Færslur: COVAX

Enn mikill munur á aðgengi að bóluefnum
Víða um heim eru birgðir bóluefna gegn COVID-19 mun meiri en þörf er fyrir. Ennþá er þó mikill munur á hlutfalli bólusettra í auðugustu og fátækustu ríkjum heims.
Covax afhendir milljarðasta bóluefnaskammtinn
Milljarðasti skammturinn af bóluefni var afhentur í gegnum Covax-samstarfið í dag. Markmið þess er að tryggja að öll lönd fái bóluefni og var komið á laggirnar þegar árið 2020.
Spegillinn
Flókið að tryggja að bóluefni nýtist
75% landsmanna eru fullbólusett við COVID-19 og af tólf ára og eldri er hlutfallið farið að nálgast 90%. Um 560 þúsund skömmtum af bóluefnum hefur verið sprautað í landsmenn þegar allt leggst saman, efnum frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen. Fljótt á litið var samið um kaup á um 1.250 þúsund skömmtum af bóluefnum fyrir grunnbólusetning og þeir skammtar duga til að bólusetja rúmlega 600 þúsund manns. Nú er unnið að því að koma umfram skömmtum í brúk.
23.10.2021 - 07:18
Yfir milljón skammtar af bóluefni sem ekki á að nota
Sóttvarnastofnun Danmerkur er með rúmlega milljón skammta af COVID-bóluefni frá Janssen og AstraZeneca á lager, þrátt fyrir að dönsk stjórnvöld hafi ákveðið að þau efni skuli ekki notuð til bólusetninga þar í landi. Frá þessu er greint á vef Danmarks Radio, DR, sem hefur upplýsingarnar frá heilbrigðisráðuneytinu.
07.07.2021 - 06:59
Aðeins 1% Namibíumanna bólusett og þriðja bylgjan skæð
Þriðja bylgja COVID-faraldursins er mjög skæð í Namibíu. Skortur er á hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk og aðeins eitt prósent landsmanna hefur verið bólusett.
03.07.2021 - 12:26
Hörgull á bóluefnum í fátækari ríkjum heims
Bóluefnaáætlanir fjölda fátækari ríkja heims eru í uppnámi þar sem þau skortir bóluefni, um það bil 131 ríki heims hefur fengið 90 milljónir skammta fyrir tilstilli Covax áætlunarinnar en það dugar hvergi til.
UNICEF vill bóluefni fyrir alla
Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir algjörleg óásættanlegt að innan við 1% af bóluefni gegn COVID-19 hafi skilað sér til efnaminni ríkja. Átakið Komum bóluefnum til skila hófst í dag. 
Um 80 milljónir bóluefnaskammta til COVAX
Þrír fjórðu ónotaðra bóluefnaskammta í Bandaríkjunum verður færður COVAX samstarfinu. Frá þessu greindi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna í gær. Að sögn Deutsche Welle stefna Bandaríkin að því að útdeila um 80 milljónum skammta til heimsbyggðarinnar fyrir lok mánaðarins.
WHO veitir bóluefninu Sinopharm neyðarleyfi
Alþjóðaheilbrigðissstofnunin veitti í dag neyðarleyfi til notkunar kínverska bóluefnisins Sinopharm. Bóluefnið er þegar notað víðsvegar um heim, en gefa þarf tvo skammta af því til að ná fullri virkni.
COVAX pantar 350 milljón skammta af bóluefni Novavax
COVAX-samstarfið, alþjóðlega bólusetningarátakið gegn COVID-19, hefur samið um kaup á 350 milljónum skammta af bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Novavax.
Bandaríkin verða með í Covax
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, staðfestir á morgun að Bandaríkin taki þátt í alþjóðlegu bólusetningarátaki gegn COVID-19, Covax. Hann heiti fjórum milljörðum bandaríkjadala í átakið.
19.02.2021 - 00:02
Segir rangfærslu Bloomberg vegna tæknilegra mistaka
Ragnhildur Sigurðardóttir, fréttaritari Bloomberg á Íslandi, segir að rangfærsla um fjölda þeirra bóluefna sem Ísland hafi tryggt sér sem fram kom í frétt Bloomberg í gær hafi verið vegna tæknilegra mistaka. Kortið með fréttinni sýnir fjölda þeirra sem hægt verður að bólusetja miðað við það magn bóluefnis sem lönd hafa þegar tryggt sér með undirrituðum samningum.
21.12.2020 - 23:01
Ísland með í fjármögnun bóluefnis til lágtekjuþjóða
Íslensk stjórnvöld ætla að taka þátt í samkomulagi sem Norðmenn hafa gert um þátttöku í COVAX-samstarfi ríkja um að tryggja öllum þjóðum aðgang að bóluefni við COVID-19 og ætla að leggja til í sameiningu fé til verkefnisins sem gerir kleift að fjármagna kaup á allt að tveimur milljónum bóluefnaskammta fyrir lágtekjuþjóðir. Af þeim mun Ísland standa straum af 5% af kostnaði eða sem nemur hundrað þúsund skömmtum.
22.09.2020 - 12:23
Bandaríkin taka ekki þátt í átaki um bóluefni
Bandarísk yfirvöld tilkynntu í gær að þau tækju ekki þátt í COVAX-samstarfinu, alþjóðlegu átaki til að þróa, framleiða og dreifa bóluefni gegn kórónuveirunni. Ástæðan er ekki síst sú að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kemur að átakinu.