Færslur: Copa America

Argentína er Suður-Ameríkumeistari í fótbolta
Lið Argentínu varð í nótt Suður-Ameríkumeistari í fótbolta karla þegar það sigraði lið heimamanna í Brasilíu með einu marki gegn engu. Angel di Maria skoraði markið sem færði Argentínumönnum fyrsta stóra, alþjóðlega titilinn í 28 ár og stórstjörnunni Lionel Messi sinn fyrsta sigur á stórmóti með landsliðinu.
11.07.2021 - 03:22
Bronsverðlaun til Kólumbíu eftir mark í uppbótatíma
Leikur um bronsverðlaun Suður-Ameríkubikarsins fór fram í Brasilíu í nótt. Þar mættust Kólumbía og Perú í spennandi leik þar sem sigurmarkið var skorað í uppbótatíma.
10.07.2021 - 10:08
Eitt mark dugði Brasilíu gegn Perú
Brasilía tryggði sér í nótt sæti í úrslitaleik Suður-Ameríkubikarsins í fótbolta eftir sigur gegn Perú. Lucas Paqueta skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu. Það kemur í ljós aðra nótt hver mótherji Brasilíu verður, þegar Argentína og Kólumbía eigast við. Úrslitaleikurinn verður háður aðfaranótt sunnudags.
06.07.2021 - 01:42
Argentína og Kólumbía í undanúrslit
Argentína og Kólumbía mætast í undanúrslitum Suður-Ameríkubikarsins í fótbolta á þriðjudagskvöld. Kólumbía hafði betur gegn Úrúgvæ eftir vítaspyrnukeppni, en Argentína vann öruggan sigur gegn Ekvador.
04.07.2021 - 04:12
Brasilía og Perú í undanúrslit Suður-Ameríkubikarsins
Perú og Brasilía tryggðu sér sæti í undanúrslitum Suður-Ameríkubikarsins í fótbolta í gærkvöldi og í nótt. Perú hafði betur gegn Paragvæ eftir vítaspyrnukeppni en Brasilíu dugði eitt mark til að leggja Chile af velli.
03.07.2021 - 04:33
Boltinn fær að rúlla í Brasilíu
Hæstiréttur Brasilíu gaf í gær grænt ljós á að Suður-Ameríkumótið í fótbolta færi fram þar í landi, þrátt fyrir að heimsfaraldur kórónaveirunnar geisi þar enn. Mótið á að hefjast á sunnudag og átti upphaflega að fara fram í Kólumbíu og Brasilíu í fyrra, en var frestað um ár.
11.06.2021 - 06:43
Kröfur um að banna Copa America fyrir hæstarétt
Hæstiréttur Brasilíu samþykkti í gær að taka til meðferðar tvær kröfur um að banna skuli að halda Suðurameríkumótið í fótbolta þar í landi, vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem uppi er vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Kröfurnar eru settar fram af stéttarfélagi málmiðnaðarmanna og Sósíalistaflokki Brasilíu. Þá hefur fjöldi fólks og félagasamtaka lýst þungum áhyggjum af þeirri ætlan brasilíska knattspyrnusambandsins að taka að sér að halda mótið, sem á að byrja á sunnudaginn kemur.
09.06.2021 - 01:47
Taka að sér Copa América með 13 daga fyrirvara
Brasilía hefur tekið að sér að halda Suður-Ameríkukeppni karla í fótbolta, Copa América. Keppnin á að hefjast eftir 13 daga og átti að vera haldin í Argentínu, allt þar til Argentínumenn gáfu keppnina frá sér fyrr í dag.
31.05.2021 - 15:00
Óvíst hvort S-Ameríkukeppnin í fótbolta verður haldin
Suðurameríkukeppnin í fótbolta verður ekki haldin í Argentínu í sumar eins og til stóð „í ljósi aðstæðna sem nú eru uppi," segir í yfirlýsingu sem knattspyrnusamband Suður Ameríku, CONMEBOL, sendi frá sér í gær. Er þar vísað til þess að önnur bylgja heimsfaraldurs kórónaveirunnar geisar nú af miklum þunga í Argentínu, sem átti að vera annar tveggja gestgjafa keppninnar ásamt Kólumbíu.
31.05.2021 - 04:48