Færslur: Covid19

Allt helgihald fellt niður um áramótin annað árið í röð
Annað árið í röð verða sóknarbörn Þjóðkirkjunnar að láta sér nægja streymi og útvarpsmessur um áramót. Biskup tilkynnti í gær að ekkert helgihald yrði í kirkjum landsins um áramótin.
29.12.2021 - 13:16
,,Þetta er spurning um vont eða verra"
Hrafnistuheimilin munu takmarka heimsóknir enn frekar frá og með morgundeginum en neyðarstjórn Hrafnistu tók ákvörðun um þetta á fundi í dag. Þetta er gert í ljósi örrar fjölgunar smita í samfélaginu. María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, segir mikilvægt að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar svo starfsfólk heimilanna geti sinnt sínum störfum. Það eigi eins við um hjúkrunarheimilin eins og spítalann. Þónokkur fjöldi starfsfólks er nú í einangrun eða í sóttkví.
28.12.2021 - 17:25
Flytja 30 sjúklinga á heilbrigðisstofnanir um allt land
Heilbrigðisstofnanir víðsvegar um landið munu taka við þrjátíu sjúklingum frá Landspítala til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna COVID-19. Þetta er samstarfsverkefni milli Heilbrigðisráðuneytisins, Sjúkratrygginga Íslands og forstjóra heilbrigðisstofnana um allt land. Hátt í 200 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun með COVID-19 eða í sóttkví.
28.12.2021 - 12:16
893 kórónuveirusmit í gær
Alls greindust 893 kórónuveirusmit í gær, þar af 57 á landamærum. Nýgengi veirunnar hér innanlands, smit á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga, er 1.359 og hefur aldrei verið hærra.
28.12.2021 - 10:59
791 bættist við á covid-göngudeildina
791 nýir skjólstæðingar bættust við á covid-göngudeild Landspítala í gær og eru nú alls 5.126 sjúklingar á deildinni. Sá fjöldi sem bætist við á degi hverjum hefur jafnan gefið nokkra hugmynd um fjölda þeirra sem greinast með COVID-19. Inniliggjandi á Landspítala er nú 21 sjúklingur og fjölgar þeim um sjö á milli daga. Alls eru fjórir á gjörgæslu og þrír í öndunarvél. Meðalaldur sjúklinganna er 63 ár.
28.12.2021 - 10:28
EMA mælir með þriðja COVID-lyfinu
Sérfræðinganefnd lyfjastofnunar Evrópu, EMA, hefur mælt með að lyfið Xevudy við COVID-19 fái markaðsleyfi. Xevudy er einstofna mótefni og er ætlað fullorðnum og ungmennum, 12 ára og eldri, með COVID-19 sem gætu þróað alvarleg sjúkdómseinkenni af völdum veirunnar en ekki þurfa súrefnisgjöf. Lyfið er svokallað undanþágulyf og hefur því þegar verið í einhverri notkun á EES-svæðinu.
17.12.2021 - 13:32
Sjónvarpsfrétt
Smitsjúkdómadeild breytt í covid-deild
Í morgun var tekin ákvörðun um að rýma smitsjúkdómadeild Landspítala og breyta henni í covid-deild. Áður hefur verið gripið til þess ráðs í fyrri bylgjum faraldursins. Sigríður Gunnarsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala, segir það vera snúið úrlausnarefni fyrir spítalann að finna næg legurými fyrir þá sem þurfa að leggjast inn á spítalann.
28.07.2021 - 21:01
Síðdegisútvarpið
Langflestir á göngudeild COVID með væg einkenni 
Yfir 600 manns eru nú í einangrun með COVID-19 og því hefur róðurinn tekið að þyngjast hjá göngudeild COVID sem hefur eftirlit með smituðum. Runólfur Pálsson, einn af yfirmönnum deildarinnar, segir stöðuna þó vera allt aðra en í fyrri bylgjum faraldursins þar sem að langflestir hinna smituðu séu með væg einkenni þökk sé bólusetningum.
26.07.2021 - 18:36
Gripið til fleiri varúðarráðstafana á Landspítala
Inniliggjandi COVID-sjúklingar á Landspítala eru nú orðnir þrír. Þá eru 369 í eftirliti á göngudeild COVID, þar af 28 börn. Sjö starfsmenn eru í einangrun, 14 í sóttkví og 229 í svokallaðri vinnusóttkví. Landspítali var færður á hættustig í gær.
23.07.2021 - 14:23
Síðdegisútvarpið
„Hraðasti vöxtur í útbreiðslu veirunnar til þessa“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir útbreiðslu kórónuveirunnar vera komna í hraðari vöxt en í fyrri bylgjum faraldursins. Hann gerir ráð fyrir því að Ísland verði orðið rautt land í alþjóðlegri skilgreiningu á löndum næst þegar slíkt kort kemur út. Meta þurfi aðstæður á næstu dögum en reynslan sýni okkur að harðar aðgerðir beri sem skjótastan árangur.
Smit greindust í tveimur verslunum Kringlunnar
Tveir þeirra sem greindust í gær eru starfsmenn í tveimur verslunum Kringlunnar, en þær eru Nexus og Eymundsson. Báðum verslunum var lokað í dag en stefnt er að því að opna verslun Eymundsson í Kringlunni á ný með nýrri áhöfn á morgun. Þetta staðfestir yfirmaður verslana Eymundsson við fréttastofu. Nexus stefnir þá jafnframt á að opna á morgun en hugsanlega með breyttum opnunartíma.
18.07.2021 - 18:19
Níu greindust innanlands, allir utan sóttkvíar
Níu greindust með COVID-19 innanlands í gær, allir voru utan sóttkvíar.  Meirihlutinn var bólusettur en nánari upplýsingar um hlutfall bólusettra meðal hinna smituðu liggja ekki fyrir að svo stöddu.
18.07.2021 - 12:24
Tólf greindust innanlands í gær og sjö utan sóttkvíar
Tólf greindust með COVID-19 innanlands í gær, þar af voru fimm í sóttkví. Ekki er enn vitað um hlutfall bólusettra meðal hinna smituðu. Þá greindust jafnframt tólf kórónuveirusmit á landamærunum í gær. Smitrakning stendur yfir en eftir daginn í gær eru 97 í einangrun og 340 í sóttkví. Búast má við að fjölgi í þeim hópi eftir smitrakningu dagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.
17.07.2021 - 11:00
Frakkar krefjast sólarhringsprófs
Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að krefja íbúa sex Evrópuríkja um að framvísa við komuna til landsins innan við sólarhrings gömlu neikvæðu COVID-prófi. Nýja reglan á við íbúa Bretlands, Spánar, Portúgal, Kýpur, Grikklands og Hollands og tekur gildi á miðnætti á morgun, samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar.
17.07.2021 - 10:31
Staðfest smit í Viking Jupiter
Eitt kórónuveirusmit hefur verið staðfest hjá farþega um borð í skemmtaferðaskipinu Viking Jupiter. Skipið kom til Akureyrar í morgun. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna við fréttastofu.
16.07.2021 - 16:32
Sjö greindust innanlands og fjórir utan sóttkvíar
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir voru utan sóttkvíar en allir sjö voru bólusettir.
16.07.2021 - 10:40
Macron hótar að skylda alla Frakka í bólusetningu
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gærkvöld að bólusetning við COVID-19 yrði nú skylda fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk í Frakklandi. Fyrirmælin ná til allra þeirra sem starfa náið með eldra fólki eða veikum einstaklingum. Þá minntist Macron einnig á að mögulegi væri á að bólusetning yrði gerð skyldubundin fyrir alla landsmenn, 12 ára og eldri.
13.07.2021 - 11:40
Kórónuveirusmit hafa tvöfaldast í Finnlandi
Fjöldi kórónuveirusmita í Finnlandi hefur tvöfaldast á undanförnum tveimur vikum en um 2240 smit greindust þar í landi á tímabilinu. Til samanburðar voru smitin rétt yfir þúsund fyrir tveimur vikum síðan. Finnska ríkisútvarpið, YLE, segir að fjölgunina megi að mestu rekja til fótboltaáhugafólks sem sneri heim frá leik Finna og Rússa í Pétursborg í seinnihluta júní.
08.07.2021 - 16:44
Helmingur skimana framkvæmdur með hraðprófum hérlendis
Með vaxandi fjölda ferðamanna eykst aðsókn í skimun en víða er krafist neikvæðrar niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum. Það eru þá ýmist hraðprófin, sem tekin voru í notkun í síðasta mánuði, eða PCR-próf.
08.07.2021 - 12:53
Tvö innanlandssmit síðan á fimmtudag
Tveir hafa greinst með COVID-19 innanlands síðan á fimmtudag, einn á fimmtudag og annar á laugardag. Bæði smitin tengjast landamærunum. Annar þeirra var ferðamaður á leið úr landinu og greindist við skimun sem hann fór í fyrir brottför.
05.07.2021 - 12:33
Sá smitaði var bólusettur
Tveir greindust með COVID-19 innanlands í gær. Annar þeirra var utan sóttkvíar og var hann bólusettur. Smitin tvö eru sögð tengjast en sá smitaði sem var í sóttkví við greiningu hafði komið erlendis frá. Búið er að ná utan um smitið og er rakningu nú lokið. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, við fréttastofu. Nánari upplýsingar um tegund bóluefnis, sem hinn bólusetti hafði fengið, liggja ekki fyrir að svo stöddu.
01.07.2021 - 12:30
Yfir hundrað tilkynningar um breytingar á tíðahring
Lyfjastofnun hafa borist samtals hundrað og ellefu tilkynningar sem snúa að tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar með öllum fjórum bóluefnunum sem notuð hafa verið við kórónuveirunni hérlendis. Tilkynningarnar varða óreglulegar tíðablæðingar eða breytingar á þeim, milliblæðingar, seinkun blæðinga, blettablæðingar eða blæðingar eftir breytingaskeið. Þegar tilkynningar berast Lyfjastofnun er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða.
24.06.2021 - 16:56
Eftirköst COVID-19 gætu orðið lýðheilsuvandamál
„Ætla má að um 200 milljónir manna í heiminum komi til með að hafa lifað af kórónuveiruna. Eftirköst veirunnar gætu orðið lýðheilsulegt vandamál og huga þarf að eftirfylgni þessara einstaklinga.“ Þetta segir Bjørn Blomberg, sem er einn þeirra sem stendur að baki nýrrar rannsóknar í Noregi um eftirköst kórónuveirunnar. Hún er unnin af faraldursstofnun háskólans í Bergen.
23.06.2021 - 17:19
Heróp í bólusetningu Pfizer og fólk hvatt til að mæta
Tilkynnt var um mikinn fjölda fólks í röð við Laugardalshöll upp úr klukkan þrjú og þá leit út fyrir að ekki yrði til nóg fyrir alla. Nú um klukkan fjögur er þó staðan önnur. Engin röð sé lengur við Laugardalshöllina og um þúsund skammtar eru enn eftir.
23.06.2021 - 16:06
„Engin ástæða til að ætla að fólk sé að svindla“
Á samfélagsmiðlum hefur komið upp sú umræða að ungt fólk mæti í Laugardalshöll, láti skrá sig inn en láti sig svo hverfa. Það sleppi þá út óbólusett en með vottorð upp á bólusetningu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir enga ástæðu til að ætla að fólk sé að svindla á þennan hátt. Vörður sé við dyrnar í Laugardalshöll og sé fólk afskráð ætli það að snúa við.