Færslur: Daði

Menningin
„Þetta er alveg búið að vera frekar grillað“
„Það er aðeins búið að róast. Ég er kannski skipulagðari með tímann minn því ég hef minna af honum en lífið mitt er voða svipað sko,“ segir Daði Freyr tónlistarmaður sem hefur átt tröllauknum vinsældum að fagna eftir Eurovision-keppnina sem aldrei varð. 
26.05.2020 - 19:52
Horfðu á upphafsatriði Daða Freys í Okkar 12 stigum
Þátturinn Eurovision-gleði – okkar 12 stig stendur nú sem hæst. Þátturinn hófst á nýju lagi og myndbandi frá Daða Frey þar sem hann lýsir því hvað það eru mikil vonbrigði að missa af Eurovision í ár.
14.05.2020 - 19:45
Gagnrýni
Hugmyndarík kynfræðslusaga fyrir unglinga
Unglingabókin Daði byggir á algengum spurningum og umræðum drengja úr kynfræðslu Siggu Daggar kynfræðings um land allt undanfarin tíu ár. Bókin er fræðandi og skemmtileg, segir Halla Þórlaug Óskarsdóttir. „Ég efa það ekki í eina sekúndu að unglingar munu hafa gaman af þessari bók.“
04.04.2020 - 09:56
Söngvakeppnin
„Það er svo gott að flexa dönskunni“
Tónlistarmaðurinn Daði hefur verið aðdáendum Söngvakeppninnar vel kunnur síðan hann tók þátt árið 2017 og hafnaði í öðru sæti. Hann er mættur aftur með nýtt lag sem nefnist Gagnamagnið og til að hita upp fyrir keppnina á laugardag mætti hann í Stúdíó 12 og tók ábreiðu af sínu eftirlætis Eurovision-lagi, Smuk som et stjerneskud með Olsen-bræðrum.
10.02.2020 - 12:27
Kiljan
Byggir á algengum spurningum úr kynfræðslu
„Ha, meðalmaðurinn sjálfur! 13,4 sentimetrar, það er bara alveg í miðjunni á meðaltalinu,“ er skrifað utan á bókina um Daða eftir kynfræðinginn Siggu Dögg. Bókin er sjálfstætt framhald sögunnar af Veru kynveru sem kom út á síðasta ári en frásögnin byggir á algengum spurningum úr umræðum drengja úr kynfræðslu Siggu Daggar.
21.12.2019 - 12:10