Færslur: COVID-göngudeild

Slökkviliðið fór í tíu COVID-19 tengd útköll í gær
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tíu COVID-19 tengda sjúkraflutninga síðasta sólarhring. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins í morgun.
Enginn liggur á Landspítala með COVID-19
Enginn liggur nú á Landspítala með virkt kórónuveirusmit, en þar liggja 22 sem hafa lokið einangrun eftir að hafa smitast af COVID-19.
COVID-sjúklingar á sjö deildum Landspítala
Niðurstöðu úttektar á hópsmiti á Landakoti er að vænta eftir helgi. Staðan á Landspítala hefur verið að þyngjast hægt og bítandi, en Covid-sjúklingar eru nú á sjö deildum á spítalanum.
02.11.2020 - 18:50
Landakoti breytt í bráðasjúkrahús
Landakoti hefur verið breytt í bráðasjúkrahús til að takast á við hópsýkinguna þar. Náist ekki að hefta útbreiðslu faraldursins verða sjúkrahús landsins í afleitri stöðu, segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga Landspítalans, sem COVID-göngudeildin er hluti af.
30.10.2020 - 12:36
Færri starfsmenn Landspítala í einangrun vegna COVID
Starfsmönnum Landspítala sem eru í einangrun vegna COVID-19 hefur fækkað og sömuleiðis starfsmönnum í sóttkví. Nú eru 18 starfsmenn spítalans í einangrun og 42 eru í sóttkví.
Morgunútvarpið
„Við sitjum á sprengitunnu“
Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID-göngudeildarinnar á Landspítalanum, segir að lítið megi bregða út af til þess að fjöldi kórónuveirusmita margfaldist. Hann líkir ástandinu núna við að þjóðin sitji á sprengitunnu. Hann efast um að sóttvarnaaðgerðir hafi neikvæð áhrif á andlega heilsu fólks.
12.10.2020 - 09:22