Færslur: COVID-19

Eigingirni ríkustu ríkja heims hryggir Ghebreyesus
Það er óraunhæft að áætla, að heimsbyggðin verði laus undan oki COVID-19 faraldursins í lok þessa árs, og ríkustu ríki heims sýna allt of mikla eigingirni þegar þau leggja meiri áherslu á að bólusetja ungt og heilbrigt fólk í sínum ranni en að tryggja bólusetningu framlínufólks og eldri borgara í fátækari ríkjum. Þetta kom fram í máli æðstu manna Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í gær.
Óvíst hvenær bóluefni Janssen kemur til landsins
Óvíst er hvenær kórónuveirubóluefni Janssen kemur hingað til lands. Búist er við að það  fái markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu fljótlega, en framleiðsluáætlun fyrirtækisins hefur ekki gengið eftir, að sögn Rúnu Hauksdóttur Hvannberg forstjóra Lyfjastofnunar.
Smitið sem greindist í gær var gamalt
Kórónuveirusmitið sem greindist í gær utan sóttkvíar var gamalt. Þetta staðfesti Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fréttastofu. Því þarf sá sem greindist ekki að sæta einangrun og enginn þarf að fara í sóttkví vegna þess.
01.03.2021 - 15:42
Telur innanlandssmit líklegast
Einn greindist með kórónuveiruna í gær og var hann utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þetta líklega innanlandssmit og yrði það þá fyrsta slíka smitið síðan fyrsta febrúar.
Viðtal
Ekki mikil hætta á sérstökum faraldri meðal barna
Nú er verið að prófa bóluefni gegn COVID-19 á börnum, til að mynda á börnum þriggja til átján ára í Kína. Ef öryggið reynist gott og ónæmissvar ásættanlegt verða börn bólusett í framhaldinu.
Smit innanlands utan sóttkvíar
Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær og sá var ekki í sóttkví. Enn er þó beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu, og þá kemur í ljós hvort smitið er virkt eða gamalt. Þetta er í fyrsta skipti frá því 1. febrúar sem smit greinist utan sóttkvíar hér á landi. Þar áður greindust tvö smit utan sóttkvíar 20. janúar.
01.03.2021 - 11:00
81 árs og eldri bólusettir í vikunni
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins gerir ráð fyrir að bólusetja 5.400 manns í vikunni. Á þriðjudag og miðvikudag hafa verið boðaðir í bólusetningu allir íbúar fæddir 1939 og fyrr sem ekki hafa enn verið bólusettir, og á föstudag verður haldið áfram að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk.
01.03.2021 - 09:50
Bjó í farsóttarhúsinu fyrstu þrjá mánuði faraldursins
Eitt ár er í dag síðan farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík var opnað. Þar hafa dvalið um 1.100 gestir en í dag eru þeir aðeins fimm. Fréttastofa ræddi við Gylfa Þór Þorsteinsson, forstöðumann farsóttarhúsanna í tilefni af tímamótunum. Húsið var tilbúið til notkunar 1. mars 2020 og fyrsti gesturinn kom til dvalar þann 7. mars.
Myndskeið
Frestaði bæði brúðkaupi og barneignum vegna COVID-19
Kona sem var á meðal þeirra fyrstu til að fá COVID-19 hér á landi þurfti að fresta bæði barneignum og brúðkaupi vegna veikinda sinna. Hún varð töluvert mikið veik og er enn að jafna sig. Eitt ár er í dag frá því að fyrsta smitið greindist hér á landi.
Viðtal
Halla Bergþóra neitar að tjá sig um símtöl til ráðherra
Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sagðist ekki geta tjáð sig í Silfrinu í morgun um símtal dómsmálaráðherra til hennar á aðfangadag vegna máls fjármálaráðherra tengdu heimsókn hans í Ásmundasal.
Nokkrir flugfarþegar gætu átt brottvísun yfir höfði sér
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir mögulegt sé að vísa þurfi um sex flugfarþegum frá landinu á grunni sóttvarnarlaga og ferðatakmarkana þriðja ríkis borgara. Jafnframt sé eitthvað um að farþegar framvísi ekki réttri gerð kórónuveiruprófs.
Ekkert COVID-smit greint innanlands í gær
Ekkert COVID-smit greindist innanlands í gær. Eitt smit var greint á landamærunum, samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum. Eitt innanlandssmit var greint í fyrradag og var það fyrsta smitið síðan 20. febrúar. Nýgengi smita innanlands er 0,3 og á landamærunum er nýgengið 3,6.
28.02.2021 - 11:15
Viðtal
Börnunum fannst erfitt að sjá mömmu líða illa
„Að vera svona veikur í marga mánuði eftir að vera fullfrískur, það er bara svakalegt,“ segir Steinunn Gestsdóttir aðstoðarrektor hjá Háskóla Íslands og prófessor í sálfræði. Hún veiktist illa af COVID 19 í haust og glímir enn við eftirköst en er risin á fætur eftir margra mánaða rúmlegu. Steinunn kíkti í Fram og til baka á Rás 2 þar sem hún taldi upp fimm fyrirmyndir sem hafa haft áhrif á líf hennar.
Fréttaskýring
„Það má segja að heimurinn hafi snúist á hvolf“
„Manni finnst einhvern veginn að það sé miklu lengra síðan þetta gerðist allt saman,“ segir Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómalækningum við læknadeild Háskóla Íslands. „Í raun má segja að heimurinn hafi snúist á hvolf.“
28.02.2021 - 08:45
Veitingamenn fara almennt eftir sóttvarnarreglum
Starfsmenn veitingastaða í miðborginni standa sig yfirleitt vel þegar kemur að því að framfylgja gildandi sóttvarnarreglum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sótti nokkra veitingastaði í miðborginni heim í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að kannað var hvort rekstrarleyfi væru gild.
Þjóðverjar vilja síður bóluefni AstraZeneca
Þjóðverjar virðast vera hikandi við að þiggja bólusetningu með bóluefni AstraZeneca við COVID-19. Á meðan mikil eftirspurn er eftir bóluefni þá er enn mikið til í geymslum af bóluefninu í Þýskalandi. Einnig hefur borið á því hér á landi að fólk vilji síður bóluefni AstraZeneca en önnur. Sérfræðingar segja enga ástæðu til að vantreysta bóluefninu.
27.02.2021 - 20:56
Forsetinn þakkar læknunum sem græddu hendur á Guðmund
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi nýverið árnaðaróskir og þakkir íslensku þjóðarinnar til læknateymisins sem annaðist ágræðslu handleggja Guðmundar Felix Grétarssonar.
Suðurafríska afbrigðið greinist í Kaupmannahöfn
Allir íbúar í norðvesturhverfinu í Kaupmannahöfn þurfa að fara í Covid-próf um helgina vegna útbreiðslu suðurafríska afbrigðisins af Covid nítján þar. Þá greindist metfjöldi smita í Ósló í gær.
27.02.2021 - 12:49
Fyrsta smitið síðan 20. febrúar
Eitt COVID-smit greindist innanlands í gær og var sá sem greindist í sóttkví. Þetta er fyrsta innanlandssmitið síðan 20. febrúar. Þann dag greindist einnig eitt smit. Einnig var greint eitt smit hjá manneskju sem var að koma til landsins í gær.
27.02.2021 - 11:17
Bólusetning með bóluefni Janssen hefst í byrjun apríl
Bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen fær skilyrt markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu þann 11. mars og bólusetning með bóluefninu hefst líklega í byrjun apríl. Þetta kemur fram á vef Bloomberg. Glæra sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kynnti á leiðtogafundi í gær sýnir fram á mikla aukningu bóluefna til þeirra landa sem eiga aðild að bóluefnakaupum sambandsins. Ísland er eitt þeirra.
Allir íbúar hverfis í Kaupmannahöfn í skimun
Afbrigði COVID-19 sem kennt er við Suður-Afríku hefur breiðst út í hverfinu Nordvest í Kaupmannahöfn í Danmörku og því hafa borgaryfirvöld hvatt alla íbúa hverfisins til að fara sem fyrst í skimun við veirunni.
26.02.2021 - 18:38
Um tíundi hver komufarþegi bólusettur
Hátt í einn af hverjum tíu farþegum sem hafa komið til landsins undanfarna daga hafa verið bólusettir við COVID-19 og álíka hátt hlutfall framvísar vottorði um að hafa fengið COVID. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli þarf að hafa ítrekuð afskipti af fólki sem sækir þangað farþega. 
Spegillinn
Sýnist vera að rofa til á vinnumarkaði
Tölur Vinnumálastofnunar gefa til kynna að fleiri fái vinnu í febrúar en missi hana. Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri gagnagreiningardeildar stofnunarinnar segir að úlit sé fyrir að hápunkti atvinnuleysis sé náð.
26.02.2021 - 17:00
Spegillinn
Bólusetningarvottorð brátt viðurkennd í Evrópu
Unnið er að því að rafrænt bólusetningarvottorð verði tekið gilt um allan heim. Ungverjaland er eina landið sem tekur íslensk vottorð gild og þar sleppa Íslendingar við skimun og sóttkví. Sviðstjóri hjá Landlækni segist vona að vottorðin verði orðin samræmd fyrir vorið í Evrópu og fleiri vestrænum ríkjum.
Danir vilja nýta sér vandræðin með AstraZeneca
Dönsk yfirvöld vilja kaupa þá skammta sem önnur lönd í Evrópusambandinu nota ekki. Bæði Þjóðverjar og Frakkar hafa lent í vandræðum með bóluefni AstraZeneca þar sem fjöldi fólks hefur neitað að láta bólusetja sig með bóluefninu.