Færslur: COP25

Drottningin brýnir menn til dáða í loftlagsmálum
Elísabet Englandsdrottning lagði sitt lóð á vogarskálarnar í loftlagsmálum þegar hún brýndi leiðtoga heims til að skapa örugga framtíð.
01.11.2021 - 21:36
145. vika loftslagsverkfalls Gretu Thunberg
Hundrað fjörutíu og fimm vikur eru síðan sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg skrópaði úr skólanum í fyrsta sinn í þágu umhverfisins. Í stað þess að mæta í skólann bjó hún til skilti sem á stóð Skolstrejk för klimatet, eða Skólaverkfall fyrir loftslagið, og mótmælti einsömul fyrir framan sænska þinghúsið.
Spegillinn
Vill að meirihlutinn fái að ráða í loftslagsmálum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir óásættanlegt að ríki heims geti ekki komist að niðurstöðu í jafn mikilvægum málum og loftslagsmálum. Hann er fylgjandi því að fyrirkomulagi viðræðna á loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna verði breytt þannig að meirihluti ríkja geti tekið ákvarðanir, einstök ríki geti þá ekki staðið í vegi fyrir öðrum.
17.12.2019 - 17:40
Guterres lýsir vonbrigðum með niðurstöðu COP25
Antonio Guterres,  framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsir í yfirlýsingu vonbrigðum sínum með niðurstöðu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP25, sem lauk í Madríd í hádeginu. Hann segir að tækifæri til að takast á við loftslagsvána hafi glatast.
Myndskeið
Þurfti að bjarga Gretu Thunberg frá ásókn fjölmiðla
Lögreglan þurfti að bjarga Gretu Thunberg frá ásókn fjölmiðla þegar hún kom á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. Thunberg tók þátt í loftslagsmótmælum ungmenna í Madríd.
06.12.2019 - 20:30
Spegillinn
[672 hornklofar] Sjötta greinin eitt aðalmálið í Madríd
Strangt til tekið gætum við Íslendingar haldið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir í þeim mæli sem við höfum gert. Samdráttarmarkmiðum sem eru á ábyrgð stjórnvalda mætti ná með því að byggja upp vindorkuver eða virkja jarðvarma í öðrum ríkjum. Það er búið að veita aðildarríkjum Parísarsamkomulagsins heimild til að versla með losunarheimildir innanlands eða milli ríkja en nákvæm útfærsla á þessu alþjóðlega viðskiptakerfi sem er kallað SDM liggur ekki fyrir.
Fréttaskýring
Guterres segir mannkynið standa á krossgötum
Á meðan kóalabirnir flýja skógarelda í Ástralíu af veikum mætti, traffíkin í Reykjavík silast áfram, þéttari en nokkru sinni fyrr, Kínverjar byggja kolaorkuver af miklum móð, afleiðingar öfga í veðurfari ógna milljónum í Austur-Afríku og stórsveitir á borð við Coldplay og Massive attack reyna að finna leiðir til þess að túra um heiminn án þess að ýta undir loftslagshamfarir stendur tuttugasta og fmmta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna yfir í Madríd, höfuðborg Spánar.

Mest lesið