Færslur: Crossfit

Ragnheiður Sara efst sem stendur
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er sem stendur efst á heimsleikunum í Crossfit en leikarnir fara fram í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum. Annar keppnisdagur mótsins var í gær en þá var keppt í þremur greinum.
05.08.2017 - 12:53
Íslendingarnir fara vel af stað
Íslendingarnir sem taka þátt í Crossfit heimsleikunum fara vel af stað en leikarnir fara fram í Madison í Wisconsin að þessu sinni.
03.08.2017 - 19:16
Katrín Tanja hraustust annað árið í röð
Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari kvenna í Crossfit nú skömmu fyrir miðnætti. Þetta er annað árið í röð sem hún hampar titlinum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í þriðja sæti og Annie Mist Þórisdóttir varð í þrettánda sæti.
25.07.2016 - 00:23
400 tóku þátt í CrossFit-leikunum í Digranesi
CrossFit-leikar Þrekmótaraðarinnar fóru fram í gær í íþróttahúsinu í Digranesi. Þetta voru sjöundu árlegu CrossFit-leikar Þrekmótaraðarinnar og hefur erfiðleikastuðull mótsins vaxið með hverju ári með auknum þyngdum og meira krefjandi æfingum. Keppt var í einstaklings-, para- og liðakeppni í opnum flokki og flokki 39 ára og eldri. Í parakeppni keppa karl og kona saman og í liðakeppni keppa fimm karlar eða fimm konur saman í liði.
31.01.2016 - 17:16
  •