Færslur: Covid19

Fleiri ferðaþjónustufyrirtæki muni heltast úr lestinni
Gistinóttum útlendinga á hótelum hér á landi fækkaði um 98% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og fimm þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll miðað við 167 þúsund í sama mánuði í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að búast megi við því að fleiri ferðaþjónustufyrirtæki hætti starfsemi á næstunni.
Ásgeir: Þurfum ferðamenn til að byggja upp vegakerfið
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kveðst hafa fulla trú á því að ferðaþjónustan komi aftur af fullum krafti. Áfallið vegna kórónuveirufaraldursins sé tímabundinn vandi. Þetta kom fram á málstofu Ferðaklasans, KPMG og Samtaka ferðaþjónustunnar um viðspyrnu ferðaþjónustunnar í morgun.
Ferðaþjónustan hóflega bjartsýn um ferðasumarið
Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að breyta tilhögun á landamærunum frá og með 1. maí næstkomandi er mjög mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna og þá sem við hana starfa. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag, undir fyrirsögninni Dagur vonar.
Þórólfur: Fermið sem flesta en fylgið reglum
Það er ekki í anda sóttvarnarreglna að skipta fermingarveislum í tvennt, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Margir íhuga nú að skipuleggja fermingarveislur þannig að gestum sé hleypt inn og út úr veislunni í hópum.
26.01.2021 - 08:38
Örskýring
Er verið að bólusetja alla nema okkur?
Bóluefni hafa verið milli tannanna á fólki síðustu vikur, aðallega vegna þess hversu hægt það gengur að sprauta því í vöðva fólks. Hvorki Kára né Þórólfi hefur tekist að komast fram fyrir röðina hjá lyfjarisanum Pfizer og upplýsingar frá stjórnvöldum hafa verið misvísandi. 
21.01.2021 - 13:24
Landinn
Jafnvel fleiri sem sækja messu á netinu en í kirkju
Það er aðventustund í Akraneskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu. Þessi athöfn er hinsvegar óhefðbundin, svo ekki sé meira sagt, vegna þess að í kirkjunni eru engir nema prestarnir í Garða- og Saurbæjarprestakalli, organisti Akraneskirkju og tæknimaður, sem er reyndar líka í sóknarnefndinni.
29.11.2020 - 20:20
Allir eldri en fimm ára með grímur í verslunum
Öllum eldri en fimm ára er skylt að bera grímu í verslunum, hvort sem hægt er að tryggja tveggja metra regluna eða ekki. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í nótt. Heimilt er að sekta þá sem brjóta reglur um grímunotkun. Víðir Reynisson vonast til þess að ekki þurfi að beita viðurlögum við brotum á reglunum.
31.10.2020 - 13:16
Myndskeið
Vitnisburður um það hversu alvarleg staðan er orðin
Fleiri fyrirtæki geta sótt um styrki til að halda sér á floti í gegnum faraldurinn, samkvæmt breyttum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir þær til marks um hversu erfið staðan sé orðin, fyrirtækin glími við hrikalegar aðstæður. Lagt er til að fleiri geti sótt um svokallaða tekjufallsstyrki til að bæta upp tap vegna minni tekna, og veita á viðspyrnustyrki í framhaldinu og fram á næsta ár.
Myndskeið
„Ég geri ráð fyrir að spítalinn sé að skoða þetta mál“
Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að Landspítalinn sé að skoða tildrög og afleiðingar hópsýkingarinnar á Landakoti, eins og öll önnur mál. Hún segir samfélagið, og aðra sem koma að málinu, munu draga af því lærdóm.
27.10.2020 - 19:02
Léttvægt að segjast draga lærdóm af málinu
Það eru léttvæg viðbrögð að segjast ætla að draga lærdóm af máli eins og kórónuveirusmitinu um borð í Júlíusi Geirmundssyni, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Raunir skipverjanna megi ekki endurtaka sig á íslensku skipi.
26.10.2020 - 18:46
Kveikur
Óvissa og löng barátta framundan
Eftir ótrúlegan árangur í vor reis önnur bylgja síðsumars og svo skall þriðja bylgjan á um miðjan september og það fór allt á hliðina. Hvernig gat Ísland verið komið í þessa stöðu?
22.10.2020 - 19:57
88 smit á líkamsræktarstöðvum í þriðju bylgjunni
Að minnsta kosti 88 manns smituðust af Covid-19 á líkamsræktarstöðvum á tímabilinu 18. september til 19. október. Sóttvarnalæknir segir að misvísandi reglur um opnun líkamsræktarstöðva hafi valdið óróa.
22.10.2020 - 19:14
Mannlegi þátturinn
Rannsaka áhrif COVID-19 á ónæmiskerfið
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, lýsir framförum í meðferð við sjálfsofnæmissjúkdómum sem kraftaverki. Hér áður fyrr hafi fólk dáið úr sumum þessara sjúkdóma en það gerist varla í dag. Nú er að fara af stað rannsókn á áhrifum COVID-19 á ónæmiskerfið en vitað er að pestir og önnur áföll geta valdið sjálfsofnæmissjúkdómum.
21.10.2020 - 11:00
Viðtal
Sóttvarnaraðgerðir hertar - 20 manna fjöldatakmörkun
Sóttvarnaaðgerðir verða hertar og gripið til tuttugu manna fjöldatakmörkunar. Þetta var niðurstaða ríkisstjórnarinnar á fundi sem lauk á fjórða tímanum. Fjöldatakmörkunin verður þó með ákveðnum undantekningum. Þá stendur til að loka börum og skemmtistöðum að nýju, auk líkamsræktarstöðva. Sundlaugar verða þó áfram opnar, en með fjöldatakmörkunum. Breytingarnar taka líklega gildi strax eftir helgi.
Tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlaða smitaðir
Tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Breiðholti og Grafarvogi í Reykjavík hafa greinst með COVID-19. Gripið hefur verið til nauðsynlegra aðgerða með það að leiðarljósi að hefta frekara smit án þess að skerða þjónustu við íbúa.
16.09.2020 - 13:57
Myndskeið
Hjartsláttartruflanir, mæði og miklir vöðvaverkir
Mun fleiri glíma við eftirköst COVID-19 en búist var við. Þetta segir forstöðumaður lyflækninga og endurhæfingarþjónustu Landspítalans. Ung kona sem greindist fyrir hálfu ári er enn með slæma verki, hjartsláttartruflanir og mæði.
Íslendingar taka loks kvef alvarlega
Stefnt er að því að fólk geti pantað sér sýnatöku fyrir Covid á netinu segir Óskar Reykdalsson læknir og forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Með aukinni skilvirkni verði betur hægt að mæta fólki sem er með annars konar sjúkdóma. Óskar telur að vegna covidveirunnar hafi margir haldið aftur af sér við að leita sér þjónustu lækna. „Það gefur auka leið að ef við ristilspeglum engan í tvo mánuði þá greinum við ekki ristilkrabbamein á þeim tíma. Öll frestun getur haft áhrif."
10.09.2020 - 15:37
Segir ekki muna miklu þótt fólk sé fullt til miðnættis
Óvíst er hvenær unnt verður að slaka á samkomubanni, sem kveður á um 500 manna hámark, og rýmka opnunartíma kráa og skemmtistaða sem þurfa áfram að loka klukkan ellefu á kvöldin. Eigandi Dillon í miðbæ Reykjavíkur segir erfitt að vita ekki hvenær því verður breytt. Hann segist skilja tilgang þessara takmarkana en það myndi breyta miklu að fá að hafa opið til miðnættis.
02.07.2020 - 08:27
Segir COVID geta leitt til íbúðaskorts
Áhrifa COVID-19 er líklega farið að gæta á íbúðamarkaði að mati hagfræðings sem segir hættu á að færri nýjar íbúðir verði byggðar sem geti leitt til íbúðaskorts.
11.06.2020 - 09:09
Segja hægt að skima án hjúkrunarfræðinga
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins til fundar í dag, en verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á í þarnæstu viku, semjist ekki fyrir þann tíma. Landlæknir segir að skimun á landamærum geti haldið áfram þótt hjúkrunarfræðingar fari í verkfall.
11.06.2020 - 08:34
Áform um skimanir í Keflavík vakið áhuga flugfélaganna
Tvö evrópsk flugfélög hafa ákveðið fljúga til landsins í júní og júlí. Áform um skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli vöktu áhuga flugfélaga að mati sérfræðings hjá ISAVIA. 
28.05.2020 - 19:51
Átta í hverjum potti á Selfossi
Sundlaugar víða um land verða opnaðar á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar í tæpa tvo mánuði. Á Selfossi mega átta vera í hverjum potti og þrír í sánu. Um fjörutíu kirkjugestir mættu í fyrstu guðsþjónustu sumarsins í Hallgrímskirkju í Reykjavík  í morgun.
17.05.2020 - 12:41
Makar áfram bannaðir á sængurkvennadeild
Heimsóknarbann á Landspítala verður í meginatriðum með sama hætti og verið hefur undanfarnar vikur, þrátt fyrir að reglur um samkomubann hafi verið rýmkaðar fjórða maí.
06.05.2020 - 13:53
„Mikilvægt að sýna líka sóknarhug“
Akureyrarbær ætlar að verja 40 milljónum í að efla ferðaþjónustu og menningarstarfsemi fyrir sumarið vegna faraldursins. Formaður stjórnar Akureyrarstofu segir óvissuna mikla en einmitt þess vegna sé mikilvægt að sýna sóknarhug.
06.05.2020 - 13:53
Prófessorinn sem féll á eigin prófi
Bresku götublöðin hafa farið mikinn vegna máls Neils Ferguson, ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ferguson neyddist til að segja af sér þegar í ljós kom að ástkona hans, sem er gift öðrum manni, hafði heimsótt hann tvívegis í trássi við fyrirmæli yfirvalda . Ástkonan segist vera í opnu sambandi og hafi alltaf litið á heimili sitt og prófessorsins sem eitt. Prófessorinn er sjálfur giftur maður en hann og eiginkonan búa ekki saman.
06.05.2020 - 13:19