Færslur: Covid 19

Ekki megi „slátra mjólkurkúnni“ í nafni sóttvarna
Viðskiptaráð segir mikilvægt að taka tillit til fleiri en faraldurs- og læknisfræðilegra þátta við mat á sóttvarnaraðgerðum. Sóttvarnaaðgerðir, þótt nauðsynlegar séu, hafi efnahagslegar afleiðingar sem geti varað í ár og áratugi, með tilheyrandi áhrifum á lífskjör almennings.
Spegillinn
Norsk stjórnvöld örvuðu um of í faraldrinum
Á tímum pestarinnar var boðið upp á örvunarsprautur fyrir mannfólkið og örvunarpakka fyrir atvinnulífið. Örvunarsprauturnar þóttu góðar en í Noregi hallast ráðamenn nú að því að örvunarpakkarnir hafi verið of örvandi. Hagkerfið er farið á fyllerí, hagvöxtur óstöðvandi, vextir leika lausum hala og leitun að ráðum til að hemja ölvunina.
01.06.2022 - 10:51
Sjúklingum fjölgað um sjö á covid-göngudeild
Sextán eru nú inniliggjandi á covid-göngudeild Landspítalans en þeim hefur fjölgað um sjö frá því á þriðjudag þegar síðustu tölur voru birtar.
20.05.2022 - 22:54
Smit enn víða - 150 ný tilfelli daglega
Daglega greinast nú um 150 ný kórónuveirutilfelli og enn er töluvert um smit víða úti í samfélaginu. Veiran getur áfram reynst skæð, sérstaklega í eldri aldurshópunum, segir sóttvarnalæknir.
Níu á Landspítala með COVID-19
Þeim sem liggja á spítala með Covid-19 hefur aftur fjölgað, eru níu en voru tveir í byrjun maímánaðar. Þegar hámarki faraldursins var náð, voru alls 88 á spítala með sjúkdóminn.
Heimild til bólusetningar barna staðfest
Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru konu sem kærði synjun Embættis landlæknis, um að barn hennar yrði ekki bólusett gegn Covid-19.
Útbreitt ónæmi gegn covid náðst hérlendis
Um 70-80 prósent landsmanna á aldrinum 20 til 60 ára höfðu smitast af COVID-19 í apríl á þessu ári. Þetta kemur fram í niðurstöðum úr rannsókn sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar á útbreiðslu covid hér á landi. 
Eurovision keppendur þurfa ekki að fara í covid próf
Eurovion keppendur þurfa ekki lengur að sýna fram á neikvætt covid-próf til að mega stíga á svið í keppninni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem barst keppendum fyrr í kvöld.
11.05.2022 - 21:07
Nokkrir Íslendingar smitaðir af nýja afbrigðinu
Nokkrir einstaklingar hér á landi hafa greinst með nýtt afbrigði kórónuveirunnar, svokallað BA5, sem er undirafbrigði Ómíkrón. Sóttvarnalæknir segir að útlit sé fyrir að það dreifi sér hratt en sér ekki ástæðu til að grípa til takmarkana líkt og staðan sé nú.
09.05.2022 - 12:27
SAS segir 300 áhafnarmeðlimum upp
300 af 500 áhafnarmeðlimum skandinavíska flugfélagsins SAS verður sagt upp nú þegar tveggja ára orlofi sem þau féllust á að taka í byrjun faraldursins er lokið. Á meðan hefur félagið ráðið inn nýja áhafnarmeðlimi fyrir dótturfélag sitt.
05.05.2022 - 18:29
Úr hættustigi niður í óvissustig
Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig.
29.04.2022 - 12:24
Enginn inniliggjandi með Covid 19
Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er enginn sjúklingur með virkt covid-smit. Framkvæmdastjóri lækninga segir að starfsemin sé komin í nokkuð eðlilegt horf. Það sé þó áhyggjuefni að starfsfólk sé í auknum mæli veikt sem rekja megi til álags síðustu tveggja ára. 
29.04.2022 - 11:52
Rúmlega milljón Covid-19 sýni á Suðurlandsbrautinni
Tímamót urðu í viðbrögðum við Covid-19 faraldrinum á hádegi i dag þegar sýnatökum var hætt á Suðurlandsbrautinni. Frá og með morgundeginum flyst hún í höfuðstöðvar heilsugæslunnar í Álfabakka 16.
COVID-faraldurinn gæti hafa haft áhrif á fjölda andláta
Óvenjumargir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins, 150 fleiri en á sama tíma í fyrra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að COVID-faraldurinn geti hafa haft þar áhrif.
25.04.2022 - 12:06
29 prósent covid-sjúklinga náðu fullum bata eftir ár
Aðeins 29 prósent covid-sjúklinga sem lagðir voru inn á sjúkrahús í Bretlandi höfðu jafnað sig á innan við ári.
24.04.2022 - 14:40
Hjarðónæmi náð en óvissa um þróun faraldursins
Yfirstandandi bylgja kórónuveirufaraldursins er enn á niðurleið þótt engar opinberar sóttvarnir hafi verið í gildi síðan í lok febrúar. Sóttvarnalæknir segir að líklegasta ástæðan fyrir því að smit séu nú færri en áður sé að hjarðónæmi hafi náðst í samfélaginu. Það hafi náðst vegna útbreiddra smita og góðrar þátttöku í bólusetningum. 
13.04.2022 - 15:00
Biður atvinnurekendur að óska ekki eftir covid-vottorði
Mikið er um að atvinnurekendur krefjist vottorðs ef starfsmenn missa af vinnu vegna covid-veikinda. Talsvert álag er á heilsugæslustöðvum vegna inflúensu og annarra veikinda, og því hvetur heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins atvinnurekendur til að sleppa því að biðja um læknisvottorð til að sanna covid-veikindi. 
COVID-19 stærsta ógn sem stafar að börnum í heiminum
Kórónuveirufaraldurinn hefur enn áhrif á nám um 400 milljón barna í 23 löndum í heiminum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að faraldurinn hafi orðið til þess að um 150 milljón börn hafi misst af minnst helmingi skólagöngunnar undanfarin tvö ár.
31.03.2022 - 22:41
Of snemmt að lýsa yfir endalokum faraldursins
Sóttvarnarlæknir segir von á bóluefni á næstu vikum við Omikron-veirunni. Hann segir að staðan hér á landi sé góð en of snemmt að lýsa því yfir að faraldurinn sé búinn. Hann hvetur þá sem enn eru óbólusettur að láta bólusetja sig.
Margir komnir í langvarandi veikindaleyfi sökum álags
Þrátt fyrir afléttingar takmarkana á Landspítala og nokkuð bjartara útlit hvað varðar stöðu faraldursins er mikil mannekla á mörgum deildum spítalans.
25.03.2022 - 15:35
Nýtt starf Tegnells ekki til
Fyrir rúmum tveimur vikum bárust fréttir frá Svíþjóð um að Anders Tegnell, sóttvarnalæknir, hefði sagt starfi sínu lausu og tæki við stjórnunarstarfi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í Genf. 
Heimsóknabanni aflétt á Landspítala
Ýmsum takmörkunum hefur verið aflétt á Landspítala þrátt fyrir að spítalinn sé enn á neyðarstigi. Hildur Helgadóttir, formaður far­sótta­nefnd­ar segir tímabært að aflétta þeim hörðu takmörkunum sem hafa verið í gildi. 
Alvarlega veikum á covid-göngudeild fer fækkandi
Sextíu og sjö manns liggja inni á Landspítalanum með covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Fólki sem er smitað hefur fækkað og aðeins minna álag er á covid-göngudeildinni. Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítala.
21.03.2022 - 11:34
Fjölgar um einn á gjörgæslu
69 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19. Í gær bættust 7 í hópinn og 10 fóru úr honum. 
20.03.2022 - 10:47
Skæð bylgja og meirihluti eldri borgara óbólusettur
Covid-smitum hefur fjölgað mikið í borginni Hong Kong síðustu vikur. Heilbrigðiskerfið ræður illa við álagið, líkhús eru yfirfull og líkkistur að verða uppseldar.
19.03.2022 - 13:45