Færslur: COVID vottorð

Biður atvinnurekendur að óska ekki eftir covid-vottorði
Mikið er um að atvinnurekendur krefjist vottorðs ef starfsmenn missa af vinnu vegna covid-veikinda. Talsvert álag er á heilsugæslustöðvum vegna inflúensu og annarra veikinda, og því hvetur heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins atvinnurekendur til að sleppa því að biðja um læknisvottorð til að sanna covid-veikindi. 
Myndskeið
Tillögur sóttvarnalæknis gætu fælt flugfélögin frá
Ferðamálaráðherra segir að ekki komi til greina að takmarka komur ferðamanna til landsins, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir að slíkt kunni að hafa skaðleg áhrif til lengri tíma.
Þúsundir mótmæltu heilsupassa sjöttu helgina í röð
Þúsundir Frakka mótmæltu í gær nýinnleiddum lögum um heilsupassa sem framvísa verður til að fá aðgang að margvíslegri þjónustu í Frakklandi. Var þetta sjötti laugardagurinn í röð sem fólk flykkist út á götur og torg Parísar og annarra stærri borga og bæja landsins til að mótmæla passanum og þeirri mismunun sem mótmælendur telja lögin um hann fela í sér.
22.08.2021 - 04:46
Frakkland
Umdeild lög um heilsupassa taka gildi í dag
Lög um svokallaðan Covid- eða heilsupassa taka gildi í Frakklandi í dag. Lögin kveða á um að framvísa þurfi heilsupassa til að geta nýtt sér almenningssamgöngur og sótt kaffihús, bari, veitingastaði, söfn, leik- og kvikmyndahús og álíka staði, þar sem fjöldi fólks kemur saman. Til að fá slíkan passa þarf fólk að vera fullbólusett, hafa fengið og jafnað sig af COVID-19, eða framvísa nýlegu og neikvæðu COVID-19 prófi.
Um 250.000 mótmæltu lögum um COVID-passa í Frakklandi
Allt að 250.000 manns tóku þátt í mótmælum gegn löggjöf um svokallaðan COVID- eða heilsupassa í Frakklandi í dag, fjórða laugardaginn í röð. Voru þetta fjölmennustu mótmælin hingað til og safnaðist fólk saman til mótmæla í hátt á annað hundrað borgum og bæjum landsins. Mótmælin fóru alstaðar friðsamlega fram, fyrir utan minniháttar hnippingar og pústra hér og þar.
Frakkar búa sig undir fjölda fjölmennra mótmæla
Lögregla í Frakklandi býr sig undir mótmælagöngur og -fundi á allt að 140 stöðum í landinu í dag. Fjórir þessara mótmælafunda verða haldnir í París og er reiknað með miklu fjölmenni á tveimur þeirra en færri á hinum. Um 3.000 lögreglumenn eru í startholunum í höfuðborginni.
Nýjar reglur um fullbólusetta ferðamenn til Bretlands
Fullbólusettir Bandaríkjamenn og fólk frá ríkjum Evrópusambandsins þurfa ekki lengur að sæta sóttkví við komuna til Bretlands. Forsvarsmenn flugfélaga kalla eftir því að fleiri lönd komist á grænan lista í landinu.
Þrjú ný kórónuveirusmit á Grænlandi
Enn fjölgar kórónuveirusmitum á Grænlandi. Þrennt greindist með COVID-19 í gær og því eru alls fjörutíu og fjögur smituð í landinu.
Myndskeið
Heilu rúturnar skila af sér ferðamönnum í sýnatöku
„Það er alveg stöðugt streymi fólks sem að hlykkjast hérna í næstu götur,“ segir Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikil ásókn er í að komast í sýnatöku á Suðurlandsbraut og er búist við álíka fjölda og í gær þegar um 4.300 manns mættu.
Hertar landamærareglur tóku gildi á miðnætti
Á miðnætti tóku gildi nýjar og hertar reglur á landamærunum sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir viku.
Löggjöf vegna COVID-19 mótmælt á Grikklandi og Ítalíu
Takmörkunum og sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19 var mótmælt af hörku í hvorutveggja Grikklandi og Ítalíu í gær. Víðast hvar fóru mótmælin friðsamlega fram en í Aþenu greip lögregla þó til harkalegra aðgerða.
Finnar fækka „grænum“ ríkjum með hertum reglum
Finnsk stjórnvöld ákváðu í gær að herða skilyrði þau sem lönd þurfa að uppfylla til að flokkast sem græn ríki, en íbúar slíkra ríkja geta ferðast til Finnlands vandræðalaust þrátt fyrir heimsfaraldur kórónaveirunnar. Samkvæmt nýju reglunum, sem öðlast gildi næsta mánudag, teljast aðeins ellefu Evrópuríki uppfylla þessi skilyrði. Ísland er eitt þeirra, rétt eins og Þýskaland og Pólland, Slóvakía og Albanía, svo nokkur séu nefnd.
Nýju samevrópsku bólusetningavottorðin koma í kvöld
Græni passinn, sem er samevrópskt bólusetningarvottorð, ætti að verða öllum fullbólusettum hér á landi aðgengilegur í kvöld. Ísland tekur þátt í tilraunaverkefni með passann en að óbreyttu verður hann tekinn upp í öllum ríkjum Evrópusambandsins og EFTA 1. júlí. Verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu segir passann byggðan á QR-kóða og ekki sé hægt að falsa hann.
Spegillinn
Fullbólusettir fá græna passann í næstu viku
Þeir sem eru fullbólusettir geta í næstu viku sótt græna passann eða strikamerkt vottorð upp á að þeir séu fullbólusettir. Passinn getur auðveldað ferðalög þeirra til að minnsta kosti14 landa á Evrópska efnahagssvæðinu.
04.06.2021 - 15:58