Færslur: Cressida Dick

Lundúnalögreglan þarf að biðjast afsökunar
Lundúnalögreglan þarf að biðja fjölskyldu tveggja systra sem féllu fyrir morðingja hendi afsökunar vegna slælegra viðbragða þegar tilkynnt var um hvarf þeirra. Systurnar sem hétu Biba Henry og Nicole Smallman voru stungnar til bana af Danyal Hussein í júní 2020.
26.10.2021 - 05:16
Liðsmaður Lundúnalögreglunnar ákærður fyrir nauðgun
Lundúnalögreglan, stærsta lögreglusveit Bretlandseyja, upplýsti í dag að liðsmaður hennar væri ákærður fyrir nauðgun. Yfirmaður lögreglunnar segir sér brugðið vegna alvarlegra afbrota lögreglumanna en forsætisráðherra hvetur til trausts til lögreglunnar.