Færslur: COVID-19 göngudeildin

Engar ákvarðanir enn um tilslakanir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að miðað við þróun kórónuveirufaraldursins sé ástæða til að vera á leið til afléttinga á samkomutakmörkunum.
Sextán liggja inni vegna covid
Á deildum Landspítalans hvíla nú alls sextán sjúklingar vegna COVID-19. Tólf þeirra liggja á bráðalegudeildum og er helmingur óbólusettur. Fjórir eru á gjörgæsludeild en ekki fást upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra sökum verklagsreglna Landspítalans. Meðalaldur innlagðra er 59 ár.
26.08.2021 - 16:09
Innlagnir í fjórðu bylgju orðnar 49
Fjörutíu og níu hafa þurft á innlögn á Landspítalann að halda sökum COVID-19 sýkingar í fjórðu bylgju faraldursins og hefur um þriðjungur þeirra ekki verið bólusettur.
Fjölgar stöðugt á göngudeildinni
Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna kórónuveirusmits síðan í gær. Tveir eru á gjörgæsludeild. Alls liggja tíu inni á spítala þar sem að einn sjúklingur var útskrifaður í gær.
29.07.2021 - 13:26
Sjónvarpsfrétt
„Ekkert endilega búin að sjá toppinn á kúrfunni ennþá“
245 hafa greinst með covid innanlands á síðustu tveimur dögum. Yfirlögregluþjónn segir að toppi kúrfunnar sé líklega enn ekki náð. Einn óbólusettur er á gjörgæslu. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala býst við að fleiri verði lagðir inn næstu daga og segir sífellt stærri hluta starfsfólks spítalans upptekinn af að sinna faraldrinum.
Mjög alvarleg staða og einn óbólusettur á gjörgæslu
Fimm covid-smitaðir voru lagðir inn á Landspítalann í gær, flestir með undirliggjandi sjúkdóma. Einn er á gjörgæslu, sá er óbólusettur. Að minnsta kosti 115 greindust innanlands í gær. Rýmum verður fjölgað á farsóttardeild í dag, farsóttarnefnd spítalans vill vera viðbúin fleiri innlögnum.
Landspítali færður á hættustig
Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákveðið að setja spítalann á hættustig frá miðnætti í kvöld 22. júlí 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út í kvöld.
22.07.2021 - 21:48
Viðtal
„Ef þetta væri inflúensufaraldur væru viðbrögðin eins“
Landspítalinn sinnir nú hátt í 300 COVID-sjúklingum sem langflestir eru bólusettir. Enn sem komið er eru einkenni meginþorra þeirra væg. Runólfur Pálsson, yfirmaður COVID- göngudeildarinnar telur brýnt að grípa til aðgerða til að hefta útbreiðslu. Ekki sé hægt að taka mið af fjölda fólks með alvarleg einkenni því staðan geti breyst hratt. Hann segir ekki hægt að líkja sýkingunni við inflúensu og telur það samfélagslega skyldu að vernda fólk í áhættuhópi.