Færslur: COVID-19

Óvissuástand eins og nú er getur valdið áhyggjum
Alma D Möller, landlæknir segir að óvissuástand eins og nú er valdi mörgum áhyggum. Hún bendir fólki á að á covid.is megi finna ráð til þeirra sem hafa áhyggjur og þurfa hjálp og einnig sé hægt að hringja í  síma Rauða krossins 1717 eða hafa sambandi við netspjallið. Þjónustan er ókeypis fyrir alla
04.08.2020 - 15:49
Sýndu tveggja metra regluna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sýndu gestum upplýsingafundar Almannavarna í dag hvernig mæla má tvo metra á milli fólks. Á fundinum fór Alma D. Möller landlæknir yfir smitleiðir og aðgerðir til að forðast smit.
Atvinnuleysið tók ekki kipp
Færri sóttu um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun í júlí en áætlað var, að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Almennt atvinnuleysi í júlí var svipað og í júní, um 7,3 til 7,4 prósent, samkvæmt bráðabirgðatalningu.
04.08.2020 - 14:51
Skýra reglur um samkomutakmarkanir
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur samþykkt tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um að gera breytingar á auglýsingu um samgöngutakmarkanir vegna COVID-19 faraldursins sem var birt 30. júlí.
04.08.2020 - 14:50
Skoða leiðir til að takmarka fjölda ferðamanna
Stjórnvöld skoða nú leiðir hvernig hægt er að takmarka fjölda þeirra ferðamanna sem koma til landsins. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingfundi almannavarna. Hann sagði helsta áhyggjuefnið núna vera að farþegarnir væru orðnir fleiri en skimunin á landamærunum réði við. Hann ítrekaði að þessi skimun hefði sannað gildi sitt og mikilvægt væri að halda henni áfram.
04.08.2020 - 13:51
Óttast hópsmit á stærsta markaði borgarinnar
Stærsti matarmarkaður Caracas, höfuðborgar Venesúela þykir nú hættusvæði fyrir kórónuveirusmit í borginni. Févana kaupmenn neita hins vegar að hætta að bjóða matvæli sín til sölu þar.
04.08.2020 - 13:28
Þríeykið fundaði með ríkisstjórninni
Alma D. Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, mættu á fund með allri ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík í morgun. Þar voru rædd næstu skref í baráttunni við COVID-19 faraldurinn.
04.08.2020 - 12:48
Tvö innanlandssmit í Færeyjum
Tvö ný kórónuveirusmit hafa nú greinst í Færeyjum. Þetta staðfestir Lars Fodgaard Møller, landlæknir Færeyja, í samtali við færeyska ríkisútvarpið Kringvarpið. Báðir hinna smituðu tóku þátt í Ólafsvöku, sem haldin var hátíðleg síðustu helgina í júlí , en tengjast ekki að öðru leiti.
04.08.2020 - 12:43
Vill nota alkóhól eða steinolíu til sótthreinsunar
Kórónuveirufaraldurinn magnast víða um heim, yfirvöld á Indlandi skýrðu frá því að 803 hefur látist úr COVID-19 í gær og 50 þúsund ný tilfelli hefðu verið staðfest í gær. Það er meira en í nokkru öðru landi. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ráðleggur fólki að sótthreinsa sig með alkóhóli eða steinolíu.  
04.08.2020 - 12:35
Miklu meiri þreyta og pirringur vegna Covid-19
Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni segir að greina megi miklu meiri þreytu og pirring meðal fólks núna þegar farsóttin hefur tekið sig upp aftur. Þeim hafi fjölgað sem leiti sér aðstoðar sálfræðinga. Fjárhagsáhyggjur eigi þátt í kvíða fólks. 
04.08.2020 - 12:30
Skemmtanahald helgarinnar í heimahúsum og görðum
Verslunarmannahelgin fór víðast vel fram að sögn lögreglu. Þó nokkuð var um að fólk væri á ferðinni þó hefðbundnum hátíðarhöldum hafi verið aflýst.
Þrjú ný innanlandssmit - 734 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit greindust í gær, þar af eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá fjölgaði fólki í sóttkví um rúmlega 70, þeir eru nú 734. Tveir farþegar á leiðinni til landsins greindust með kórónuveiruna og bíða nú niðurstöðu úr mótefnamælingu. Rúmlega þrjú þúsund sýni voru tekin í gær, þar af nærri 900 hjá fólki sem búsett er hér á landi. Flestir þeirra sem eru í einangrun eru á aldrinum 18 til 29 ára. Þrír á áttræðiseldri eru með COVID-19 smit.
04.08.2020 - 11:07
Ísland „rautt“ ásamt Frakklandi og Hollandi
Ísland gæti orðið „rautt svæði“ ásamt Frakklandi og Hollandi, samkvæmt norskum skilgreiningum. Farþegar sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir 20 þurfa að sæta sóttkví við komuna til Noregs. Sóttvarnayfirvöld í Noregi hafa þó ekki gefið út nýjan lista yfir hááhættusvæði en von er á honum í lok vikunnar.
04.08.2020 - 10:50
Áttu ekki von á öllum íslensku ferðamönnunum
Ekki gátu allir veitingastaðir í Mýrdalshreppi haft opið nema hluta dags í sumar þar sem fjöldi starfsfólks var þegar farið á brott vegna þess hruns sem varð í ferðaþjónustunni í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
Segir þurfa plan til að lifa með veirunni áfram
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa mjög miklar áhyggjur af því að samfélagið skorti þolinmæði til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. Hann hefur stungið upp á því við stjórnvöld að samráðsvettvangur verði settur á laggirnar sem skoði hvernig samfélagið ætli að takast á við faraldurinn á sama tíma og aðrar áskoranir blasi við.
04.08.2020 - 08:29
Tæp hálf milljón í sekt fyrir að rjúfa einangrun
Þeir íbúar Victoriu-ríkis í Ástralíu sem fylgja ekki reglum um einangrun þurfa frá og með deginum í dag að greiða hátt í hálfa milljón króna sekt.
04.08.2020 - 07:06
Danir óttast að faraldurinn gæti farið úr böndum
Ef útbreiðsla kórónuveirusmita í Danmörku heldur áfram að þróast með líkum hætti og undanfarna daga gæti verið hætta á að faraldurinn fari úr böndunum.
04.08.2020 - 04:25
Trump gagnrýnir Birx opinberlega í fyrsta sinn
Deborah Birx snerist gegn stjórnvöldum í Washington með yfirlýsingu sinni um hve óvenju útbreiddur kórónuveirufaraldurinn er í Bandaríkjunum. Þetta segir Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter.
Auknar takmarkanir á Vestfjörðum
Á Vestfjörðum líkt og víðar á landinu hefur verið gripið til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarið. Heimsóknarbann hefur nú verið sett á dvalar- og hjúkrunarheimilið Barmahlíð í Reykhólahreppi.
Myndskeið
16 með sama afbrigði veirunnar en ekki neina tengingu
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að það eina sem hafi verið ákveðið eftir fund hans með þríeykinu síðdegis í dag sé að skimun verður nú frekar beint að fólki sem er í kringum þá sem hafa sýkst í stað slembiúrtaks. Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að 16 einstaklingar sem ekki hefur tekist að tengja með neinum hætti eru með sama stökkbreytingamynstur af veirunni „Og það er þessi eina tegund af veirunni sem er að leggja undir sig landið.“
03.08.2020 - 17:28
Ræðst á næstu dögum hvert „nýja bylgjan“ fer
Næstu dagar skipta sköpum um það hvernig „ný bylgja“ kórónuveirufaraldursins þróast hér á landi. Sérfræðingar eru sammála um að viðbrögð almennings séu lykilatriði. Standi fólk sig vel í sóttvörnum náist betri árangur en ella. Áttatíu eru nú í einangrun. Einn er á sjúkrahúsi og þrír eru með gulan litakóða hjá COVID-19 göngudeildinni sem þýðir miðlungsveikindi. Aðrir eru grænir sem þýðir lítil eða engin einkenni.
03.08.2020 - 16:33
Þrír á áttræðisaldri í einangrun með COVID-19
Þrír á áttræðisaldri eru í einangrun með COVID-19. Þetta kemur fram á covid.is. Langflestir þeirra sem eru í einangrun vegna kórónuveirunnar eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eða 57. Þar eru líka flestir í sóttkví eða 524. Aðeins eru fjórir sem ekki eru skráðir með lögheimili á Íslandi í einangrun og tveir Íslendingar sem eru með skráð lögheimili erlendis.
03.08.2020 - 14:44
Fundurinn í heild
Vill láta kanna hvort veiran sé vægari nú en áður
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur tímabært að rannsaka hvort kórónuveiran sem hefur valdið tveimur hópsýkingum hér á landi sé vægari en hún var í vor. Engar upplýsingar séu til um það erlendis frá en hægt sé að skoða þetta út frá þýði þeirra sem hafa sýkst. „Vonandi getum við birt upplýsingar um það á næstunni.“
03.08.2020 - 14:31
Segir stöðuna líta út eins og byrjun á faraldri
Prófessor í líftölfræði segir of snemmt að segja hvort önnur COVID bylgja sé byrjuð en útlitið sé eins og byrjun á faraldri. Átta ný innanlandssmit greindust í gær en ekki er vitað hvort viðkomandi hafi verið í sóttkví.
03.08.2020 - 12:52
Segir enn óljóst hvort bóluefni finnist gegn Covid-19
Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við því að morgun að treysta um of á að bóluefni myndi leysa allan vanda vegna Covid-19. Það gæti farið svo að ekkert bóluefni vinni gegn veirunni og sjúkdómnum. Kórónuveirusmitum fjölgar nú hratt í ríkjum sem í síðustu viku virtust hafa náð stjórn á faraldrinum.