Færslur: COVID-appið

Nýja rakningarappið verður kynnt í næstu viku
Gangi áætlanir eftir verður ný útgáfa af rakningarappi Almannavarna kynnt á fimmtudaginn. Nýja útgáfan byggir á bluetooth-tækni og í dag verða gögn send Persónuvernd sem mun taka afstöðu til þess hvort notkun appsins standist persónuverndarlög. Hægt er að stilla svæðið sem appið nær til, eftir því hver staða faraldursins er hverju sinni.
19.03.2021 - 13:57
Viðtal
Bregðast við atvinnuleysi með opinberum fjárfestingum
Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ætla að leggja sérstaka áherslu á fjölgun starfa með auknum opinberum fjárfestingum sem verði kynntar í fjármálaáætlun sem lögð verði fram við upphaf þings. Það verði að tryggja að atvinnuleysi verði ekki varanlegt ástand í samfélaginu.
Sóttvarnabrotahnappur bætist í appið
Hnappi var bætt við í appið Covid.is um helgina þar sem hægt er að tilkynna lögreglu um brot á sóttvarnareglum. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, segir að með þessu sé verið að einfalda boðleiðir fyrir fólk sem vill koma tilkynningum á framfæri þegar það telur sóttvarnareglur brotnar, en lögreglu berst talsvert af slíkum tilkynningum í gegnum tölvupóst og samfélagsmiðla.