Færslur: COVID-19

Fjórða smitið í röð utan sóttkvíar
Einn greindist með kórónuveiruna í gær. Viðkomandi var ekki í sóttkví. Þetta er fjórða slíka tilfellið á skömmum tíma. Smitið greindist hjá íslenskri erfðagreiningu, þar sem 464 sýni voru tekin. Auk þess voru um 70 sýni tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Tvö virk smit eru nú í samfélaginu og tveir þar af leiðandi í einangrun. Enginn er á sjúkrahúsi.
30.05.2020 - 13:08
Ákvörðun Trumps getur aukið ítök Kínverja innan WHO
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað í gær að hætta öllu samstarfi Bandaríkjanna við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Ákvörðun hans gæti aukið völd Kínverja innan stofnunarinnar.
30.05.2020 - 11:49
Yfir sex milljónir hafa smitast af COVID-19
Fjöldi staðfestra kórónuveirusmita í heiminum er nú orðinn meiri en sex milljónir. Þar af eru virk smit nú rétt rúmar þrjár milljónir í heiminum og er mikill meirihluti fólksins með væg einkenni.
30.05.2020 - 10:49
Telja ekki tímabært að aflétta samkomubanni í Bretlandi
Ráðgjafar breskra stjórnvalda leggjast gegn því að aflétta samkomubanni í landinu en fyrirhugað er að það taki enda eftir helgi. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir sérfræðingum að það sé pólitísk ákvörðun að aflétta aðgerðum.
30.05.2020 - 10:42
Ingibjörg Sólrún varar við eftirgjöf réttinda
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem nú gegnir embætti forstjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE varar almenning við því að gefa of mikið eftir af réttindum sínum á tímum kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í viðtali við hana í Fréttablaðinu í dag.
30.05.2020 - 07:28
Bandaríkin slíta á tengsl við WHO
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að slíta öll tengsl við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina vegna þess hvernig hún hefur tekið á kórónuveirufaraldrinum. Fjöldi dauðsfalla af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og Brasilíu hefur rokið upp að nýju.
Kvikmyndahátíðin í Feneyjum undirbúin
Vonarneisti hefur kviknað um um að bjartara sé framundan í kvikmyndaheiminum með þeirri ákvörðun að halda kvikmyndahátíðina í Feneyjum þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn.
30.05.2020 - 04:23
Louvre-safnið opnað á ný í júlí
Lífið er hægt og rólega að færast í réttar skorður í París nú þegar COVID-19 faraldurinn er í rénun. Louvre-safnið verður opnað á ný 6. júlí. Það hefur verið lokað síðan 13. mars. Í Louvre, líkt og á öðrum söfnum í Frakklandi, verður skylda fyrir gesti að vera með andlitsgrímur.
29.05.2020 - 21:21
Myndskeið
3 sektaðir fyrir brot í samkomubanni
Tvö fyrirtæki og einn einstaklingur hafa verið sektuð fyrir brot í samkomubanni. Átján mál eru til rannsóknar. Á þriðja hundrað mál hafa verið rannsökuð en reyndust ekki vera brot. Yfirlögregluþjónn fagnar því hversu fá brotin hafi verið og þakkar það samstöðu fólks.
29.05.2020 - 21:15
Icelandair: 9 ferðir á viku til Danmerkur frá 15. júní
Icelandair ætlar að fljúga níu ferðir á viku til Kaupmannahafnar frá 15 júní. Forstjórinn vonast til að hægt verði að endurráða starfsfólk en segir framboð ferða alltaf ráðast af eftirspurn.
Trump tekur Kína til bæna - slítur á samskiptin við WHO
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Kína og kínversk stjórnvöld á blaðamannafundi nú síðdegis. Kínverskir háskólanemar sem teljast ógn við þjóðaröryggi fá ekki að koma til landsins og sérstökum viðskiptasamningi við Hong Kong verður slitið. Hann sagði Kínverja ábyrga fyrir kórónuveirufaraldrinum og tilkynnti að ríkisstjórn hans hefði slitið á öll tengsl við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina þar sem Kínverjar hefðu á henni tangarhald.
29.05.2020 - 19:13
Eina virka smitið greindist fyrir 17 dögum
Eina virka COVID-19 smitið hér á landi er frá 12. maí. Viðkomandi er á aldrinum 13 til 17 ára og var í sóttkví þegar hann greindist með kórónuveiruna.. Enginn hefur því greinst með virkt smit síðustu 17 daga. Meðgöngutími kórónuveirunnar hefur verið sagður allt að 14 dagar.
29.05.2020 - 17:56
Mun fleiri létust í Moskvu en skýrt var frá
Heilbrigðisyfirvöld í Moskvu upplýstu í dag að meira en tvöfalt fleiri hefðu dáið af völdum COVID-19 farsóttarinnar í borginni í apríl en áður hafði verið greint frá. Til stendur að aflétta útgöngubanni borgarbúa frá næsta mánudegi.
29.05.2020 - 17:44
Landspítalinn starfar á óvissustigi í sumar
Landspítali starfar á óvissustigi fram eftir sumri. Þetta kemur fram í forstjórapistli Páls Matthíassonar sem birtur er á vefsíðu Landspítalans. Þar segir jafnframt að óhætt sé að segja að Landspítalinn hafi staðiðst mikið álagspróf í glímunni við heimsfaraldurinn og þakkar forstjórinn starfsfólkinu sérstaklega.
29.05.2020 - 16:57
Svíar svekktir og finnst þeir settir út í horn
Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, er svekkt að landið skuli ekki vera hluti af samkomulagi Danmerkur og Noregs um ferðir milli landanna. „Við höfðum vonast eftir sameiginlegri, norræni lausn en það varð ekki. Eftir sem áður eigum við í virku samtali við ráðamenn í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Íslandi og erum með nokkrar hugmyndir.“
29.05.2020 - 16:03
Dauðadómur yfir dönskum ferðaskrifstofum
Fótunum hefur verið kippt undan dönskum ferðaskrifstofum eftir að stjórnvöld réðu almenningi frá því að ferðast suður á bóginn í sumar. Þetta fullyrða samtök danskra ferðaskrifstofa sem hingað til hafa þegið andvirði 15 milljarða króna í ríkisstyrk vegna COVID-19-farsóttarinnar.
29.05.2020 - 15:57
Spegillinn
Leynist í Covid-krísunni vegvísir að aukinni vellíðan?
Það eru engin merki um að heimsfaraldurinn og samfélagslegar breytingar vegna hans hafi haft neikvæð áhrif á líðan landsmanna, þvert á móti. Mánaðarlegar kannanir Landlæknis benda til þess að fleirum hafi liðið vel andlega, þá mánuði sem faraldurinn stóð sem hæst, en á sama tíma í fyrra. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri á lýðheilsusviði Landlæknisembættisins, spyr sig hvort krísur geti hjálpað okkur að finna lykilinn að andlegri vellíðan, til frambúðar. 
29.05.2020 - 15:32
Grikkir opna fyrir flug frá 29 löndum
Flugvellirnir í Þessalóníku og Aþenu í Grikklandi verða opnaðir 15. júní fyrir ferðafólki frá 29 löndum, þar á meðal sextán ríkjum Evrópusambandsins. Danmörk, Noregur og Finnland eru á listanum, en ekki Ísland og Svíþjóð. Lönd sem hafa orðið verst úti í COVID-19 farsóttinni, svo sem Frakkland, Spánn, Bretland og Ítalía eru heldur ekki á listanum.
29.05.2020 - 14:47
Dæmalaus samdráttur einkaneyslu í Bandaríkjunum
Einkaneysla í Bandaríkjunum dróst saman um 13,6 prósent í apríl. Þetta er mesti samdráttur sem mælst hefur á einum mánuði frá árinu 1959, þegar efnahagsráðuneytið hóf að mæla hana með reglubundnum hætti. Í mars dróst einkaneyslan saman um 6,9 prósent, sem einnig var met.
29.05.2020 - 14:00
Ekkert nýtt smit og aðeins einn í einangrun
Enginn greindist með kórónuveiruna í gær. Nærri 400 sýni voru tekin hjá veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu. Aðeins er einn í einangrun og er hann í aldurshópnum 13 til 17 ára. Þeim hefur fjölgað verulega sem eru í sóttkví, eru nú 1.111 en það má væntanlega rekja til þeirra sem hafa verið að koma til landsins.
29.05.2020 - 13:05
Á von á jákvæðum fréttum varðandi ferðir til Noregs
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á von á jákvæðum fréttum varðandi ferðalög milli Íslands og Noregs á næstunni. Tilkynnt hefur verið að Íslendingar, Norðmenn og Þjóðverjar megi ferðast til Danmerkur frá 15. júní.
29.05.2020 - 12:48
15 hópuppsagnir borist til Vinnumálastofnunnar
Á annar tugur hópuppsagna barst Vinnumálastofnun í gær og ein til viðbótar hefur bæst við í dag það sem af er degi. Ástandið er þó gjörólíkt því sem var um síðustu mánaðarmót. 
29.05.2020 - 12:40
Icelandair hættir að nýta hlutabótaleið
Icelandair getur ekki nýtt hlutabótaleið stjórnvalda áfram og þess í stað mun fyrirtækið fara þess á leit við starfsfólk að það taki á sig tíu prósenta launaskerðingu.
75 hótelum lokað tímabundið í apríl
75 hótelum var lokað í apríl tímabundið en heildarfjöldi greiddra gistinátta í mánuðinum dróst saman um 96 prósent í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.
Tveir deila rúmi á yfirfullum sjúkrahúsum Indlands
Heilbrigðiskerfi  Indlands er að hruni komið vegna kórónuveirunnar sem læknar óttast að hafi enn ekki náð hámarki í landinu. Eru sjúkrahús á Indlandi nú mörg hver svo yfirfull vegna veirunnar að dæmi eru um að tveir sjúklingar þurfi að deila sama rúmi.
29.05.2020 - 08:56