Færslur: Covid19

Tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlaða smitaðir
Tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Breiðholti og Grafarvogi í Reykjavík hafa greinst með COVID-19. Gripið hefur verið til nauðsynlegra aðgerða með það að leiðarljósi að hefta frekara smit án þess að skerða þjónustu við íbúa.
16.09.2020 - 13:57
Myndskeið
Hjartsláttartruflanir, mæði og miklir vöðvaverkir
Mun fleiri glíma við eftirköst COVID-19 en búist var við. Þetta segir forstöðumaður lyflækninga og endurhæfingarþjónustu Landspítalans. Ung kona sem greindist fyrir hálfu ári er enn með slæma verki, hjartsláttartruflanir og mæði.
Íslendingar taka loks kvef alvarlega
Stefnt er að því að fólk geti pantað sér sýnatöku fyrir Covid á netinu segir Óskar Reykdalsson læknir og forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Með aukinni skilvirkni verði betur hægt að mæta fólki sem er með annars konar sjúkdóma. Óskar telur að vegna covidveirunnar hafi margir haldið aftur af sér við að leita sér þjónustu lækna. „Það gefur auka leið að ef við ristilspeglum engan í tvo mánuði þá greinum við ekki ristilkrabbamein á þeim tíma. Öll frestun getur haft áhrif."
10.09.2020 - 15:37
Segir ekki muna miklu þótt fólk sé fullt til miðnættis
Óvíst er hvenær unnt verður að slaka á samkomubanni, sem kveður á um 500 manna hámark, og rýmka opnunartíma kráa og skemmtistaða sem þurfa áfram að loka klukkan ellefu á kvöldin. Eigandi Dillon í miðbæ Reykjavíkur segir erfitt að vita ekki hvenær því verður breytt. Hann segist skilja tilgang þessara takmarkana en það myndi breyta miklu að fá að hafa opið til miðnættis.
02.07.2020 - 08:27
Segir COVID geta leitt til íbúðaskorts
Áhrifa COVID-19 er líklega farið að gæta á íbúðamarkaði að mati hagfræðings sem segir hættu á að færri nýjar íbúðir verði byggðar sem geti leitt til íbúðaskorts.
11.06.2020 - 09:09
Segja hægt að skima án hjúkrunarfræðinga
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins til fundar í dag, en verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á í þarnæstu viku, semjist ekki fyrir þann tíma. Landlæknir segir að skimun á landamærum geti haldið áfram þótt hjúkrunarfræðingar fari í verkfall.
11.06.2020 - 08:34
Áform um skimanir í Keflavík vakið áhuga flugfélaganna
Tvö evrópsk flugfélög hafa ákveðið fljúga til landsins í júní og júlí. Áform um skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli vöktu áhuga flugfélaga að mati sérfræðings hjá ISAVIA. 
28.05.2020 - 19:51
Átta í hverjum potti á Selfossi
Sundlaugar víða um land verða opnaðar á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar í tæpa tvo mánuði. Á Selfossi mega átta vera í hverjum potti og þrír í sánu. Um fjörutíu kirkjugestir mættu í fyrstu guðsþjónustu sumarsins í Hallgrímskirkju í Reykjavík  í morgun.
17.05.2020 - 12:41
Makar áfram bannaðir á sængurkvennadeild
Heimsóknarbann á Landspítala verður í meginatriðum með sama hætti og verið hefur undanfarnar vikur, þrátt fyrir að reglur um samkomubann hafi verið rýmkaðar fjórða maí.
06.05.2020 - 13:53
„Mikilvægt að sýna líka sóknarhug“
Akureyrarbær ætlar að verja 40 milljónum í að efla ferðaþjónustu og menningarstarfsemi fyrir sumarið vegna faraldursins. Formaður stjórnar Akureyrarstofu segir óvissuna mikla en einmitt þess vegna sé mikilvægt að sýna sóknarhug.
06.05.2020 - 13:53
Prófessorinn sem féll á eigin prófi
Bresku götublöðin hafa farið mikinn vegna máls Neils Ferguson, ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ferguson neyddist til að segja af sér þegar í ljós kom að ástkona hans, sem er gift öðrum manni, hafði heimsótt hann tvívegis í trássi við fyrirmæli yfirvalda . Ástkonan segist vera í opnu sambandi og hafi alltaf litið á heimili sitt og prófessorsins sem eitt. Prófessorinn er sjálfur giftur maður en hann og eiginkonan búa ekki saman.
06.05.2020 - 13:19
Ekkert smit þriðja daginn í röð
Ekkert Covid-19 smit greindist hér á landi í gær, þriðja daginn í röð. Þetta kemur fram í tölum dagsins á Covid.is
06.05.2020 - 13:06
Viðtöl
Sólþyrstir flykktust í ljós og eldri borgarar flögguðu
Eigandi sólbaðsstofu tók á móti hundrað sólþyrstum Íslendingum í nótt, um leið og slakað var á samkomubanninu. Unglingar óttuðust að sofa yfir sig fyrsta skóladaginn og eldri borgarar drógu fána að húni.
04.05.2020 - 20:23
Frjáls sætaskipan og þráðlaus atkvæðagreiðsla skoðuð
Frjáls sætaskipan var tekin upp á Alþingi í dag og þingsalurinn stækkaður til að auðvelda störf þingsins. Verið er að skoða möguleika á þráðlausri atkvæðagreiðslu.
04.05.2020 - 19:34
Öllum batnað af Covid-19 í Vestmannaeyjum
Allir þeir 105 sem smituðust af Covid-19 í Vestmannaeyjum hafa náð bata. Ekkert smit hefur greinst í eyjum síðan 20. apríl. Átta manns eru þó í sóttkví. 
04.05.2020 - 18:13
Menningin
„Fyrir þá sem trúa á samstöðu og góðmennsku“
Samhugur og styrkur hafa einkennt þjóðarsál Íslendinga að undanförnu, eins og gjarnan gerist þegar kreppir að. Listamenn eru þar síst undanskildir, en margir þeirra hafa nýtt krafta sína í þágu góðgerðarmála. Eftir fjölgun tilkynninga til Kvennaathvarfsins hafa nokkrir listamenn fundið leiðir til að styrkja starfsemi þess, hver með sinni lundu. 
04.05.2020 - 11:53
Nú mega öll börn mæta í skólann
Breytt fyrirkomulag samkomubanns tók gildi á miðnætti.Breytingarnar fela meðal annars í sér að nú mega 50 manns koma saman, í stað tuttugu áður, og nú má fara í klippingu, sjúkraþjálfun og í ökutíma, svo eitthvað sé nefnt.
04.05.2020 - 06:51
Metfjölgun gangandi og hjólandi vegfarenda
Fjöldi gangandi og hjólandi vegfarenda í borginni hefur margfaldast frá því samkomubannið var sett á. Á vinsælustu stöðunum hefur vegfarendum fjölgað um tugi þúsunda á milli ára.
03.05.2020 - 19:30
Kalla á frekari aðgerðir fyrir heimili og fyrirtæki
Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna telja mikilvægt að fara sem fyrst í að lækka skatta, frysta lán og hækka bætur til að koma til móts við þann efnahagsvanda sem við blasir vegna COVID-19. Þeir gagnrýna ríkisstjórnina fyrir skort á samráði.
Fresta viðhaldsverkefnum út af tekjuhruni
Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir viðbúið að fresta þurfi einhverjum viðhaldsverkefnum í sumar út af fyrirsjáanlegu tekjuhruni vegna Covid faraldursins. Til stendur að opna þjónustumiðstöðina á ný þegar samkomubannið verður rýmkað í næstu viku.
02.05.2020 - 12:18
Segir gagnrýni Bandaríkjaforseta ekki standast skoðun
Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðheilbrigðismálastofnunarinnar, segir stofnunina hafa brugðist við útbreiðslu COVID-19 faraldursins eins hratt og mögulegt var. Á blaðamannfundi í kvöld svaraði hann gagnrýni um að stofnunin hefði verið svifasein í upphafi útbreiðslunnar. Hann benti á að neyðarástandi hefði verið lýst yfir á heimsvísu 30. janúar og það hefði gefið ríkjum nægan tíma til að bregðast við.
01.05.2020 - 23:42
Strætó fær undanþágu frá tveggja metra reglunni
Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Strætó undanþágu frá tveggja metra reglunni frá og með 4. maí að því leyti að miða hámarksfjölda fólks í vögnum við 30 manns.
Myndskeið
Svartir tímar á Suðurnesjum: „Enga vinnu að hafa“
36 fyrirtæki tilkynntu um hópuppsagnir í dag, rúmlega tvöfalt fleiri en í gær. Alls hefur 4200 verið sagt upp í hópuppsögnum síðustu daga. Verkalýðsforingi á Suðurnesjum spáir 30 prósenta atvinnuleysi þar. Uppsagnirnar eru aðallega úr ferðaþjónustu.
30.04.2020 - 22:03
Ferðatakmarkanir ráða því hvenær fólk verður sent heim
Útlendingum sem eru með útrunnin dvalarleyfi á Íslandi verður ekki gert að yfirgefa landið fyrr en ferðatakmarkanir verða rýmkaðar og samgöngur til og frá landinu komast í eðlilegt horf að sögn upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins.
29.04.2020 - 20:12
Spegillinn
Svört mánaðamót en aðgerðir stjórnvalda af hinu góða
„Þetta eru ein svörtustu mánaðamót í atvinnusögunni á Íslandi, gríðarlegt áfall en þó ekki alveg óvænt,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um uppsagnirnar hjá Icelandair. Hún segir aðgerðirnar sem stjórnvöld kynntu í morgun nauðsynlegar. Bjarnheiður Hallsdóttir. formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hrósar stjórnvöldum fyrir kjark. Halldór Þorbergsson, formaður SA, segir uppsagnir nú betri en lamandi óvissu, verið sé að verja störf til framtíðar.