Færslur: Crossfit

Myndband
Fjórir Íslendingar keppa á Heimsleikunum í CrossFit
Keppni á Heimsleikunum í CrossFit hefst í dag í Madisonborg í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. Fjórir Íslendingar eru meðal keppenda í ár, þrjár konur og einn karl.
28.07.2021 - 14:12
Viðtal
Sá eini sem var með lykil að stöðinni
Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið í hópi fremstu Crossfit-keppenda heims síðustu ár. Hann hefur tvisvar sinnum lent í 3. sæti á heimsleikunum og stefnir ótrauður að heimsmeistaratitlinum á næstu leikum sem fara fram í sumar.
01.03.2021 - 07:12
Viðtal
Á níu ára gamalt met sem verður seint slegið
Jóhanna Júlía Júlíusdóttir sigraði í Crossfit-keppni Reykjavíkurleikanna fyrr í mánuðinum. Hún stefnir langt í greininni en á líka á baki nokkuð skemmtilegan feril í annarri keppni og á þar ótrúlegt Íslandsmet sem verður seint slegið.
28.02.2021 - 20:33
Björgvin og Jóhanna Reykjavíkurmeistarar í Crossfit
Björgin Karl Guðmundsson tryggði sér titilinn í karlaflokki og Jóhanna Júlíusdóttir vann í kvennaflokki. Bæði eru þau ánægð með að fá að keppa aftur eftir langt hlé og Björgvin Karl hefur sett stefnuna á heimsmeistaratitil í Crossfit.
05.02.2021 - 19:11
Katrín Tanja með silfur á heimsleikunum í CrossFit
Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í öðru sæti á heimsleikunum í CrossFit sem lauk í Kaliforníu í kvöld. Hún fær fyrir árangurinn 16 milljónir króna í verðlaunafé eða 115 þúsund Bandaríkjadali.
25.10.2020 - 23:27
Úrslitin ráðast á heimsleikunum í CrossFit
Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti í kvennaflokki fyrir lokagreinina á heimsleikunum í CrossFit í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Tia-Clair Toomey frá Ástralíu sigraði í fyrstu tveimur dagsins og hefur tryggt sér heimsmeistaratitilinn.
25.10.2020 - 16:38
Katrín Tanja í 2. sæti fyrir lokadaginn
Katrín Tanja Davíðsdóttir vann sig upp um eitt sæti á öðrum keppnisdegi í ofurúrslitunum á heimsleikunum í CrossFit í Kaliforníu. Tia-Clair Toomey frá Ástralíu sigraði í öllum fjórum keppnisgreinum dagsins og er með afgerandi forystu í efsta sæti fyrir lokakeppnisdaginn.
24.10.2020 - 21:39
Katrín Tanja þriðja eftir fyrsta dag heimsleikanna
Katrín Tanja Davíðsdóttir er nú í þriðja sæti í kvennaflokki í Ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit sem hófust í Bandaríkjunum á föstudag.
24.10.2020 - 00:44
„Vonandi breytingin sem við viljum og þurfum“
Eigendaskipti vörumerkisins Crossfit sem gengu í gegn í gær breyta líklega heilmiklu fyrir framtíð Crossfit en fjölmargir keppendur ætluðu að hætta í íþróttinni án breytinga. Katrín Tanja Davíðsdóttir segist vongóð um framhaldið með nýja eigandann.
25.06.2020 - 10:14
Heimsleikarnir geti hafist í fyrsta lagi 17. ágúst
Heimsleikarnir í Crossfit frestast að minnsta kosti um þrjár vikur en nánari dagsetning mun liggja fyrir í næstu viku samkvæmt tilkynningu skipulagsaðila leikanna. Leikarnir fara fram í skugga vandræða innan Crossfit-samfélagsins.
18.06.2020 - 11:45
Glassman hættir hjá Crossfit
Greg Glassman, eigandi og framkvæmdastjóri Crossfit, hefur nú látið af störfum hjá samtökunum í kjölfar háværra mótmæla gegn rasískum ummælum sem hann hafði uppi.
10.06.2020 - 08:36
„Fólk er reitt og sárt“
Annie Mist Þórisdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, segir óljóst hvort Crossfit-íþróttin muni halda áfram undir sama nafni eftir rasísk ummæli eiganda Crossfit-samtakanna um liðna helgi. Fjölmargir keppendur og stöðvar hafa sagst ætla hætta að starfa undir nafni samtakanna.
09.06.2020 - 19:30
Katrín og Annie Mist fordæma ummæli CrossFit-stjóra
Bæði Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir eru í hópi fjölmargra CrossFit-íþróttamanna sem hafa fordæmt ummæli Greg Glassman, framkvæmdastjóra alþjóðasamtaka CrossFit á Twitter um réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. Reebok hefur ákveðið að slíta samstarfinu við CrossFit vegna ummælanna.
08.06.2020 - 08:39
Katrín Tanja ekki inni á heimsleikunum eins og er
Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, er ekki með þátttökurétt á Heimsleikunum eins og stendur, en tilkynnt var um breytingar á leikunum þetta árið um helgina.
11.05.2020 - 11:39
Mynd með færslu
Í beinni
RIG í beinni: Úrslit í crossfit
Sýnt er beint frá úrslitum Reykjavíkurleikanna í crossfit klukkan 16:00 á RÚV og hér á vefnum. Útsendinguna má nálgast í spilaranum að ofan.
01.02.2020 - 15:55
Björgvin Karl endaði þriðji - Katrín fjórða
Heimsleikunum í Crossfit lauk í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum í gærkvöld. Björgvin Karl Guðmundsson komst á verðlaunapall, því hann endaði í 3. sæti í karlakeppni leikanna. Fyrir árangurinn fær hann 75 þúsund Bandaríkjadali í sinn hlut sem nemur rúmum 9 milljónum íslenskra króna.
05.08.2019 - 10:13
Annie Mist önnur eftir fyrsta daginn
Íslensku keppendurnir á heimsleikunum í crossfit komust öll í gegnum niðurskurðinn eftir fyrsta keppnisdag mótsins sem lauk í gærkvöld. Annie Mist Þórisdóttir stendur best að vígi.
02.08.2019 - 10:00
Ragnheiður Sara tryggði sig inn á heimsleikana
Hreystikonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tryggði sér í dag farseðilinn á heimsleikana í crossfit sem fara fram í Wisconsin í Bandaríkjunum í ágúst.
24.02.2019 - 20:45
Katrín Tanja tryggði sig inn á heimsleikana
Hreystikonan Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði í gær farseðil sinn á heimsleikana í crossfit sem fara fram í Wisconsin í Bandaríkjunum í ágúst. Það gerði Katrín með því að vinna Fittest in Cape Town-mótið í Höfðaborg í Suður-Afríku í gær.
03.02.2019 - 10:30
Kíkt í CrossFit
Hlaðvarpsþátturinn Veistu hvað? er á dagskrá RÚV núll alla fimmtudaga kl. 21:00.
04.10.2018 - 15:42
Sara hætt - Annie með hjartsláttartruflanir
Gærdagurinn var afdrifaríkur á heimsleikunum í Crossfit en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Þá fékk Annie Mist Þórisdóttir hjartsláttartruflanir á meðan keppni stóð. Hún er þó ekki hætt og er sem stendur í 5. sæti á meðan Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 4. sæti. Þá er Björgvin Karl Guðmundsson í 5. sæti karlamegin. Leikarnir fara fram í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum.
05.08.2018 - 10:52
Myndskeið
Annie, Katrín og Ragnheiður meðal sex efstu
Alls eru sex Íslendingar á heimsleikunum í Crossfit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Þegar tveir keppnisdagar eru liðnir eru þær Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Rangheiður Sara Sigmundsdóttir allar á meðal sex efstu keppenda.
04.08.2018 - 12:45
Mikill áhugi fyrir Crossfit-keppni
Búist er við að mörg hundruð þúsund manns fylgist með beinni netútsendingu frá Crossfit móti í nótt. Þar etja kappi þrjár heimsþekktar íslenskar konur. Keppnin fer fram í Faxafeni í Reykjavík. Þetta er fimmti og síðasti hluti undankeppninar fyrir mótið. Í nótt etja kappi dæturnar, eða the Dottirs, þær Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Davíðsdóttir and Sara Sigmundsdóttir.
22.03.2018 - 19:55
Tvær nautsterkar á Söngvakeppninni
Fyrrum heimsmeistarinn í Crossfit, Annie Mist og kraftlyftingakonan Arnhildur Anna Árnadóttir koma fram á Söngvakeppninni á laugardagskvöld, en þær munu taka þátt í framlagi söngkonunnar Þórunnar Antoníu. Mikil leynd hvílir yfir hlutverki þeirra í atriðinu.
08.02.2018 - 09:07
Annie Mist í efstu þremur - Heimsleikarnir
Heimsleikarnir í Crossfit héldu áfram í gær en þeir fara fram í Madison, Wisconson Bandaríkjunum að þessu sinni. Þau Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Björgvin Karl Guðmundsson taka öll þátt í ár.
06.08.2017 - 12:43