Færslur: Covid19

Kalla á frekari aðgerðir fyrir heimili og fyrirtæki
Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna telja mikilvægt að fara sem fyrst í að lækka skatta, frysta lán og hækka bætur til að koma til móts við þann efnahagsvanda sem við blasir vegna COVID-19. Þeir gagnrýna ríkisstjórnina fyrir skort á samráði.
Fresta viðhaldsverkefnum út af tekjuhruni
Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir viðbúið að fresta þurfi einhverjum viðhaldsverkefnum í sumar út af fyrirsjáanlegu tekjuhruni vegna Covid faraldursins. Til stendur að opna þjónustumiðstöðina á ný þegar samkomubannið verður rýmkað í næstu viku.
02.05.2020 - 12:18
Segir gagnrýni Bandaríkjaforseta ekki standast skoðun
Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðheilbrigðismálastofnunarinnar, segir stofnunina hafa brugðist við útbreiðslu COVID-19 faraldursins eins hratt og mögulegt var. Á blaðamannfundi í kvöld svaraði hann gagnrýni um að stofnunin hefði verið svifasein í upphafi útbreiðslunnar. Hann benti á að neyðarástandi hefði verið lýst yfir á heimsvísu 30. janúar og það hefði gefið ríkjum nægan tíma til að bregðast við.
01.05.2020 - 23:42
Strætó fær undanþágu frá tveggja metra reglunni
Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Strætó undanþágu frá tveggja metra reglunni frá og með 4. maí að því leyti að miða hámarksfjölda fólks í vögnum við 30 manns.
Myndskeið
Svartir tímar á Suðurnesjum: „Enga vinnu að hafa“
36 fyrirtæki tilkynntu um hópuppsagnir í dag, rúmlega tvöfalt fleiri en í gær. Alls hefur 4200 verið sagt upp í hópuppsögnum síðustu daga. Verkalýðsforingi á Suðurnesjum spáir 30 prósenta atvinnuleysi þar. Uppsagnirnar eru aðallega úr ferðaþjónustu.
30.04.2020 - 22:03
Ferðatakmarkanir ráða því hvenær fólk verður sent heim
Útlendingum sem eru með útrunnin dvalarleyfi á Íslandi verður ekki gert að yfirgefa landið fyrr en ferðatakmarkanir verða rýmkaðar og samgöngur til og frá landinu komast í eðlilegt horf að sögn upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins.
29.04.2020 - 20:12
Spegillinn
Svört mánaðamót en aðgerðir stjórnvalda af hinu góða
„Þetta eru ein svörtustu mánaðamót í atvinnusögunni á Íslandi, gríðarlegt áfall en þó ekki alveg óvænt,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um uppsagnirnar hjá Icelandair. Hún segir aðgerðirnar sem stjórnvöld kynntu í morgun nauðsynlegar. Bjarnheiður Hallsdóttir. formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hrósar stjórnvöldum fyrir kjark. Halldór Þorbergsson, formaður SA, segir uppsagnir nú betri en lamandi óvissu, verið sé að verja störf til framtíðar.
ASÍ fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar
Alþýðusamband Íslands fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um að framlengja hlutastarfaleiðina til að standa vörð um afkomu og verja störf. Þá styður ASÍ einnig aðgerðir til að tryggja réttindi starfsfólks á uppsagnarfresti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ vegna þeirra aðgerða sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í morgun.
Myndskeið
Segir ríkisstjórnina forðast að ræða um Icelandair
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi forystumenn ríkisstjórnarinnar á þingfundi í dag fyrir að forðast að ræða stöðu Icelandair á þeim tímum við upplifum nú. Fyrirtækið hefur orðið fyrir gríðarlegu tekjufalli og um tvö þúsund er sagt upp störfum nú um mánaðamótin.
Kynna nýjar aðgerðir á morgun
Ríkisstjórnin kynnir frekari aðgerðir á morgun til að mæta vanda þeirra fyrirtækja sem hafa orðið fyrir miklu tekjutapi út af kórónuveirufaraldrinum. Sérstaklega verður horft til fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar.
Viðtal
„Málstaður okkar ennþá sterkari en hann var áður“
„Þetta er eins afgerandi niðurstaða og hægt er að hugsa sér. En hún kemur á endanum ekki á óvart. Það var alltaf vitað að við myndum þurfa að halda áfram með aðgerðir, baráttuþrekið og hinn einbeitti vilji er bara svona mikill og skýr í þessum hópi.“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um boðað verkfall félagsmanna Eflingar í nokkrum sveitarfélögum, sem samþykkt var í dag.
Tveir gestir á Hótel Sögu en 235 herbergi
Tveir gestir eru á Hóteli Sögu í dag, en þar eru 235 herbergi. Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir starfsmenn vera í sautján stöðugildum en stöðugildin eru alla jafna hundrað. Ingibjörg segir nánast allri starfsemi hafa verið lokað, nema Mímisbar. Hann er opinn seint á kvöldin. Það er hægt að panta herbergi og starfsfólkið á Mímisbar sér um að manna gestamóttökuna. 
Opnað fyrr fyrir umsóknir á Stúdentagarðana
Stjórn Félagsstofnunar stúdenta hefur ákveðið að opna fyrir móttöku nýrra umsókna um húsnæði á Stúdentagörðum frá og með 1. maí í stað 1. júní líkt og áður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. 
27.04.2020 - 13:45
Telja að samdrátturinn gæti orðið 13 prósent
Viðskiptaráð Íslands segir raunhæft að gera ráð fyrir því að samdráttur landsframleiðslu í ár verði 13 prósent. Þetta verði mesti samdráttur í 100 ár og nálægt því að verða mesti samdráttur frá upphafi mælinga, í 150 ár.
27.04.2020 - 10:59
Ferðaþjónustan í Eyjum treystir á þjóðhátíð í sumar
Formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja segir mikið undir þjóðhátíð og stórum fótboltamótum sem haldin eru í Eynni á sumrin. Vestmannaeyjabær ætlar að fara í markaðsátak fyrir tólf milljónir til að laða Íslendinga þangað.
26.04.2020 - 15:04
Myndskeið
Spænsk börn fara út að leika í fyrsta sinn í sex vikur
Spænsk börn fá að fara út að leika sér í dag í fyrsta sinn í sex vikur. Þau mega þó bara vera úti í klukkutíma og ekki fara meira en kílómetra frá heimili sínu.
26.04.2020 - 12:05
Sektuð fyrir að hanga á Íslandsbryggju
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur sektað fyrstu Danina fyrir brot á nýju samkomubanni. Þýska lögreglan hefur stöðvað starfsemi ólöglegra hárgreiðslustofa í landinu.
26.04.2020 - 11:51
Fleiri en 200 þúsund látin vegna kórónuveirunnar
Í fimm löndum í heiminum hafa nú fleiri en 20 þúsund látist vegna kórónuveirunnar. Fleiri en 200 þúsund dauðsföll vegna eru nú staðfest í heiminum vegna veirunnar.
Fleiri en 20 þúsund dauðsföll í fimm löndum
20.319 hafa nú látist eftir kórónuveirusmit á heilbrigiðisstofunum í Bretlandi. Bretland er þar með fimmta landið í heiminum þar sem dauðsföll vegna Covid 19 eru fleiri en 20 þúsund.
25.04.2020 - 14:53
Myndskeið
53 þúsund manns á atvinnuleysisbótum
53 þúsund manns eru nú í greiðsluþjónustu hjá Vinnumálastofnun. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir þetta tölur sem aldrei hafi sést áður. Nítján prósent umsækjenda koma úr störfum í ferðaþjónustunni.
25.04.2020 - 14:41
Eitt nýtt smit greint í gær
Eitt nýtt kórónuveirusmit greindist hjá Íslenskri erfðagreiningu í gær. Ekkert smit greindist hjá sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans, annan daginn í röð.
25.04.2020 - 13:08
Um 30% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um þriðjung í Lundúnum á síðustu sex vikum. Lögregluyfirvöld segja í tilkynningu í dag að útgöngubannið, sem hefur verið í gildi þar í landi í fimm vikur, hafi reynst mikilvægt til að hefta útbreiðlu COVID-19. Hins vegar hafi það einangrað þolendur heimilisofbeldis. Um hundrað manns hafa verið handteknir á hverjum degi fyrir slík brot í Lundúnum síðan útgöngubann tók gildi.
24.04.2020 - 18:34
Vara eindregið við því að reyna útfjólubláa geislun
Geislavarnir ríkisins telja tilefni til að vara eindregið við því að reyna útfjólubláa geislun sem meðferð gegn kórónaveirunni. UV geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónaveirunni eða COVID-19 sjúkdóminum.
24.04.2020 - 17:11
Varar við vitlausum hugmyndum um að innbyrða eiturefni
Alma Möller, landlæknir, varaði sérstaklega við vitlausum hugmyndum um að innbyrða efni á borð við sótthreinsispritt, klór og frostlög, á fundi Almannavarna í dag.
24.04.2020 - 16:19
Smitleysi megi ekki veita fólki falskt öryggi
Ekkert smit greindist á veirufræðideild Landspítalans eða í skimun Íslenskrar erfðagreiningar í gær. Þetta er í fyrsta skipti síðan 29. febrúar sem það gerist. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki megi leggja of djúpa merkingu í töluna núll. Skoða þurfi niðurstöðurnar í ljósi þess að fá sýni voru tekin í gær. Þau voru sam­tals 193 en hafa undanfarið verið í kringum 600.
24.04.2020 - 15:00