Færslur: COVID-19

Metfjöldi COVID-dauðsfalla í Bretlandi í gær
1.610 dauðsföll voru rakin til COVID-19 í Bretlandi í gær, fleiri en nokkru sinni á einum sólarhring þar í landi. Þar með hafa yfir 91.000 manns dáið af völdum sjúkdómsins í Bretlandi frá upphafi faraldursins, og tæplega 3,5 milljónir manna greinst með kórónaveiruna sem veldur honum.
20.01.2021 - 04:40
Ekki hægt að slátra vegna birgðasöfnunar á kjöti
Mikið hefur safnast upp af nauta- og svínakjöti sem veldur því að ekki hefur verið hægt að slátra skepnum. Þetta segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Biðlistar með gripi í sláturhús eru nú þrisvar sinnum lengri en í venjulegu árferði. Samtökin eiga í viðræðum við landbúnaðarráðuneytið um mögulega lausn á vandamálinu
Heilbrigðisráðherra Breta í sóttkví
Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, er kominn í sex daga sjálfskipaða sóttkví eftir að smáforrit eða app bresku heilbrigðisþjónustunnar lét vita að hann hefði verið nálægt einhverjum sem hafði greinst með kórónuveiruna. Hancock tilkynnti á Twitter að af þessum sökum yrði hann að vinna heima næstu sex daga samkvæmt sóttvarnarreglum sem hann setti sjálfur. Hann fengi ekki að fara út fyrr en á sunnudag.
19.01.2021 - 14:00
Fólk verður hvatt til að hvíla sig eftir flug
Almannavarnir ætla að breyta skilaboðum sínum um sóttkví sem send eru til fólks sem kemur til landsins. Framvegis verða þau sem eiga langt ferðalag fyrir höndum, utan suðvesturhornsins, hvatt til að hvíla sig áður en haldið er af stað.
53 grunnskólabörn í sóttkví eftir bíóferð
53 börn í þriðja bekk í Breiðagerðisskóla eru í sóttkví eftir bíóferð á sunnudaginn. Bíóferðin var í tilefni af afmæli eins barnsins og daginn eftir greindist eitt barnanna með COVID-19. Skólastjóri Breiðagerðisskóla segir að sem betur fer hafi verið starfsdagur í skólanum í gær, annars hefðu mun fleiri verið útsettir fyrir smiti.
19.01.2021 - 12:57
Birgðir safnast upp í landbúnaði vegna COVID-19
Birgðir safnast upp í landbúnaði hér á landi og víðar vegna faraldursins og Íslendingar verða að bregðast við því, segir Guðný Helga Björnsdóttir, kúabóndi á Bessastöðum í Hrútafirði. Framleiðslan hafi tekið mið af því að hingað kom um ein milljón ferðamanna en langan tíma tekur að hægja á framleiðslunni. Tíma taki að bregðast við og hægja á framleiðslu. 
19.01.2021 - 12:10
Tvö innanlandssmit og báðir í sóttkví
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Báðir voru í sóttkví og báðir greindust við einkennasýnatöku. Einn greindist með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr þremur sýnum sem voru tekin þar. Nýgengi innanlandssmita er nú 15,5 og nýgengi landamærasmita er 25,4.
Nýja Sjáland krefst COVID-vottorðs af ferðalöngum
Nýja Sjáland bættist í dag í hóp þeirra ríkja sem krefjast þess að ferðamenn sem þangað koma framvísi vottorði um neikvætt COVID-19 próf. Frá og með næsta mánudegi þurfa ferðamenn á leið til Nýja Sjálands að framvísa vottorði áður en þeir fara um borð í flugvélina.
19.01.2021 - 10:51
Sautján andlát eru rakin til hópsmitsins á Landakoti
Sautján andlát eru nú rakin til hópsmitsins á Landakoti. Flestir sem létust vegna þess létust á Landspítala, en einnig eru andlát á Suðurlandi rakin til smitsins.
Smitum fjölgar í Kína
Hundrað og átján kórónuveirusmit greindust á meginlandi Kína síðasta sólarhring, níu fleiri en daginn áður. Flest voru smit í Jilin-héraði í norðausturhluta landsins eða fjörutíu og þrjú.
19.01.2021 - 09:36
Írar og Íslendingar í svipuðum takti fram að aðventu
Thor Aspelund, líftölfræðingur segir að bylgjur faraldursins á Írlandi og Íslandi hafi legið í svipuðum takti þangað til um aðventuna þegar Írar slökuðu á en Íslendingar ekki. Thor fer yfir spálíkan og samanburð við önnur lönd á Læknadögum sem nú standa yfir. 
19.01.2021 - 09:24
Hundruð handtekin í Túnis um helgina
Yfir 600 voru handteknir í Túnis á sunnudagskvöld, þar sem mótmæli og óeirðir hafa staðið yfir frá því á föstudag. Mótmælin eru víða um landið, þar sem fólki finnst pólitískar umbætur ekki nægar þann áratug sem liðinn er frá arabíska vorinu, auk þess sem megn óánægja er með útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins.
19.01.2021 - 03:18
Trump afléttir ferðabanni – Biden segir nei
Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að ferðabanni frá Brasilíu og flestum ríkjum Evrópu verði aflétt frá og með 26. janúar. Farþegar frá þessum slóðum verða þó að framvísa neikvæðu COVID-19 sýni áður en þeir leggja af stað, segir í tilkynningu Trumps.
19.01.2021 - 01:07
Fréttaskýring
Útbreiðsla farsóttarinnar – smit nálgast 100 milljónir
Fjöldi greindra kórónuveirusmita á heimsvísu er nú yfir 95 milljónir. Ríflega 25% smitanna hafa greinst í Bandaríkjunum. Faraldurinn er skæður í Evrópu þessa dagana, meira en 30 milljónir hafa greinst með COVID-19 í álfunni.
18.01.2021 - 18:09
Milljónir Kínverja í útgöngubanni
Hátt í þremur milljónum Kínverja var í dag skipað að halda sig heima eftir að kórónuveirusmitum tók að fjölga í norðausturhluta landsins. Þau eru rakin til farandsölumanns sem var þar á ferð.
18.01.2021 - 16:33
Fjölmargir vilja komast framar í forgangsröðina
Ef orðið yrði við beiðni allra um að vera framar í forgangsröðinni eftir bólusetningu myndu eldri og viðkvæmari hópar færast aftar í röðina. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Fjölmargir hafi gert tilkall til þess að vera í forgangi.
18.01.2021 - 15:45
600 viðbótarskammtar gætu leynst í nýju sendingunni
Mögulega gætu náðst 3.600 skammtar úr þeim 600 glösum af bóluefni Pfizer og BioNTech sem komu hingað til lands í morgun í stað 3.000 eins og búist var við. Tilteknar sprautur og nálar sem þarf til að ná sjötta skammtinum úr glasinu eru komnar til landsins, en stefnt var að því að fá búnaðinn hingað til lands áður en ný sending bóluefnis bærist þannig að það myndi nýtast fleirum.
Vill viðbragðsaðila framar í forgangsröð um bóluefni
Varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði segir að aðstæður viðbragðsaðila við banaslys sem varð í Skötufirði á laugardag gefi til kynna hve brýnt sé að bólusetja þá. Tuttugu manns fóru í sóttkví eftir slysið.
Myndskeið
Ekki hægt að útiloka orsakatengsl í einu andlátinu
Í einu af þeim fimm andlátum fólks sem hafði nýlega verið bólusett við kórónuveirunni, er ekki hægt að útiloka orsakatengsl. Enginn hefur greinst með svokallað Brasilíuafbrigði veirunnar hér á landi. Fólki er ráðið frá utanlandsferðum nema brýna nauðsyn beri til. 
Skynsamlegt að hefja sölu vegna minni óvissu
Skynsamlegt er að hefja sölu á hlut í Íslandsbanka því mun minni óvissa er núna heldur en var fyrir ári þegar hætt var við sölu á bankanum segir, Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Drífa Snædal, forseti ASÍ segir að óvissan sé ennþá of mikil.
18.01.2021 - 11:56
Myndskeið
Upplýsingafundur Almannavarna og landlæknis 18. janúar
Upplýsingafundur Almannavarna hefst klukkan 11:00. Þar verða Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Stuðningur vegna COVID-19 tæplega 60 milljarðar króna
Heildarfjárhæð þess stuðnings sem stjórnvöld hafa veitt fyrirtækjum og einstaklingum vegna efnahagsáhrifa kórónuveirufaraldursins er tæplega 60 milljarðar króna. 3.106 rekstraraðilar hafa fengið stuðning og 37.017 einstaklingar hafa fengið hlutabætur. Þetta kemur fram í tilraunatölfræði Hagstofu Íslands.
Morgunvaktin
Ísland mun halda í sinn markhóp
Kannanir sýna að kórónuveirufaraldurinn mun hafa lítil áhrif á ferðahegðun fólks þegar það mun fara að ferðast aftur. Ólíklegt er að ráðstefnur muni leggjast af þó að mikil aukning hafi orðið á fjarfundum. Líklegt er að sá hópur, sem hafði hug á að ferðast til Ísland fyrir kórónuveirufaraldurinn, hafi það enn. Þetta segir Jóhannes  Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, en hann var gestur Morgunvaktarinnar á Rás eitt í morgun. 
Alma, Þórólfur og Rögnvaldur á upplýsingafundi í dag
Upplýsingafundur Almannavarna verður haldinn í dag klukkan 11:00. Þar verða Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Á fimmta tug grímulausra gesta á veitingastað
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af gestum veitingastaðar á höfuðborgarsvæðinu um klukkan sex í gærkvöld. Þar voru á fimmta tug gesta að horfa á íþróttaviðburð í sjónvarpi. Fjarlægð á milli borða var ekki nægileg, óskýr mörk voru á milli hólfa á staðnum og fáir sprittbrúsar voru á staðnum. Þá gerði lögregla athugasemd við grímuleysi gesta.