020, var lag vikunnar á sama vettvangi síðasta sumar. 
11.05.2021 - 09:08
Myndskeið
„Það er rosa hressleiki, kannski smá galsi“
„Takk fyrir að fylgjast með og verið besta útgáfan af sjálfum ykkur,“ eru skilaboð Daða Freys til Íslendinga sem fylgjast spenntir með gengi hans og Gagnamagnsins í Eurovision-söngvakeppninni.
Straumar
GDRN syngur fyrsta Daðasmellinn með sínu nefi
GDRN flutti þessa frábæru útgáfu af Daðasmellinum Hvað með það? í Straumum.
15.03.2021 - 11:03
Straumar
Tvíburasystir Daða: „Já, ég er leiðinleg“
Í þættinum Straumar í gær fengu áhorfendur tækifæri til að kynnast Daða Frey og Gagnamagninu betur þegar framlag Íslands í Eurovision 2021 var frumflutt. Þá var meðal annars kynnt til sögunnar tvíburasystir Daða Freys, hún Sigin. Sú líkist Sögu Garðarsdóttur leikkonu og grínista reyndar grunsamlega mikið.
14.03.2021 - 12:30
Opinber frumflutningur á lagi Daða í kvöld
Framlag Íslendinga í Eurovision í ár verður frumflutt í fullum gæðum í þættinum Straumar sem er á dagskrá eftir fréttir í kvöld. Daði stefnir að því að tryggja Íslendingum að minnsta kosti þátttöku í úrslitum keppninnar, en vonandi líka sæti ofarlega á úrslitakvöldinu, með laginu 10 years.
13.03.2021 - 10:19
Myndskeið
Nýja laginu hans Daða lekið: „Þetta er klár þjófnaður“
Sjóræningjaútgáfu af nýju Eurovision-lagi Daða og Gagnamagnsins, 10 years, sem til stendur að frumflytja í sjónvarpinu á laugardagskvöld, hefur verið lekið á netið. Lagið er komið í almenna dreifingu á netinu og hefur verið birt á fjölmörgum síðum, bæði hér heima og erlendis. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að þetta sé óþolandi, en að allir beri sig þó vel og haldi sínu striki. Forsvarsmenn Eurovision-keppninnar verði krafðir svara um hvernig svona nokkuð geti gerst.
Myndskeið
Daði undirbýr Eurovision: „Ég ætla að reyna að vinna“
Daði Freyr Pétursson stefnir að því að sigra í Eurovision í maí. Hann er búinn að fá um 250 upptökur frá almenningi, sem hann ætlar að nota í laginu. Hann er nú uppi í sveit þar sem hann leggur lokahönd á verkið.
06.01.2021 - 22:27
Daði Freyr á toppi Rásar 2 árið 2020
Lovísa Rut tekur saman vinsælustu lögin á Rás 2 árið 2020 í þættinum Árslistinn sem er á dagskrá á nýársdag.
01.01.2021 - 16:00
Daði Freyr vildi alls ekki syngja Jaja Ding Dong
Lagið Jaja Ding Dong er einn af hápunktum ársins 2020 að mati bandaríska tímaritsins Entertainment Weekly. Í ítarlegri umfjöllun um lagið er rætt við Daða Frey, sem kvartar undan flóði óskalagabeiðna æstra aðdáenda lagsins.
11.12.2020 - 12:56
Daði Freyr í Eurovision 2021
Við skiptum beint yfir til Berlínar heim til Daða Freys, en í dag var tilkynnt um þáttöku hans í Eurovision fyrir hönd Íslands árið 2021.
Daði tekur Jaja Ding Dong: „Í fyrsta og síðasta skipti“
Daði Freyr, sem keppa átti fyrir Íslands hönd í Eurovision áður en henni var aflýst, hefur nú gert sína eigin útgáfu af laginu Jaja Ding Dong, úr Eurovision-grínmynd Wills Ferrels sem frumsýnd var í sumar á Netflix.
07.08.2020 - 14:59
Menningin
„Þetta er alveg búið að vera frekar grillað“
„Það er aðeins búið að róast. Ég er kannski skipulagðari með tímann minn því ég hef minna af honum en lífið mitt er voða svipað sko,“ segir Daði Freyr tónlistarmaður sem hefur átt tröllauknum vinsældum að fagna eftir Eurovision-keppnina sem aldrei varð. 
26.05.2020 - 19:52
Glænýtt lag Daða og fjórðubekkinga
Daði Freyr Pétursson, ókrýndur sigurvegari Eurovision söngvakeppninnar 2020, hefur samið lag í samstarfi við fjórða bekkjar börn í Reykjavík. Lagið heitir Hvernig væri það? og var samið sérstaklega fyrir Barnamenningarhátíð 2020 en ekkert verður af henni vegna Covid-19 faraldursins.
Eurovision
„Fimm Daðar er samt ekki nóg“
Daði Freyr heillaði Evrópu enn einu sinni upp úr skónum í gær. Myndbandskveðja hans í beinni útsendingu frá Hollandi skar sig úr og vakti lukku hjá áhorfendum.
17.05.2020 - 14:32
Euro-Daði
Daði flytur Hatrið mun sigra
Daði Freyr tók við óskalögum í beinni útsendingu þar sem hann lék sín eftirlætis Eurovision-lög.
16.05.2020 - 12:11
Daði og Gagnamagnið fengu langflest stig frá Norðmönnum
Norðmenn kusu í kvöld lag Daða Freys og Gagnamagnsins, Think About Things, sem það besta sem senda átti í Eurovision söngvakeppnina í ár. Ekkert verður af keppninni vegna COVID-19. Haldin var símakosning í Noregi um besta lagið og þar unnu Daði Freyr og félagar með miklum yfirburðum.
15.05.2020 - 22:34
Í BEINNI
Daði Freyr leikur vinsæl Eurovision-lög
Bein útsending frá heimili Daða Freys í Berlín hefst 19:40. Daði mun leika sín eftirlætis Eurovision-lög fyrir þjóðina eins og honum einum er lagið
15.05.2020 - 19:12
Gagnamagns-dansæði á Instagram og Daða-filter
Dans Daða og Gagnmagnsins við Think About Things hefur slegið í gegn og dansmyndbönd frá fólki hrúgast inn á Instagram. Nú hefur einnig verið búinn til sérstakur filter sem breytir ásýnd fólks og klæðir það í hár og peysu Daða Freys.
15.05.2020 - 09:20
Kosning um besta lagið á RÚV.is
Þrátt fyrir að Eurovision sem átti að fara fram í Rotterdam í maí hafi verið blásin af verður keppnin heiðruð á ýmsan hátt í mánuðinum. Íslendingar munu kjósa það lag sem hefði fengið tólf stig frá okkur þetta árið og fylgjast með Daða sigra hjörtu Evrópubúa í sérstökum Eurovision þætti á keppnisdag.
17.04.2020 - 13:18
Núllstilling
Daði: „Við hefðum náttúrulega 100% unnið þetta“
„Ég er alveg til í að vera í Eurovision ef fólk vill hleypa mér áfram. En ég er búinn með Söngvakeppnina,“ sagði Daði Freyr þegar Núllstillingin sló á þráðinn til hans í upptökuverið í Berlín.
Mynd með færslu
Daði Freyr talar í beinni frá Berlín í Núllstillingunni
Núllstilling, nýr spjallþáttur úr smiðju RÚV núll, er á dagskrá í beinni útsendingu frá 14 til 16 á RÚV 2 og í spilaranum í dag. Þátturinn er á dagskrá alla virka daga á meðan samkomubanni stendur og er sendur út frá sviði Eldborgar í Hörpu.
02.04.2020 - 13:33